Gullnir dagar í Safamýrinni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 7. maí 2013 07:00 Mynd/Valli Einar Jónsson þjálfari Fram sveif á skýi eftir sigurinn á Haukum í gær. Hann hafði fengið silfur fimm ár í röð með kvennalið félagsins og var staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig nú þegar hann yfirgefur félagið. „Þetta rétt slapp fyrir horn. Þetta er ótrúleg tilfinning og ótrúlega gaman. Ég held að við höfum átt þetta skilið. Þetta var svakaleg barátta,“ sagði Einar skömmu eftir að hafa fengið gullpeninginn um hálsinn.Tíundi titilinn hjá Fram „Haukar eru með frábært lið og frábæran þjálfara sem ég ber mikla virðingu fyrir og gaman að kljást við. Við unnum og erum besta lið á Íslandi í dag.“ Framarar fögnuðu þarna Íslandsmeistaratitlinum annan daginn í röð því stelpurnar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 23 ár á sunnudaginn. Framkarlarnir fylgdu því eftir með því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sjö ár en þetta er tíuundi Íslandsmeistaratitill félagsins í karlaflokki. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik 14-7. Magnús Erlendsson varði 65 prósent skota Haukanna í fyrri hálfleik og Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk úr 8 skotum í hálfleiknum.Frábærir í fyrri hálfleiknum „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik, nánast óaðfinnanlega. Ég átti svo sem von á því að við myndum ekki spila eins vel í seinni hálfleik en þetta hafðist og ég nenni ekki að spá í það hvernig seinni hálfleikurinn var. Haukar voru í bölvuðum vandræðum með að skora allan leikinn og á meðan leit þetta þokkalega út,“ sagði Einar. Fram var spáð sjötta sætinu fyrir tímabilið og er því óhætt að segja að liðið hafi komið verulega á óvart í vetur. „Okkur var spáð fallbaráttu og okkar fyrsta markmið var að falla ekki um deild. Svo fór að glitta í úrslitakeppni eftir áramót og við náðum upp mjög góðum leik og takti og sjálfstrausti í okkar leik. Við töpuðum örfáum leikjum og erum heilsteyptir í okkar leik og það skilaði þessu sem menn sjá í dag,“ sagði Einar sem er á leiðinni út í þjálfun.Kveður liðið með titli „Það er algjörlega frábært að kveðja liðið með titli. Þetta hefur verið frábær vetur og frábær ár undanfarið hér í Fram. Ég er stoltur að hafa fengið að starfa hérna og þakklátur. Það er gaman að enda þetta á þessum nótum. Það gæti ekki verið betra,“ sagði Einar sem kveður félagið sáttur. „Ég var og er bærilega sáttur við mitt starf hér undanfarin ár og þó það hafi ekki skilað Íslandsmeistaratitlum þá höfum við verið nálægt því og auðvitað hefði verið svekkjandi að ná því ekki núna en að sama skapi er það ennþá skemmtilegra að ná því þegar maður er kveðja,“ sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira
Einar Jónsson þjálfari Fram sveif á skýi eftir sigurinn á Haukum í gær. Hann hafði fengið silfur fimm ár í röð með kvennalið félagsins og var staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig nú þegar hann yfirgefur félagið. „Þetta rétt slapp fyrir horn. Þetta er ótrúleg tilfinning og ótrúlega gaman. Ég held að við höfum átt þetta skilið. Þetta var svakaleg barátta,“ sagði Einar skömmu eftir að hafa fengið gullpeninginn um hálsinn.Tíundi titilinn hjá Fram „Haukar eru með frábært lið og frábæran þjálfara sem ég ber mikla virðingu fyrir og gaman að kljást við. Við unnum og erum besta lið á Íslandi í dag.“ Framarar fögnuðu þarna Íslandsmeistaratitlinum annan daginn í röð því stelpurnar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 23 ár á sunnudaginn. Framkarlarnir fylgdu því eftir með því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sjö ár en þetta er tíuundi Íslandsmeistaratitill félagsins í karlaflokki. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik 14-7. Magnús Erlendsson varði 65 prósent skota Haukanna í fyrri hálfleik og Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk úr 8 skotum í hálfleiknum.Frábærir í fyrri hálfleiknum „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik, nánast óaðfinnanlega. Ég átti svo sem von á því að við myndum ekki spila eins vel í seinni hálfleik en þetta hafðist og ég nenni ekki að spá í það hvernig seinni hálfleikurinn var. Haukar voru í bölvuðum vandræðum með að skora allan leikinn og á meðan leit þetta þokkalega út,“ sagði Einar. Fram var spáð sjötta sætinu fyrir tímabilið og er því óhætt að segja að liðið hafi komið verulega á óvart í vetur. „Okkur var spáð fallbaráttu og okkar fyrsta markmið var að falla ekki um deild. Svo fór að glitta í úrslitakeppni eftir áramót og við náðum upp mjög góðum leik og takti og sjálfstrausti í okkar leik. Við töpuðum örfáum leikjum og erum heilsteyptir í okkar leik og það skilaði þessu sem menn sjá í dag,“ sagði Einar sem er á leiðinni út í þjálfun.Kveður liðið með titli „Það er algjörlega frábært að kveðja liðið með titli. Þetta hefur verið frábær vetur og frábær ár undanfarið hér í Fram. Ég er stoltur að hafa fengið að starfa hérna og þakklátur. Það er gaman að enda þetta á þessum nótum. Það gæti ekki verið betra,“ sagði Einar sem kveður félagið sáttur. „Ég var og er bærilega sáttur við mitt starf hér undanfarin ár og þó það hafi ekki skilað Íslandsmeistaratitlum þá höfum við verið nálægt því og auðvitað hefði verið svekkjandi að ná því ekki núna en að sama skapi er það ennþá skemmtilegra að ná því þegar maður er kveðja,“ sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira