Merkur stjórnmálamaður og ríkisstjórn kveðja Margrét S. Björnsdóttir skrifar 23. maí 2013 06:00 Árið 2009 lét Jóhanna Sigurðardóttir undan þrábeiðni forystu Samfylkingarinnar og tók við tröllauknustu viðfangsefnum stjórnmála lýðveldistímans. Til hennar var leitað vegna heiðarleika hennar, heilinda og árangurs í þágu jafnaðarstefnunnar með annálaðri vinnusemi. Aldrei hafði fallið skuggi spillingar á hennar störf, hvorki í smáu né stóru. Eftir myndun ríkisstjórnarinnar fylgdumst við síðan með úr návígi, hvernig hún unni sér ekki hvíldar í einbeittri baráttu fyrir betra Íslandi og betri kjörum tekjulágra. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna glímdi við fordæmalaus úrlausnarefni eftir gjaldþrot og spillingu 12 ára helmingaskiptastjórnarfars Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það er sorglegt að þeim síðarnefndu skuli nú falin stjórn landsins, en vinstri- og umbótasinnar séu margklofnir.Ótrúlegur fjöldi umbóta Mestur kraftur ríkisstjórnarinnar fór í að ná tökum á efnahags- og ríkisfjármálum og árangur vannst sem enginn deilir um nema pólitískir andstæðingar. Samhliða náðist fram fjöldi mikilvægra umbóta. Jóhanna Sigurðardóttir var þar auðvitað ekki ein að verki, en það skiptir máli hver veitir forystu og það gerði hún sannarlega í traustu samstarfi við Steingrím J. Sigfússon, ráðherra og þingmenn flokkanna: Jöfnuður jókst með breyttri skattastefnu og er orðinn mestur innan OECD. Barna- og vaxtabætur voru stórhækkaðar, sem er lykilatriði fyrir tekjulága. Eftir áratuga hirðuleysi verða tannlækningar barna ókeypis. Börn fátæks fólks fara ekki lengur brennimerkt skemmdum tönnum út í lífið. Barnasáttmáli SÞ fékk loks lagagildi. Sjálfstæði Palestínu viðurkennt. Sanngirnisbætur til fórnarlamba ofbeldis á upptökuheimilum loks greiddar, of seint fyrir of marga sem látnir voru, langt um aldur fram. Kaupmáttur námslána var hækkaður um 10,7%. Illræmd eftirlaunalög afnumin. Útgerðir greiða nú loks auðlindarentu til þjóðarinnar. Rammaáætlun, lög um náttúruvernd og dýravelferð samþykkt. Vændiskaup bönnuð og aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi stórauknar. Hlutur kvenna í ríkisstjórn og æðstu embættum jafnaður, lög sett um jafnan hlut kynja í stjórnum fyrirtækja. Stjórnsýslan gerð skilvirkari með fækkun ráðuneyta og stofnana, og upplýsingaskylda þeirra stóraukin. Enginn flokksgæðingur ráðinn sendiherra. Pólitískum ráðningum dómara úthýst með nýjum lögum og fagnefndir notaðar við ráðningu æðstu embættismanna í stað pólitískrar handstýringar. Framtíðarstefnumótun var heldur ekki vanrækt: ESB umsóknin, Ísland2020 áætlunin og Samráðsvettvangur um aukna hagsæld setti fram hundruð umbótatillagna vorið 2013. Við þökkum Jóhönnu hennar mikla starf á löngum stjórnmálaferli. En hún er bara sjötug, með mikið starfsþrek og næg verkefni fram undan hjá okkur jafnaðarmönnum. Ég hlakka til samstarfs við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Árið 2009 lét Jóhanna Sigurðardóttir undan þrábeiðni forystu Samfylkingarinnar og tók við tröllauknustu viðfangsefnum stjórnmála lýðveldistímans. Til hennar var leitað vegna heiðarleika hennar, heilinda og árangurs í þágu jafnaðarstefnunnar með annálaðri vinnusemi. Aldrei hafði fallið skuggi spillingar á hennar störf, hvorki í smáu né stóru. Eftir myndun ríkisstjórnarinnar fylgdumst við síðan með úr návígi, hvernig hún unni sér ekki hvíldar í einbeittri baráttu fyrir betra Íslandi og betri kjörum tekjulágra. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna glímdi við fordæmalaus úrlausnarefni eftir gjaldþrot og spillingu 12 ára helmingaskiptastjórnarfars Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það er sorglegt að þeim síðarnefndu skuli nú falin stjórn landsins, en vinstri- og umbótasinnar séu margklofnir.Ótrúlegur fjöldi umbóta Mestur kraftur ríkisstjórnarinnar fór í að ná tökum á efnahags- og ríkisfjármálum og árangur vannst sem enginn deilir um nema pólitískir andstæðingar. Samhliða náðist fram fjöldi mikilvægra umbóta. Jóhanna Sigurðardóttir var þar auðvitað ekki ein að verki, en það skiptir máli hver veitir forystu og það gerði hún sannarlega í traustu samstarfi við Steingrím J. Sigfússon, ráðherra og þingmenn flokkanna: Jöfnuður jókst með breyttri skattastefnu og er orðinn mestur innan OECD. Barna- og vaxtabætur voru stórhækkaðar, sem er lykilatriði fyrir tekjulága. Eftir áratuga hirðuleysi verða tannlækningar barna ókeypis. Börn fátæks fólks fara ekki lengur brennimerkt skemmdum tönnum út í lífið. Barnasáttmáli SÞ fékk loks lagagildi. Sjálfstæði Palestínu viðurkennt. Sanngirnisbætur til fórnarlamba ofbeldis á upptökuheimilum loks greiddar, of seint fyrir of marga sem látnir voru, langt um aldur fram. Kaupmáttur námslána var hækkaður um 10,7%. Illræmd eftirlaunalög afnumin. Útgerðir greiða nú loks auðlindarentu til þjóðarinnar. Rammaáætlun, lög um náttúruvernd og dýravelferð samþykkt. Vændiskaup bönnuð og aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi stórauknar. Hlutur kvenna í ríkisstjórn og æðstu embættum jafnaður, lög sett um jafnan hlut kynja í stjórnum fyrirtækja. Stjórnsýslan gerð skilvirkari með fækkun ráðuneyta og stofnana, og upplýsingaskylda þeirra stóraukin. Enginn flokksgæðingur ráðinn sendiherra. Pólitískum ráðningum dómara úthýst með nýjum lögum og fagnefndir notaðar við ráðningu æðstu embættismanna í stað pólitískrar handstýringar. Framtíðarstefnumótun var heldur ekki vanrækt: ESB umsóknin, Ísland2020 áætlunin og Samráðsvettvangur um aukna hagsæld setti fram hundruð umbótatillagna vorið 2013. Við þökkum Jóhönnu hennar mikla starf á löngum stjórnmálaferli. En hún er bara sjötug, með mikið starfsþrek og næg verkefni fram undan hjá okkur jafnaðarmönnum. Ég hlakka til samstarfs við hana.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar