Innlent

Eden-hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Nýja hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi verður gegnt lækningaminjasafninu.
Nýja hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi verður gegnt lækningaminjasafninu. Fréttablaðið/GVA
Staður fyrir nýtt þrjátíu íbúða hjúkrunarheimili hefur verið staðfestur í bæjarstjórn Seltjarnarness.

Lóðin, sem er við Safnatröð, afmarkast af Sefgörðum til norðvesturs, raðhúsalóðum við Nesbala til vesturs og lyfjafræði- og lækningaminjasöfnum til suðurs og austurs. Stefnt er að því að taka heimilið í notkun á árinu 2015.

Hjúkrunarheimilið er sagt verða með bestu aðstæður sem völ sé á. „Björn Guðbrandsson, arkitekt frá Arkís ehf., er arkitekt hússins en stofan hefur kynnt sér sérstaklega Eden–hugmyndafræðina,“ segir í samþykkt bæjarstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×