Sjónarmið í óboðlegri umræðu Gyða Margrét Pétursdóttir skrifar 5. september 2013 06:00 Í Fréttablaðinu 3. september birtist leiðari Ólafs Stephensen ritstjóra með yfirskriftinni „Óboðleg umræða“. Vegna leiðarans er eftirfarandi sjónarmiðum komið á framfæri. Sjónarmiðin eru almenn en stundum er vísað í mál Jóns Baldvins Hannibalssonar (JBH) eins og ritstjórinn gerir í sínum leiðara.Að skapa þolendavænt umhverfi Á undanförnum árum hefur sjónum í auknum mæli verið beint að kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi, tíðni þess, afleiðingum fyrir þolendur og stöðu gerenda. Í fræðunum er fjallað um þolendavænt umhverfi, að samfélagið leggi sig fram um að skapa aðstæður og umhverfi þar sem þolendum er sýnd tillitssemi og skilningur. Í rannsókn sem framkvæmd var árið 2008 fyrir atbeina félags- og tryggingamálaráðuneytisins kom fram að rétt tæplega fjórðungur kvenna á aldrinum 18-80 hafði einhvern tímann frá 16 ára aldri orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þolendur einhvers konar kynferðislegs ofbeldis eru því víða í samfélaginu og stofnanir samfélagsins þurfa að vera meðvitaðar um það og haga starfsemi sinni þannig að þolendur fái notið vafans og því þarf að huga vel að vali á starfsmönnum. Rev. Dr. Marie M. Fortune hélt árið 2011 fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hún fjallaði um viðbrögð samfélagsins við kynferðislegu ofbeldi. Hún sagði að viðbrögðin væru oft á þá vegu að samfélagið brygðist ekki við og þá með þeim formerkjum að það vildi ekki taka afstöðu í málinu. Fortune heldur því fram að meint afstöðuleysi sé í raun afstaða með þeim sem brotið fremur, viðkomandi haldi stöðu sinni í samfélaginu á meðan þolendur hrekist á brott.Viljum við trúa þolendum? Samfélagið hvetur þolendur til að stíga fram og greina frá því ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. Ef þeir síðan gera það eigum við þá að leyfa skilgreiningum gerenda á því sem átti sér stað að vega þyngra en frásagnir þolenda og þeirra upplifun? Í leiðaranum kemur fram: „Það er heldur engin leið að leggja yfirsjónir hans að jöfnu við brot barnaníðinga sem ástæða þykir til að hafa sérstakar gætur á – þótt í umræðu undanfarinna daga virðist það stundum gert.“ Í viðtali við Guðrúnu Harðardóttur í Nýju lífi (2. tbl. 2012) lýsir hún hegðun JBH gagnvart sér þegar hún var barn að aldri. Ég hvet alla til þess að kynna sér frásögn Guðrúnar Harðardóttur.Vald og valdastöður Kennarar eru í valdastöðu gagnvart nemendum sínum og í kennslustofunni gangast nemendur undir vald kennarans. Það er rétt sem fram kemur í leiðaranum að við Háskóla Íslands stundar fullorðið fólk nám. En eins og lýst var hér að framan þá hefur fjöldi kvenna orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þess vegna er ástæða til þess að velta fyrir sér stöðu nemenda. Hvernig líður nemanda að sitja í tíma hjá kennara sem orðið hefur uppvís að þeirri háttsemi sem um ræðir? Getur nemandi treyst viðkomandi? Hvað ef í nemendahópnum eru einstaklingar sem orðið hafa fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi eða einstaklingar sem eru nánir fólki sem orðið hefur fyrir slíku? Ég hef nokkur undanfarin ár kennt í Háskóla Íslands og hef upplifað það að þegar rætt er um kynferðislegt ofbeldi eða kynferðislega áreitni í kennslu þá eru alltaf einhverjir nemendur sem annað hvort í tíma eða í samtölum við kennara greina frá reynslu sinni eða reynslu einhvers sem er þeim nákominn. Umræðan ein um málefnið vekur hjá þessum hópi nemenda mjög erfiðar tilfinningar jafnvel þótt reynsla þeirra eða reynsla einhvers sem þeim er nákominn sé áratuga gömul eða eldri. Það er ekki ástæða til að ætla að þessir nemendahópar séu endilega frábrugðnir öðrum nemendahópum og því er mikilvægt að allir nemendur njóti þess eins og framast er unnt að kennari þeirra, sem eðli málsins samkvæmt er í ákveðinni valdastöðu gagnvart nemendum, hafi ekki gerst uppvís að háttsemi sem er til þess fallin að valda þeim vanlíðan og grafa undan því trausti sem á að ríkja og þeirri virðingu sem kennarinn ætti að njóta.Skrímslavæðing Ég er sammála því að við sem samfélag þurfum að ræða hvað sé boðlegt og hvað ekki, eins og fram kemur í leiðaranum: „Hvað þurfa menn að hafa gert af sér til að vera ekki gjaldgengir í störf sem þeir hafa klárlega reynslu og hæfni til að gegna?“ Í fræðunum er sjónum beint að svokallaðri skrímslavæðingu. Það gerir engum gott og leysir engan vanda að útmála kynferðisbrotamenn sem skrímsli. Það er oft í óþökk þolenda, sem eru nátengdir viðkomandi og þekkja viðkomandi einnig að góðu, og oft gleymist að kynferðisbrotamenn eins og aðrir eiga fjölskyldur sem verða þá þolendur í málinu. Hér þarf því að vega og meta ólíka hagsmuni og samfélagið, við, þurfum að finna leiðir til að koma til móts við þolendur án þess að útskúfa gerendum. Sérstaklega þarf að huga að valdastöðum og þeim aðstæðum, sem eðli aðstæðnanna samkvæmt, bjóða upp á misnotkun valds. Og í því sambandi þarf einnig að vera val. Val um að sækja sér eða hafna þeirri menntun/þjónustu o.s.frv. sem viðkomandi geranda er ætlað að veita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 3. september birtist leiðari Ólafs Stephensen ritstjóra með yfirskriftinni „Óboðleg umræða“. Vegna leiðarans er eftirfarandi sjónarmiðum komið á framfæri. Sjónarmiðin eru almenn en stundum er vísað í mál Jóns Baldvins Hannibalssonar (JBH) eins og ritstjórinn gerir í sínum leiðara.Að skapa þolendavænt umhverfi Á undanförnum árum hefur sjónum í auknum mæli verið beint að kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi, tíðni þess, afleiðingum fyrir þolendur og stöðu gerenda. Í fræðunum er fjallað um þolendavænt umhverfi, að samfélagið leggi sig fram um að skapa aðstæður og umhverfi þar sem þolendum er sýnd tillitssemi og skilningur. Í rannsókn sem framkvæmd var árið 2008 fyrir atbeina félags- og tryggingamálaráðuneytisins kom fram að rétt tæplega fjórðungur kvenna á aldrinum 18-80 hafði einhvern tímann frá 16 ára aldri orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þolendur einhvers konar kynferðislegs ofbeldis eru því víða í samfélaginu og stofnanir samfélagsins þurfa að vera meðvitaðar um það og haga starfsemi sinni þannig að þolendur fái notið vafans og því þarf að huga vel að vali á starfsmönnum. Rev. Dr. Marie M. Fortune hélt árið 2011 fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hún fjallaði um viðbrögð samfélagsins við kynferðislegu ofbeldi. Hún sagði að viðbrögðin væru oft á þá vegu að samfélagið brygðist ekki við og þá með þeim formerkjum að það vildi ekki taka afstöðu í málinu. Fortune heldur því fram að meint afstöðuleysi sé í raun afstaða með þeim sem brotið fremur, viðkomandi haldi stöðu sinni í samfélaginu á meðan þolendur hrekist á brott.Viljum við trúa þolendum? Samfélagið hvetur þolendur til að stíga fram og greina frá því ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. Ef þeir síðan gera það eigum við þá að leyfa skilgreiningum gerenda á því sem átti sér stað að vega þyngra en frásagnir þolenda og þeirra upplifun? Í leiðaranum kemur fram: „Það er heldur engin leið að leggja yfirsjónir hans að jöfnu við brot barnaníðinga sem ástæða þykir til að hafa sérstakar gætur á – þótt í umræðu undanfarinna daga virðist það stundum gert.“ Í viðtali við Guðrúnu Harðardóttur í Nýju lífi (2. tbl. 2012) lýsir hún hegðun JBH gagnvart sér þegar hún var barn að aldri. Ég hvet alla til þess að kynna sér frásögn Guðrúnar Harðardóttur.Vald og valdastöður Kennarar eru í valdastöðu gagnvart nemendum sínum og í kennslustofunni gangast nemendur undir vald kennarans. Það er rétt sem fram kemur í leiðaranum að við Háskóla Íslands stundar fullorðið fólk nám. En eins og lýst var hér að framan þá hefur fjöldi kvenna orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þess vegna er ástæða til þess að velta fyrir sér stöðu nemenda. Hvernig líður nemanda að sitja í tíma hjá kennara sem orðið hefur uppvís að þeirri háttsemi sem um ræðir? Getur nemandi treyst viðkomandi? Hvað ef í nemendahópnum eru einstaklingar sem orðið hafa fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi eða einstaklingar sem eru nánir fólki sem orðið hefur fyrir slíku? Ég hef nokkur undanfarin ár kennt í Háskóla Íslands og hef upplifað það að þegar rætt er um kynferðislegt ofbeldi eða kynferðislega áreitni í kennslu þá eru alltaf einhverjir nemendur sem annað hvort í tíma eða í samtölum við kennara greina frá reynslu sinni eða reynslu einhvers sem er þeim nákominn. Umræðan ein um málefnið vekur hjá þessum hópi nemenda mjög erfiðar tilfinningar jafnvel þótt reynsla þeirra eða reynsla einhvers sem þeim er nákominn sé áratuga gömul eða eldri. Það er ekki ástæða til að ætla að þessir nemendahópar séu endilega frábrugðnir öðrum nemendahópum og því er mikilvægt að allir nemendur njóti þess eins og framast er unnt að kennari þeirra, sem eðli málsins samkvæmt er í ákveðinni valdastöðu gagnvart nemendum, hafi ekki gerst uppvís að háttsemi sem er til þess fallin að valda þeim vanlíðan og grafa undan því trausti sem á að ríkja og þeirri virðingu sem kennarinn ætti að njóta.Skrímslavæðing Ég er sammála því að við sem samfélag þurfum að ræða hvað sé boðlegt og hvað ekki, eins og fram kemur í leiðaranum: „Hvað þurfa menn að hafa gert af sér til að vera ekki gjaldgengir í störf sem þeir hafa klárlega reynslu og hæfni til að gegna?“ Í fræðunum er sjónum beint að svokallaðri skrímslavæðingu. Það gerir engum gott og leysir engan vanda að útmála kynferðisbrotamenn sem skrímsli. Það er oft í óþökk þolenda, sem eru nátengdir viðkomandi og þekkja viðkomandi einnig að góðu, og oft gleymist að kynferðisbrotamenn eins og aðrir eiga fjölskyldur sem verða þá þolendur í málinu. Hér þarf því að vega og meta ólíka hagsmuni og samfélagið, við, þurfum að finna leiðir til að koma til móts við þolendur án þess að útskúfa gerendum. Sérstaklega þarf að huga að valdastöðum og þeim aðstæðum, sem eðli aðstæðnanna samkvæmt, bjóða upp á misnotkun valds. Og í því sambandi þarf einnig að vera val. Val um að sækja sér eða hafna þeirri menntun/þjónustu o.s.frv. sem viðkomandi geranda er ætlað að veita.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun