700 tilkynningar um töpuð reiðhjól Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. júní 2013 07:00 Meiri líkur eru á að eigandi finni tapað hjól hafi hann skráð hjá sér stellnúmerið. fréttablaðið/anton Um 700 tilkynningar um töpuð reiðhjól bárust til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en um 650 árið þar áður. Árlega endurheimta tíu til þrjátíu manns hjólin sín hjá óskilamunadeild lögreglunnar en um eitt hundrað reiðhjól seljast á hverju ári á uppboði deildarinnar.Telma Glóey Jónsdóttir„Fólk sem hefur tapað hjólinu sínu kemur og leitar að því hjá okkur en það þyrfti að koma oftar. Oft finnst hjólið ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það tapaðist,“ segir Telma Glóey Jónsdóttir, starfsmaður óskilamunadeildarinnar. Hún getur þess að það sé undantekning ef lögreglan er látin vita af því að tapað hjól hafi fundist. Langflest hjólanna sem berast til lögreglunnar eru fullorðinshjól. „Sum eru garmar sem hafa legið lengi úti en önnur eru í mjög góðu ástandi. Það eru meiri líkur á að eigandi finnist ef hann hefur skráð hjá sér stellnúmerið á hjólinu.“ Að sögn Telmu er mikilvægt að hafa sterkan lás á hjólinu og festa það við eitthvað. „Best er að nota lás sem ekki er hægt að klippa í sundur en slíkir lásar eru að vísu dýrir og þungir.“ Samkvæmt könnun sænsku vefsíðunnar Smartson eru lásar úr hertu stáli öruggustu lásarnir. Lásasmiðir voru fengnir til þess að reyna að brjóta upp lása úr vír og hertu stáli og notuðu þeir verkfæri sem talið var að þjófar gætu auðveldlega borið með sér, eins og til dæmis hamar, klippur, sög og skrúfjárn. Lásasmiðirnir voru eina mínútu að klippa í sundur sterkasta víralásinn. Suma gátu þeir strax klippt í sundur. Á vefsíðunni er greint frá því að tryggingafélög geri venjulega kröfu um að lásar séu prófaðir og samþykktir af Stöldskyddsföreningen, óháðum samtökum sem vinna að forvörnum og öryggismálum. Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögunum VÍS, Sjóvá og TM krefjast þau ekki sérstakra lása fyrir reiðhjól, heldur er krafa um að hjólið hafi verið læst. Hjá reiðhjólaversluninni Erninum fengust þær upplýsingar að sala á lásum úr hertu stáli, svokölluðum U-lásum, hafi aukist undanfarin þrjú ár. Um tíu prósent af þeim lásum sem seljast hjá Erninum teljast til öruggra lása sem viðurkenndir eru af tryggingafélögum í nágrannalöndunum. Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Um 700 tilkynningar um töpuð reiðhjól bárust til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en um 650 árið þar áður. Árlega endurheimta tíu til þrjátíu manns hjólin sín hjá óskilamunadeild lögreglunnar en um eitt hundrað reiðhjól seljast á hverju ári á uppboði deildarinnar.Telma Glóey Jónsdóttir„Fólk sem hefur tapað hjólinu sínu kemur og leitar að því hjá okkur en það þyrfti að koma oftar. Oft finnst hjólið ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það tapaðist,“ segir Telma Glóey Jónsdóttir, starfsmaður óskilamunadeildarinnar. Hún getur þess að það sé undantekning ef lögreglan er látin vita af því að tapað hjól hafi fundist. Langflest hjólanna sem berast til lögreglunnar eru fullorðinshjól. „Sum eru garmar sem hafa legið lengi úti en önnur eru í mjög góðu ástandi. Það eru meiri líkur á að eigandi finnist ef hann hefur skráð hjá sér stellnúmerið á hjólinu.“ Að sögn Telmu er mikilvægt að hafa sterkan lás á hjólinu og festa það við eitthvað. „Best er að nota lás sem ekki er hægt að klippa í sundur en slíkir lásar eru að vísu dýrir og þungir.“ Samkvæmt könnun sænsku vefsíðunnar Smartson eru lásar úr hertu stáli öruggustu lásarnir. Lásasmiðir voru fengnir til þess að reyna að brjóta upp lása úr vír og hertu stáli og notuðu þeir verkfæri sem talið var að þjófar gætu auðveldlega borið með sér, eins og til dæmis hamar, klippur, sög og skrúfjárn. Lásasmiðirnir voru eina mínútu að klippa í sundur sterkasta víralásinn. Suma gátu þeir strax klippt í sundur. Á vefsíðunni er greint frá því að tryggingafélög geri venjulega kröfu um að lásar séu prófaðir og samþykktir af Stöldskyddsföreningen, óháðum samtökum sem vinna að forvörnum og öryggismálum. Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögunum VÍS, Sjóvá og TM krefjast þau ekki sérstakra lása fyrir reiðhjól, heldur er krafa um að hjólið hafi verið læst. Hjá reiðhjólaversluninni Erninum fengust þær upplýsingar að sala á lásum úr hertu stáli, svokölluðum U-lásum, hafi aukist undanfarin þrjú ár. Um tíu prósent af þeim lásum sem seljast hjá Erninum teljast til öruggra lása sem viðurkenndir eru af tryggingafélögum í nágrannalöndunum.
Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira