Innlent

Fötluð börn fá tækifæri í frístundaklúbbi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gefa á fötluðum krökkum í Hafnarfirði  aukin tækifæri til að kynnast öðrum börnum í eigin frístundaklúbbi.
Gefa á fötluðum krökkum í Hafnarfirði aukin tækifæri til að kynnast öðrum börnum í eigin frístundaklúbbi. Fréttablaðið/GVA
„Markmið starfsins er að gefa krökkunum tækifæri til að kynnast öðrum krökkum og vinna með þeim að skemmtilegum og þroskandi verkefnum bæði úti og inni,“ segir í minnisblaði um nýjan frístundaklúbb fyrir fötluð börn sem bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti að setja á fót.

Frístundaklúbbur er ætlaður fyrir tíu til fimmtán ára börn með fatlanir. „Síðustu misseri hafa komið fram óskir foreldra fatlaðra barna sem hafa ekki aðgang að öruggum stað eða dagvist eftir að skóla lýkur,“ segir í minnisblaðinu. Til að byrja með var verkefnastjóri ráðinn tímabundið og klúbburinn tengdur félagsmiðstöðinni Hrauninu.

Gunnar Axel Axelsson er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.


„Farið verður á nýju ári að skoða hvernig til hefur tekist, hvort starfsemin skili því sem ætlast er til, hvort börnunum muni fjölga og hvort horfa þurfi á nýtt og stærra húsnæði,“ segir um starfsemina sem skilgreind er mitt á milli frístundaheimilis og félagsmiðstöðvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×