Sport

Japanir gleðjast yfir Ólympíuleikunum

Freyr Bjarnason skrifar
Japanir fögnuðu vali Alþjóðaólympíunefndarinnar innilega þegar úrslitin voru tilkynnt á laugardaginn.
Japanir fögnuðu vali Alþjóðaólympíunefndarinnar innilega þegar úrslitin voru tilkynnt á laugardaginn. nordicphotos/getty
Mikil gleði ríkir í Japan eftir að Alþjóðaólympíunefndin ákvað að sumarleikarnir verði haldnir í höfuðborginni Tókýó árið 2020. Tókýó hafði betur í annarri umferð á móti Istanbúl frá Tyrklandi en Madríd á Spáni hafði áður dottið úr leik í fyrstu umferð. Talið er að bágborið efnahagsástand á Spáni hafi átt þátt í að landið fékk ekki að halda leikana. Hefði Istanbúl orðið fyrir valinu hefði Tyrkland orðið fyrsta múslimaríkið til að halda Ólympíuleikana.

Japanir vonast til að Ólympíuleikarnir eigi eftir að blása auknu lífi í efnahag landsins og einnig fylla hjörtu landsmanna af gleði og von um bjarta framtíð, sérstaklega eftir jarðskjálftana í landinu árið 2011 og fljóðbylgjuna sem fylgdi í kjölfarið. Hátt í sextán þúsund manns fórust og um 2.500 er enn saknað. Greinilegt er að forsætisráðherranum Shinzo Abe hefur tekist að sannfæra Alþjóðaólympíunefndina um að geislunin af völdum kjarnorkuversins í Fukushima eftir jarðskjálftann og fljóðbylgjuna muni ekki hafa nein áhrif á Tókýó og Ólympíuleikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×