Þvingur, lím og stærðfræðijöfnur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 16. maí 2013 07:00 Ein mesta meinsemd menntakerfis Íslendinga er hversu fáir nemendur velja starfs- og iðnnám. Félög atvinnurekanda hafa svo oft kallað á umbætur án þess að því hafi verið svarað að skömm er að. Ríki og sveitarfélög hafa ekki margar afsakanir fyrir skorti á umbótum því raunin er að í kreppu sem góðæri hefur einmitt verið skorið við nögl í þeim fögum grunnskóla sem kynna iðngreinar fyrir nemendum. Alltaf virðist samt hægt að bæta við bóknámsfögum. Í mörg ár hefur atvinnulífið þurft á að halda miklu fleira iðn- og starfsmenntuðu fólki en menntakerfið skilar frá sér. Samkvæmt nýrri menntakönnun Samtaka atvinnulífisins og aðildarfélaga má áætla að fyrirtæki landsins þurfi 4.500-7.000 starfsmenn með iðn- og starfsmenntun á næstu þremur árum. Alls hyggjast 46% fyrirtækja bæta við sig starfsmanni með iðn- eða starfsmenntun á næstu tólf mánuðum. Um 1.000-1.500 einstaklingar útskrifast árlega með sveinspróf og/eða starfsmenntun. Sá fjöldi sem útskrifast árlega stemmir engan veginn við þann fjölda sem iðn- og tæknifyrirtæki þarfnast. Í ofanálag hefur hlutfall þeirra sem fara í iðn- og starfsnám lækkað talsvert undanfarin ár. Á sama tíma hefja mun fleiri nám við bóknámsbrautir framhaldsskóla heldur en ljúka. Meðalaldur er mun hærri hjá þeim nemum sem fara í iðn-og starfsnám heldur en bóknám sem bendir til þess að iðn- og starfsnám sé ekki fyrsta val nemenda. Bóknám fyrst? Vandinn er margþættur en okkur ber fyrst og fremst að horfa til þess að rannsóknir hafa sýnt að viðhorf foreldra og samfélagsins er einn mikilvægasti þátturinn í ákvörðun um námsval. Mun meiri líkur eru á því að nemandi hrekist frá skóla ef foreldrarnir styðja hann ekki í námi og námsvali. Við foreldrar verðum að líta í eigin barm. Getur verið að viðhorf okkar foreldra sé að það sé betra að reyna fyrst við bóknám því það megi alltaf fara í annað nám að loknu stúdentsprófi? Viðhorf foreldra til starfa í iðnaði hefur bein áhrif á hvaða framtíðarnám börnin sjá fyrir sér. Foreldrar þurfa að átta sig á því að það getur verið dýrkeypt að hlusta ekki vel á val og óskir unglingsins þegar starfs- og námsval er annars vegar. Það getur kostað brotthvarf úr námi og neikvæða reynslu af skólakerfinu. Margar leiðir Tengingar á milli bóknáms- og iðnnámsfaga strax á miðstigi grunnskóla eru mikilvægar. Dæmi um þetta væri textílkennari og stærðfræðikennari sem settust niður og byggju til verkefni fyrir nemendur sem krefðist þess að þeir notuðu þær aðferðir sem unnið væri með á miðstigi í báðum fögum. Börnin kynnast á þennan hátt að það er ekkert annað hvort eða í list- og verkgreinum. Þekking og kunnátta í báðum fögum nýtist þeim best til þess að skila góðri vinnu. Náms- og starfsráðgjöf verður að efla. Ef hún er kynnt til leiks nægilega snemma, t.d. við lok miðstigs grunnskóla, með áhugasviðskönnunum og greiningu á styrkleikum nemenda, er hægt að kynna þá þegar fyrir nemendum spennandi leiðir í náms- og starfsvali. Mikilvægt er að foreldrar fái líka aðkomu að þeirri vinnu, bæði til að heyra um væntingar og styrkleika barnsins og til að veita skólanum stuðning við kynningu á ólíkum störfum. Samræmd próf í iðngreinum Margar hugmyndir eru til um umbætur og sumar hafa verið prófaðar. Lítil myndbönd um störf í ólíkum fyrirtækjum geta kynnt fjölbreytt störf á skemmtilegan hátt. Verkfærakistur fyrir iðn- og starfsgreinar á yngstu stigum gætu gert börnum kleift að kynnast ólíkum störfum. Samstarf grunnskóla og framhaldsskóla um að sýna nemendum á unglingastigi þær fjölmörgu brautir sem eru í boði hefur reynst vel hjá Reykjavíkurborg. Skólastofur „á ferð“ fyrir iðngreinar sem erfitt er að kynna í grunnskólum er gömul og góð hugmynd sem þarf að ýta úr vör. Þrátt fyrir góðan vilja og fjölmargar hugmyndir er því miður minna um efndir. Eitt það mikilvægasta væri að yfirvöld menntamála viðurkenndu iðnnám sem jafn mikilvæga menntun og bóknámsfögin og prófuðu samræmt í iðnnámi. Það þarf ekki að vera flókið að hanna samræmt könnunarpróf í fagi sem krefst þess af nemendum að prófstykki sé skilað. Líkur eru á að samræming á slíku verkefni á landsvísu krefðist mikillar og góðrar þekkingar í nær öllum fögum. Með slíku prófstykki sæju allir að bóknám og iðnám eru ekki andstæðir pólar. Að endingu snýst þetta um viðhorf. Viðhorf stjórnmálamanna til að fjármagna fjölbreyttari námstækifæri. Viðhorf foreldra til að sjá þau spennandi, kröfuhörðu og fjölbreyttu störf sem finnast í iðnaði. Og viðhorf kennara til að tengja saman verkefni með skrúfum, gráðuboga, lími og Íslandssögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun
Ein mesta meinsemd menntakerfis Íslendinga er hversu fáir nemendur velja starfs- og iðnnám. Félög atvinnurekanda hafa svo oft kallað á umbætur án þess að því hafi verið svarað að skömm er að. Ríki og sveitarfélög hafa ekki margar afsakanir fyrir skorti á umbótum því raunin er að í kreppu sem góðæri hefur einmitt verið skorið við nögl í þeim fögum grunnskóla sem kynna iðngreinar fyrir nemendum. Alltaf virðist samt hægt að bæta við bóknámsfögum. Í mörg ár hefur atvinnulífið þurft á að halda miklu fleira iðn- og starfsmenntuðu fólki en menntakerfið skilar frá sér. Samkvæmt nýrri menntakönnun Samtaka atvinnulífisins og aðildarfélaga má áætla að fyrirtæki landsins þurfi 4.500-7.000 starfsmenn með iðn- og starfsmenntun á næstu þremur árum. Alls hyggjast 46% fyrirtækja bæta við sig starfsmanni með iðn- eða starfsmenntun á næstu tólf mánuðum. Um 1.000-1.500 einstaklingar útskrifast árlega með sveinspróf og/eða starfsmenntun. Sá fjöldi sem útskrifast árlega stemmir engan veginn við þann fjölda sem iðn- og tæknifyrirtæki þarfnast. Í ofanálag hefur hlutfall þeirra sem fara í iðn- og starfsnám lækkað talsvert undanfarin ár. Á sama tíma hefja mun fleiri nám við bóknámsbrautir framhaldsskóla heldur en ljúka. Meðalaldur er mun hærri hjá þeim nemum sem fara í iðn-og starfsnám heldur en bóknám sem bendir til þess að iðn- og starfsnám sé ekki fyrsta val nemenda. Bóknám fyrst? Vandinn er margþættur en okkur ber fyrst og fremst að horfa til þess að rannsóknir hafa sýnt að viðhorf foreldra og samfélagsins er einn mikilvægasti þátturinn í ákvörðun um námsval. Mun meiri líkur eru á því að nemandi hrekist frá skóla ef foreldrarnir styðja hann ekki í námi og námsvali. Við foreldrar verðum að líta í eigin barm. Getur verið að viðhorf okkar foreldra sé að það sé betra að reyna fyrst við bóknám því það megi alltaf fara í annað nám að loknu stúdentsprófi? Viðhorf foreldra til starfa í iðnaði hefur bein áhrif á hvaða framtíðarnám börnin sjá fyrir sér. Foreldrar þurfa að átta sig á því að það getur verið dýrkeypt að hlusta ekki vel á val og óskir unglingsins þegar starfs- og námsval er annars vegar. Það getur kostað brotthvarf úr námi og neikvæða reynslu af skólakerfinu. Margar leiðir Tengingar á milli bóknáms- og iðnnámsfaga strax á miðstigi grunnskóla eru mikilvægar. Dæmi um þetta væri textílkennari og stærðfræðikennari sem settust niður og byggju til verkefni fyrir nemendur sem krefðist þess að þeir notuðu þær aðferðir sem unnið væri með á miðstigi í báðum fögum. Börnin kynnast á þennan hátt að það er ekkert annað hvort eða í list- og verkgreinum. Þekking og kunnátta í báðum fögum nýtist þeim best til þess að skila góðri vinnu. Náms- og starfsráðgjöf verður að efla. Ef hún er kynnt til leiks nægilega snemma, t.d. við lok miðstigs grunnskóla, með áhugasviðskönnunum og greiningu á styrkleikum nemenda, er hægt að kynna þá þegar fyrir nemendum spennandi leiðir í náms- og starfsvali. Mikilvægt er að foreldrar fái líka aðkomu að þeirri vinnu, bæði til að heyra um væntingar og styrkleika barnsins og til að veita skólanum stuðning við kynningu á ólíkum störfum. Samræmd próf í iðngreinum Margar hugmyndir eru til um umbætur og sumar hafa verið prófaðar. Lítil myndbönd um störf í ólíkum fyrirtækjum geta kynnt fjölbreytt störf á skemmtilegan hátt. Verkfærakistur fyrir iðn- og starfsgreinar á yngstu stigum gætu gert börnum kleift að kynnast ólíkum störfum. Samstarf grunnskóla og framhaldsskóla um að sýna nemendum á unglingastigi þær fjölmörgu brautir sem eru í boði hefur reynst vel hjá Reykjavíkurborg. Skólastofur „á ferð“ fyrir iðngreinar sem erfitt er að kynna í grunnskólum er gömul og góð hugmynd sem þarf að ýta úr vör. Þrátt fyrir góðan vilja og fjölmargar hugmyndir er því miður minna um efndir. Eitt það mikilvægasta væri að yfirvöld menntamála viðurkenndu iðnnám sem jafn mikilvæga menntun og bóknámsfögin og prófuðu samræmt í iðnnámi. Það þarf ekki að vera flókið að hanna samræmt könnunarpróf í fagi sem krefst þess af nemendum að prófstykki sé skilað. Líkur eru á að samræming á slíku verkefni á landsvísu krefðist mikillar og góðrar þekkingar í nær öllum fögum. Með slíku prófstykki sæju allir að bóknám og iðnám eru ekki andstæðir pólar. Að endingu snýst þetta um viðhorf. Viðhorf stjórnmálamanna til að fjármagna fjölbreyttari námstækifæri. Viðhorf foreldra til að sjá þau spennandi, kröfuhörðu og fjölbreyttu störf sem finnast í iðnaði. Og viðhorf kennara til að tengja saman verkefni með skrúfum, gráðuboga, lími og Íslandssögu.