Mannréttindadómstóllinn í Evrópu tekur skattamál Baugs til meðferðar Stígur Helgason skrifar 23. júní 2013 21:50 Gestur Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur ákveðið að taka til meðferðar skattamál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni, sem Hæstiréttur dæmdi öll í skilorðsbundið fangelsi í febrúar fyrir skattalagabrot í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, sendi fjölmiðlum í kvöld. Jón Ásgeir og Tryggvi, auk fjárfestingafélagsins Gaums, sendu MDE kæru vegna dómsins þar sem þeir töldu að með honum hefði verið brotið á meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð, enda hefðu skattayfirvöld mörgum árum fyrr beitt þá sektum vegna sömu skattalagabrota og þeir voru dæmdir til refsingar fyrir. MDE hefur nú sent ríkisstjórn Íslands bréf þar sem íslenskum stjórnvöldum er gefinn kostur á að setja fram athugasemdir við efni kærunnar og taka afstöðu til þess hvort þau telji málsmeðferðina hafa samrýmst reglunni um bann við tvöfaldri refsimeðferð. Stjórnvöld hafa til 26. september til að svara bréfinu. Í tilkynningu sinni segir Gestur að ef MDE fallist á kröfur kærendanna hefði það „augljóslega víðtækar afleiðingar hér á landi“, enda séu fyrir dómstólum tugir skattamála þar sem hinum ákærðu hafi þegar verið refsað af stjórnvöldum. „Vart er skynsamlegt að halda þessum málum áfram þegar fyrir liggur að Mannréttindadómstóllinn hefur tekið til meðferðar mál sem varðar íslenska refsikerfið í skattamálum,“ segir Gestur. Verði niðurstaðan sú að það kerfi sé andstætt mannréttindasáttmála Evrópu megi ríkið búast við kröfum um endurupptöku fjölda mála, endurgreiðslur og skaðabætur.Tugmilljóna sektir og skilorð vegna tafaHæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi, Tryggva á átján mánaða skilorð og Kristínu á þriggja mánaða skilorð. Þá var Jón Ásgeir auk þess sektaður um 62 milljónir og Tryggvi um 32. Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir að telja ekki fram eigin alls kyns tekjur sem hann hafði meðal annars af kaupréttarsamningum og sölu hlutabréfa, samtals að upphæð 172 milljónir, og að telja ekki fram 19,4 milljónir af launatekjum starfsmanna Baugs. Tryggvi taldi ekki fram tæpar 29 milljónir af eigin tekjum og átta milljónir af launum starfsmanna Baugs. Alls höfðu þeir með þessu tæpar 50 milljónir af ríkinu. Kristín vantaldi 916 milljónir af tekjum Gaums en ekki var talið að ákæruvaldinu hefði tekist að sýna fram á tjón ríkisins af völdum þess. Í dómnum segir að refsing þeirra sé bundin skilorði vegna þess hversu mikill dráttur varð á málsmeðferðinni. Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur ákveðið að taka til meðferðar skattamál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni, sem Hæstiréttur dæmdi öll í skilorðsbundið fangelsi í febrúar fyrir skattalagabrot í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, sendi fjölmiðlum í kvöld. Jón Ásgeir og Tryggvi, auk fjárfestingafélagsins Gaums, sendu MDE kæru vegna dómsins þar sem þeir töldu að með honum hefði verið brotið á meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð, enda hefðu skattayfirvöld mörgum árum fyrr beitt þá sektum vegna sömu skattalagabrota og þeir voru dæmdir til refsingar fyrir. MDE hefur nú sent ríkisstjórn Íslands bréf þar sem íslenskum stjórnvöldum er gefinn kostur á að setja fram athugasemdir við efni kærunnar og taka afstöðu til þess hvort þau telji málsmeðferðina hafa samrýmst reglunni um bann við tvöfaldri refsimeðferð. Stjórnvöld hafa til 26. september til að svara bréfinu. Í tilkynningu sinni segir Gestur að ef MDE fallist á kröfur kærendanna hefði það „augljóslega víðtækar afleiðingar hér á landi“, enda séu fyrir dómstólum tugir skattamála þar sem hinum ákærðu hafi þegar verið refsað af stjórnvöldum. „Vart er skynsamlegt að halda þessum málum áfram þegar fyrir liggur að Mannréttindadómstóllinn hefur tekið til meðferðar mál sem varðar íslenska refsikerfið í skattamálum,“ segir Gestur. Verði niðurstaðan sú að það kerfi sé andstætt mannréttindasáttmála Evrópu megi ríkið búast við kröfum um endurupptöku fjölda mála, endurgreiðslur og skaðabætur.Tugmilljóna sektir og skilorð vegna tafaHæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi, Tryggva á átján mánaða skilorð og Kristínu á þriggja mánaða skilorð. Þá var Jón Ásgeir auk þess sektaður um 62 milljónir og Tryggvi um 32. Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir að telja ekki fram eigin alls kyns tekjur sem hann hafði meðal annars af kaupréttarsamningum og sölu hlutabréfa, samtals að upphæð 172 milljónir, og að telja ekki fram 19,4 milljónir af launatekjum starfsmanna Baugs. Tryggvi taldi ekki fram tæpar 29 milljónir af eigin tekjum og átta milljónir af launum starfsmanna Baugs. Alls höfðu þeir með þessu tæpar 50 milljónir af ríkinu. Kristín vantaldi 916 milljónir af tekjum Gaums en ekki var talið að ákæruvaldinu hefði tekist að sýna fram á tjón ríkisins af völdum þess. Í dómnum segir að refsing þeirra sé bundin skilorði vegna þess hversu mikill dráttur varð á málsmeðferðinni.
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira