Innlent

Fá ekki heimild fyrir meiri húsakosti

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Svifflugmenn vilja bæta aðstöðuna á Sandskeiði
Svifflugmenn vilja bæta aðstöðuna á Sandskeiði Fréttablaðið/GVA
Bæjarstjórn Kópavogs hefur snúið ákvörðun skipulagsnefndar bæjarins um að heimila Svifflugfélagi Íslands að koma fyrir færanlegum húsum við flugvöll sinn á Sandskeiði.

Svifflugmenn vildu helst fá að stækka félagshús sitt á staðnum en til vara að koma fyrir færanlegum húsum sem áður voru þrjár kennslustofur. Skipulagsnefndin hafnaði viðbyggingunni en vildi leyfa færanlegu húsin. Meirihluti bæjarstjórnarinnar hafnaði að gefa félaginu heimildina áður en deiliskipulag af svæðinu liggur fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×