Kári Kristján gæti verið á leiðinni í málaferli við Wetzlar Stefán Árni Pálsson skrifar 2. júlí 2013 07:00 Kári Kristján Kristjánsson hefur verið án félagsliðs síðan í mars síðastliðnum, þegar hann lék með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu þann 3. apríl. Leikurinn var lykilleikur í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Danmörku í janúar á næsta ári en Ísland vann leikinn 29-28. Leikmaðurinn var rekinn frá þýska liðinu Wetzlar eftir leikinn en forráðamenn félagsins vildu meina að Kári hafi brotið reglur með því að taka þátt í leiknum. Kári Kristján gekkst undir aðgerð í febrúar þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Síðan þá hefur hann ekkert spilað með Wetzlar. Leikmaðurinn kærði félagið í kjölfar brottrekstursins en að hans mati hafði hann fengið leyfi hjá læknum Wetzlar að spila. Fyrir leikinn hafði Kári samið við danska liðið Bjerringbro/Silkeborg. „Ég heyrði í lögfræðingi mínum síðast í dag og þá var ekki komin niðurstaða í málið,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum í viðræðum við félagið um að semja um starfslok, en síðasti útborgunardagurinn minn var 15. mars síðastliðinn. Það er auðvitað best fyrir alla að semja utan dómsstóla, en það hefur ekkert þokast í þeim málum.“ Það stefnir því í málaferli hjá línumanninum. „Ef forráðamenn Wetzlar kasta fram einhverju tilboði þá verður það bara skoðað, en ef ekkert gerist þá fer málið fyrir þýska dómsstóla um miðjan október.“ Fannar Friðgeirsson, fyrrum leikmaður Wetzlar, lenti einnig illa í forráðamönnum félagsins þegar þeir sviku munnlegan samning sem leikmaðurinn hafði gert við félagið. Fannar fékk því að vita í apríl að hann væri án félagsliðs og myndi ekki fá áframhaldandi samning, þvert á móti því sem honum hafði verið lofað. „Ég hef ekki kosið að tjá mig nákvæmlega um einstaka persónur innan félagsins en þetta mál með Fannar [Friðgeirsson] er vatn á mína myllu varðandi hvernig félagið er rekið. Þetta lítur ekki smekklega út fyrir mitt fyrrverandi félag og virkilega sorglegt hvernig var staðið að öllu varðandi Fannar.“ Kári Kristján undirbýr sig fyrir átökin í dönsku úrvalsdeildinni „Ég kom hingað til Vestmannaeyja í byrjun maí og hef verið í endurhæfingu sem og í handbolta með mínum mönnum í ÍBV. Fyrsta æfingin með Bjerringbro/Silkeborg er 16. júlí og ég verð klár fyrir þau átök.“ Leikmaðurinn flytur til Danmörkur í byrjun júlí. „Það leggst rosalega vel í mig að flytjast þangað. Ef ég á ekki eftir að finna mig í Danmörku þá þýðir það bara eitt, ég er leiðinlegur.“ Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson hefur verið án félagsliðs síðan í mars síðastliðnum, þegar hann lék með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu þann 3. apríl. Leikurinn var lykilleikur í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Danmörku í janúar á næsta ári en Ísland vann leikinn 29-28. Leikmaðurinn var rekinn frá þýska liðinu Wetzlar eftir leikinn en forráðamenn félagsins vildu meina að Kári hafi brotið reglur með því að taka þátt í leiknum. Kári Kristján gekkst undir aðgerð í febrúar þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Síðan þá hefur hann ekkert spilað með Wetzlar. Leikmaðurinn kærði félagið í kjölfar brottrekstursins en að hans mati hafði hann fengið leyfi hjá læknum Wetzlar að spila. Fyrir leikinn hafði Kári samið við danska liðið Bjerringbro/Silkeborg. „Ég heyrði í lögfræðingi mínum síðast í dag og þá var ekki komin niðurstaða í málið,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum í viðræðum við félagið um að semja um starfslok, en síðasti útborgunardagurinn minn var 15. mars síðastliðinn. Það er auðvitað best fyrir alla að semja utan dómsstóla, en það hefur ekkert þokast í þeim málum.“ Það stefnir því í málaferli hjá línumanninum. „Ef forráðamenn Wetzlar kasta fram einhverju tilboði þá verður það bara skoðað, en ef ekkert gerist þá fer málið fyrir þýska dómsstóla um miðjan október.“ Fannar Friðgeirsson, fyrrum leikmaður Wetzlar, lenti einnig illa í forráðamönnum félagsins þegar þeir sviku munnlegan samning sem leikmaðurinn hafði gert við félagið. Fannar fékk því að vita í apríl að hann væri án félagsliðs og myndi ekki fá áframhaldandi samning, þvert á móti því sem honum hafði verið lofað. „Ég hef ekki kosið að tjá mig nákvæmlega um einstaka persónur innan félagsins en þetta mál með Fannar [Friðgeirsson] er vatn á mína myllu varðandi hvernig félagið er rekið. Þetta lítur ekki smekklega út fyrir mitt fyrrverandi félag og virkilega sorglegt hvernig var staðið að öllu varðandi Fannar.“ Kári Kristján undirbýr sig fyrir átökin í dönsku úrvalsdeildinni „Ég kom hingað til Vestmannaeyja í byrjun maí og hef verið í endurhæfingu sem og í handbolta með mínum mönnum í ÍBV. Fyrsta æfingin með Bjerringbro/Silkeborg er 16. júlí og ég verð klár fyrir þau átök.“ Leikmaðurinn flytur til Danmörkur í byrjun júlí. „Það leggst rosalega vel í mig að flytjast þangað. Ef ég á ekki eftir að finna mig í Danmörku þá þýðir það bara eitt, ég er leiðinlegur.“
Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn