Innlent

Óviðunandi að konur fái minna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Jón Gnarr borgarstjóri. Óútskýrður launamunur milli kynja hjá Reykjavíkurborg.
Jón Gnarr borgarstjóri. Óútskýrður launamunur milli kynja hjá Reykjavíkurborg. Fréttablaðið/Anton
„Mannréttindaráð telur óviðunandi að enn þá halli á kvenkyns starfsmenn borgarinnar í launum og ítrekar mikilvægi þess að borgaryfirvöld grípi strax til aðgerða til að uppræta kynbundinn launamun og standi þar með vörð um mannréttindi starfsfólks borgarinnar,“ segir í bókun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.



„Skýringin á launamuninum virðist helst felast í frekari aukagreiðslum körlum til handa, svo sem yfirvinnugreiðslum og akstursgreiðslum,“ segir í bókuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×