Þversögn Minjastofnunar Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 28. júní 2013 06:00 Í byrjun mars síðastliðnum auglýsti Minjastofnun Íslands eftir umsóknum um styrki úr húsfriðunarsjóði fyrir árið 2013. Í auglýsingunni segir að Minjastofnun úthluti styrkjum úr sjóðnum, en hann á að stuðla að „varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja […] Sjóðnum ber einnig að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðla upplýsingum um þær.“ Í reglum um úthlutanir úr húsafriðunarsjóði segir að Minjastofnun Íslands úthluti „styrkjum úr húsafriðunarsjóði að fenginni umsögn húsafriðunarnefndar“ og að umsóknir séu metnar „með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildi hennar fyrir varðveislu byggingararfleiðarinnar.“ Í reglunum er einnig ákvæði sem segir að Minjastofnun geti „ákveðið í samráði við húsafriðunarnefnd hverju sinni í auglýsingu hvort sjóðurinn leggi áherslu á ákveðna þætti minjaverndar í úthlutun ársins“. Í auglýsingunni eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2013, var ekkert slíkt ákvæði að finna. Úthlutunarreglurnar eru einnig þannig að allir þeir sem vinna að rannsóknum sem falla undir byggingarsögu geta sótt um í sjóðinn, en reglurnar fara ekki í manngreinarálit. Úthlutun úr húsafriðunarsjóði 2013 var tæplega 42 milljónir, en nokkrir umsækjendur, þar á meðal undirritaður, fengu ekki úthlutun. Þar sem rannsókn mín og samstarfsmanns slær viðkvæman tón í opinberri umfjöllun um íslenskan arkitektúr, lék mér forvitni á að vita með hvaða hætti núverandi húsafriðunarefnd hefði fjallað um umsóknina. En rannsóknin snýr m.a. að því að skoða sögulega útrýmingaráætlanir íslenskra stjórnvalda á íslenska torfbænum og er viðkvæmt menningarpólitískt mál í dag, þar sem viðsnúningur hefur orðið á opinberri afstöðu til slíkra húsakynna. Ég hafði því samband við einn nefndarmann húsafriðunarnefndar og sagði hann mér að nefndin hefði tekið vel í erindið og hefði mælt með því við forstöðumann Minjastofnunar að styrkur yrði veittur í verkefnið.Á svig við úthlutunarreglur Forstöðumaðurinn tók hins vegar ekki ráðleggingum húsafriðunarnefndar og veitti verkefninu ekki styrk. Ég hafði samband við forstöðumanninn og spurði hana að því hvort hún gæti sagt mér hvort það væri stefna Minjastofnunar að styrkja ekki slík verkefni. Hún svaraði mér um hæl með tölvupósti og sagði orðrétt að það sé „stefna minjastofnunar að styrkja ekki rannsóknarverkefni annarra ríkisstofnana“. Þetta afdráttarlausa svar væri ekki í frásögur færandi, nema hvað að hér er farið á svig við úthlutunarreglur húsafriðunarsjóðs, sem er öllum opinn, og það sem meira er, Minjastofnun sjálf fer á svig við eigin stefnu, þar sem úthlutun Minjastofnunar úr sjóðnum fyrir 2013 fer að stærstum hluta (32 milljónir) til „rannsóknarverkefna annarra ríkisstofnana“ eins og forstöðumaðurinn orðaði það. En fimmtán milljónir fara til húsasafns Þjóðminjasafns Íslands og sautján milljónir til bókaverkefnisins Kirkjur Íslands sem nokkrir aðilar standa að, þar á meðal Þjóðminjasafn Íslands. Forstöðumanni Minjastofnunar virðist ekki ljós sú þversögn sem felst í orðum hennar og það sem meira er, virðist ekki átta sig á þeim reglum sem eru í gildi eða hvert hlutverk húsafriðunarnefndar er varðandi úthlutanir úr sjóðnum, en nefndin leggur fram faglegt mat sitt á því hvaða umsóknir skuli styrkja. Á heimasíðu Minjastofnunar er ekki ljóst hvaða verkferlar taka gildi eftir umsögn húsafriðunarnefndar og hvernig forstöðumaður leggur mat á þær tillögur. Það er óskandi að Minjastofnun og forsætisráðuneytið taki þessi mál til alvarlegrar skoðunar, en það nær ekki nokkurri átt að þversagnakenndar geðþóttaákvarðanir forstöðumanns Minjastofnunar ráði alfarið niðurstöðum um úthlutanir úr opinberum sjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í byrjun mars síðastliðnum auglýsti Minjastofnun Íslands eftir umsóknum um styrki úr húsfriðunarsjóði fyrir árið 2013. Í auglýsingunni segir að Minjastofnun úthluti styrkjum úr sjóðnum, en hann á að stuðla að „varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja […] Sjóðnum ber einnig að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðla upplýsingum um þær.“ Í reglum um úthlutanir úr húsafriðunarsjóði segir að Minjastofnun Íslands úthluti „styrkjum úr húsafriðunarsjóði að fenginni umsögn húsafriðunarnefndar“ og að umsóknir séu metnar „með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildi hennar fyrir varðveislu byggingararfleiðarinnar.“ Í reglunum er einnig ákvæði sem segir að Minjastofnun geti „ákveðið í samráði við húsafriðunarnefnd hverju sinni í auglýsingu hvort sjóðurinn leggi áherslu á ákveðna þætti minjaverndar í úthlutun ársins“. Í auglýsingunni eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2013, var ekkert slíkt ákvæði að finna. Úthlutunarreglurnar eru einnig þannig að allir þeir sem vinna að rannsóknum sem falla undir byggingarsögu geta sótt um í sjóðinn, en reglurnar fara ekki í manngreinarálit. Úthlutun úr húsafriðunarsjóði 2013 var tæplega 42 milljónir, en nokkrir umsækjendur, þar á meðal undirritaður, fengu ekki úthlutun. Þar sem rannsókn mín og samstarfsmanns slær viðkvæman tón í opinberri umfjöllun um íslenskan arkitektúr, lék mér forvitni á að vita með hvaða hætti núverandi húsafriðunarefnd hefði fjallað um umsóknina. En rannsóknin snýr m.a. að því að skoða sögulega útrýmingaráætlanir íslenskra stjórnvalda á íslenska torfbænum og er viðkvæmt menningarpólitískt mál í dag, þar sem viðsnúningur hefur orðið á opinberri afstöðu til slíkra húsakynna. Ég hafði því samband við einn nefndarmann húsafriðunarnefndar og sagði hann mér að nefndin hefði tekið vel í erindið og hefði mælt með því við forstöðumann Minjastofnunar að styrkur yrði veittur í verkefnið.Á svig við úthlutunarreglur Forstöðumaðurinn tók hins vegar ekki ráðleggingum húsafriðunarnefndar og veitti verkefninu ekki styrk. Ég hafði samband við forstöðumanninn og spurði hana að því hvort hún gæti sagt mér hvort það væri stefna Minjastofnunar að styrkja ekki slík verkefni. Hún svaraði mér um hæl með tölvupósti og sagði orðrétt að það sé „stefna minjastofnunar að styrkja ekki rannsóknarverkefni annarra ríkisstofnana“. Þetta afdráttarlausa svar væri ekki í frásögur færandi, nema hvað að hér er farið á svig við úthlutunarreglur húsafriðunarsjóðs, sem er öllum opinn, og það sem meira er, Minjastofnun sjálf fer á svig við eigin stefnu, þar sem úthlutun Minjastofnunar úr sjóðnum fyrir 2013 fer að stærstum hluta (32 milljónir) til „rannsóknarverkefna annarra ríkisstofnana“ eins og forstöðumaðurinn orðaði það. En fimmtán milljónir fara til húsasafns Þjóðminjasafns Íslands og sautján milljónir til bókaverkefnisins Kirkjur Íslands sem nokkrir aðilar standa að, þar á meðal Þjóðminjasafn Íslands. Forstöðumanni Minjastofnunar virðist ekki ljós sú þversögn sem felst í orðum hennar og það sem meira er, virðist ekki átta sig á þeim reglum sem eru í gildi eða hvert hlutverk húsafriðunarnefndar er varðandi úthlutanir úr sjóðnum, en nefndin leggur fram faglegt mat sitt á því hvaða umsóknir skuli styrkja. Á heimasíðu Minjastofnunar er ekki ljóst hvaða verkferlar taka gildi eftir umsögn húsafriðunarnefndar og hvernig forstöðumaður leggur mat á þær tillögur. Það er óskandi að Minjastofnun og forsætisráðuneytið taki þessi mál til alvarlegrar skoðunar, en það nær ekki nokkurri átt að þversagnakenndar geðþóttaákvarðanir forstöðumanns Minjastofnunar ráði alfarið niðurstöðum um úthlutanir úr opinberum sjóði.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun