Stjórnmálaskoðanir Pírata: tittlingaskítur Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 19. apríl 2013 07:00 Píratar eru nýtt stjórnmálaafl sem ætlar sér nýjan sess í íslenskum stjórnmálum. Það er því eðlilegt að fólk vilji fræðast um þá sem fara þar fyrir í kjördæmunum. Lítið fer fyrir stefnu Pírata að öðru leyti en því að þeir vilja frelsi á Internetinu. Persónulega kannast ég ekki við ófrelsi á Internetinu. Ég get náð í allt efni sem þar er birt og ég get sett á Internetið það sem ég vil. Ég tel það því frekar dýrt fyrir skattgreiðendur ef þeir þurfa að kosta um eitt til tvö hundruð milljónum á ári fyrir þingmenn sem eru að berjast fyrir frelsi á Íslandi sem nú þegar er til staðar. Ekki verður séð að Píratar berjist almennt fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi. Skoðanir hinna sem Píratar telja óheppilegar fyrir Pírata eru kallaðar árásir eða jafnvel skömm. Svona orðbragð í tilsvörum er auðvitað skoðanakúgun. Ekki veitir af stjórnmálaafli sem berst gegn forræðis- og leyndarhyggju. Vinstri stjórnin sem hefur verið við völd hélt leyndu því ferli sem fór af stað með samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, eignarhaldi bankanna, stöðu bankanna og ýmsu sem lýtur að gjaldeyris- og skuldamálum. Vissulega þarf að breyta vinnubrögðum í stjórnsýslunni og skattgreiðendur eiga að hafa aðgang að því hvernig skatttekjum er varið. Þetta er þó til staðar að því leyti að allir hafa aðgang að fjárlögum en þar má rannsaka hvernig fjármunum ýmissa stofnanna er varið. Það mætti þó hafa meiri sundurliðun í þessum upplýsingum. Það sem ég hef talið vera til vansa í stjórnsýslunni er ábyrgðarleysi einstaklinga. Ég vakti á því athygli fyrir stuttu að ríkinu er gert að greiða 249 milljónir fyrir ákvörðun sem stóðst ekki lög. Ekki kom fram hver tók þessa ákvörðun. En þessi afglöp voru framin í tíð Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks. Þegar ég hlusta á málflutning Pírata um upplýsingafrelsi dettur mér því stundum í hug að upplýsingaskortur þeirra stafi af því að þeir viti ekki hvar eigi að leita sér upplýsinga. Það að vita ekki hvar eigi að leita upplýsinga kallast þekkingarskortur en ekki upplýsingaskortur. Í nútímasamfélagi skortir ekki upplýsingar heldur fremur þekkingu til þess að vinna úr þeim. Það sem þarf til þess að auka aðgang að upplýsingum er því aukin þekking, ekki eingöngu í að nálgast þær heldur einnig í að setja þær fram. Upplýsingarnar sem lágu til grundvallar Icesave-dómnum voru t.d. alltaf til staðar fyrir þá sem kunnu að leita þeirra. Það mátti því vera ljóst frá upphafi að Íslendingar myndu vinna þetta mál fyrir dómi. Lítið var fjallað um þetta í fjölmiðlum og velti ég því fyrir mér hvort fjölmiðlamenn hafi ekki nægilega þekkingu til þess að afla sér upplýsinga eða hvort pólitískar ástæður hafi verið að baki. Hvort tveggja er jafn slæmt í fjölmiðlun. Píratar vilja ekki að rætt sé um stjórnmálaskoðanir fólks í forystunni. Pistlaskrif Jón Þórs Ólafssonar bera vott um áherslur í kvenfrelsismálum þar sem hann gerir konuna ábyrga fyrir heimilisfriðnum og telur að sjálfstæðir karlar eigi að leita sér konu sem rífst ekki út af húsverkum. Hann segir nokkurn veginn í pistlinum að það sé undir auðmýkt konunnar komið að börn skaðist ekki í uppeldinu. Einnig hefur hann birt skrif sem hafa verið túlkuð sem afneitun á umhverfisáhrifum af mannavöldum. Ég ætla ekki að gagnrýna Jón Þór fyrir að hafa svona skoðanir og ég vil ekki draga úr gildi þeirra þótt pistlarnir hafi ekki verið skrifaðir í gær. Ég tel hins vegar eðlilegt að þessar áherslur í skoðun á samfélaginu liggi fyrir þótt það sé pírötum ekki að skapi að fjallað sé um að í forystu þeirra er fólk sem er mjög til hægri t.d. í umhverfis- og kvenfrelsismálum. Sumir vilja kalla þetta hægri anarkisma. Stjórnmálamenn haf misnotað sér vald sitt til þess að setja reglur í samfélaginu og oft á tíðum notað þetta vald til þess að setja reglur sem hafa gert liðsmenn þeirra auðuga og hafa stolið valdinu frá almenningi með lagasetningu. Krafa kjósenda ætti að vera nú fyrir kosningar að stjórnmálaflokkar útskýri hvar þeir standa í mikilvægum málefnum þjóðarinnar. Svo sem frelsi einstaklinga til þess að bjóða sig fram á þing en lögin um þetta atriði brjóta í bága við stjórnarskrána. Viðhorf til stóriðju, viðhorf til kvenfrelsis og almennt til mannréttindamála. Viðhorf til kvótakerfis, viðhorf til spillingar í stjórnmálum og stjórnsýslu. Peningamálastefna og stefna um eignarhald bankanna. Viðhorf til frelsis einstaklinga til þátttöku í atvinnurekstri og stjórnmálum. Samfélagið eins og það er í dag sem afrakstur af valdatíð spilltra stjórnmálamanna er frekar vont og menning hefur skapast um kúgun og ofsóknir. Hvaða flokkar bjóða betur í þessum efnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Píratar eru nýtt stjórnmálaafl sem ætlar sér nýjan sess í íslenskum stjórnmálum. Það er því eðlilegt að fólk vilji fræðast um þá sem fara þar fyrir í kjördæmunum. Lítið fer fyrir stefnu Pírata að öðru leyti en því að þeir vilja frelsi á Internetinu. Persónulega kannast ég ekki við ófrelsi á Internetinu. Ég get náð í allt efni sem þar er birt og ég get sett á Internetið það sem ég vil. Ég tel það því frekar dýrt fyrir skattgreiðendur ef þeir þurfa að kosta um eitt til tvö hundruð milljónum á ári fyrir þingmenn sem eru að berjast fyrir frelsi á Íslandi sem nú þegar er til staðar. Ekki verður séð að Píratar berjist almennt fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi. Skoðanir hinna sem Píratar telja óheppilegar fyrir Pírata eru kallaðar árásir eða jafnvel skömm. Svona orðbragð í tilsvörum er auðvitað skoðanakúgun. Ekki veitir af stjórnmálaafli sem berst gegn forræðis- og leyndarhyggju. Vinstri stjórnin sem hefur verið við völd hélt leyndu því ferli sem fór af stað með samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, eignarhaldi bankanna, stöðu bankanna og ýmsu sem lýtur að gjaldeyris- og skuldamálum. Vissulega þarf að breyta vinnubrögðum í stjórnsýslunni og skattgreiðendur eiga að hafa aðgang að því hvernig skatttekjum er varið. Þetta er þó til staðar að því leyti að allir hafa aðgang að fjárlögum en þar má rannsaka hvernig fjármunum ýmissa stofnanna er varið. Það mætti þó hafa meiri sundurliðun í þessum upplýsingum. Það sem ég hef talið vera til vansa í stjórnsýslunni er ábyrgðarleysi einstaklinga. Ég vakti á því athygli fyrir stuttu að ríkinu er gert að greiða 249 milljónir fyrir ákvörðun sem stóðst ekki lög. Ekki kom fram hver tók þessa ákvörðun. En þessi afglöp voru framin í tíð Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks. Þegar ég hlusta á málflutning Pírata um upplýsingafrelsi dettur mér því stundum í hug að upplýsingaskortur þeirra stafi af því að þeir viti ekki hvar eigi að leita sér upplýsinga. Það að vita ekki hvar eigi að leita upplýsinga kallast þekkingarskortur en ekki upplýsingaskortur. Í nútímasamfélagi skortir ekki upplýsingar heldur fremur þekkingu til þess að vinna úr þeim. Það sem þarf til þess að auka aðgang að upplýsingum er því aukin þekking, ekki eingöngu í að nálgast þær heldur einnig í að setja þær fram. Upplýsingarnar sem lágu til grundvallar Icesave-dómnum voru t.d. alltaf til staðar fyrir þá sem kunnu að leita þeirra. Það mátti því vera ljóst frá upphafi að Íslendingar myndu vinna þetta mál fyrir dómi. Lítið var fjallað um þetta í fjölmiðlum og velti ég því fyrir mér hvort fjölmiðlamenn hafi ekki nægilega þekkingu til þess að afla sér upplýsinga eða hvort pólitískar ástæður hafi verið að baki. Hvort tveggja er jafn slæmt í fjölmiðlun. Píratar vilja ekki að rætt sé um stjórnmálaskoðanir fólks í forystunni. Pistlaskrif Jón Þórs Ólafssonar bera vott um áherslur í kvenfrelsismálum þar sem hann gerir konuna ábyrga fyrir heimilisfriðnum og telur að sjálfstæðir karlar eigi að leita sér konu sem rífst ekki út af húsverkum. Hann segir nokkurn veginn í pistlinum að það sé undir auðmýkt konunnar komið að börn skaðist ekki í uppeldinu. Einnig hefur hann birt skrif sem hafa verið túlkuð sem afneitun á umhverfisáhrifum af mannavöldum. Ég ætla ekki að gagnrýna Jón Þór fyrir að hafa svona skoðanir og ég vil ekki draga úr gildi þeirra þótt pistlarnir hafi ekki verið skrifaðir í gær. Ég tel hins vegar eðlilegt að þessar áherslur í skoðun á samfélaginu liggi fyrir þótt það sé pírötum ekki að skapi að fjallað sé um að í forystu þeirra er fólk sem er mjög til hægri t.d. í umhverfis- og kvenfrelsismálum. Sumir vilja kalla þetta hægri anarkisma. Stjórnmálamenn haf misnotað sér vald sitt til þess að setja reglur í samfélaginu og oft á tíðum notað þetta vald til þess að setja reglur sem hafa gert liðsmenn þeirra auðuga og hafa stolið valdinu frá almenningi með lagasetningu. Krafa kjósenda ætti að vera nú fyrir kosningar að stjórnmálaflokkar útskýri hvar þeir standa í mikilvægum málefnum þjóðarinnar. Svo sem frelsi einstaklinga til þess að bjóða sig fram á þing en lögin um þetta atriði brjóta í bága við stjórnarskrána. Viðhorf til stóriðju, viðhorf til kvenfrelsis og almennt til mannréttindamála. Viðhorf til kvótakerfis, viðhorf til spillingar í stjórnmálum og stjórnsýslu. Peningamálastefna og stefna um eignarhald bankanna. Viðhorf til frelsis einstaklinga til þátttöku í atvinnurekstri og stjórnmálum. Samfélagið eins og það er í dag sem afrakstur af valdatíð spilltra stjórnmálamanna er frekar vont og menning hefur skapast um kúgun og ofsóknir. Hvaða flokkar bjóða betur í þessum efnum?
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar