Íslenskur vefhönnuður meðal þeirra fremstu í heimi 15. apríl 2013 14:00 Haraldur Þorleifsson er tilnefndur í tveimur flokkum á hinum alþjóðlegu og virtu Webby-vefverðlaunum. Hann segir tilnefningarnar mikinn heiður. Fréttablaðið/GVA „Þetta kom mikið á óvart og er mér mikill heiður,“ segir Haraldur Þorleifsson vefhönnuður sem tilnefndur er til Webby-verðlaunanna í tveimur flokkum. Verðlaunin eru þau virtustu innan vefheimsins. „Svona Óskarsverðlaun nördanna,“ bætir Haraldur við kíminn. Haraldur lauk BA-gráðu í heimspeki og viðskiptafræði og stefndi á að klára meistaragráðu í hagfræði en lauk ekki prófi. „Ég var á þeim tíma farinn að vinna sem grafískur hönnuður með náminu og að endingu varð það ofan á.“ Haraldur, sem er sjálfstætt starfandi, hefur á nokkrum árum skapað sér sess á meðal fremstu vefhönnuða í heiminum. Á ferli sínum hefur hann unnið fyrir Microsoft, Motorola og nú síðast Google við hönnun kynningarsíðu fyrir Google maps. Fyrir þá vinnu hlaut hann tilnefningarnar. Haraldur er nýkominn heim ásamt konu sinni og ungri dóttur eftir sex mánaða búsetu í Japan. Fjölskyldan býr nú í Vesturbænum en mun að sögn Haralds ekki koma til með að stoppa lengi þar sem fyrirhugaðir eru flutningar til Berlínar um mánaðamótin. „Við erum svo heppin að ég get unnið mína vinnu hvar sem er í heiminum og konan mín er enn þá í fæðingarorlofi auk þess sem hún er myndlistakona. Okkur langar því að nota tækifærið og prófa okkur áfram í að búa víðs vegar um heiminn. Við ætlum að vera í Berlín í hálft ár og flytja svo til Suður-Ameríku með haustinu.“ Hægt er að kjósa Harald og síðuna hans, morethanamap.com, og auka þar með möguleika hans á verðlaunum, hér á vefsíðu Webby-verðlaunanna. Hann er tilnefndur í flokkunum "Corporate Communacations" og "Best Navigation/Structure". Webby-verðlauninHægt er að kjósa Harald og síðuna hans á Webbyawards.com.Webby-verðlaunin eru ein stærstu og virtustu verðlaun sem veitt eru á sviði margmiðlunar í heiminum.Verðlaunin eru oft kölluð Óskarsverðlaun internetsins. Verðlaunin eru veitt í mörgum flokkum, allt frá vefsíðuhönnun til tónlistarmyndbanda. Aðeins einum Íslendingi hefur hlotnast sá heiður að vinna til verðlaunanna en Björk Guðmundsdóttir var heiðruð sem listamaður ársins 2011. Webby-verðlaunin hafa verið veitt síðan 1995 og eru haldin hátíðleg ár hvert í New York. Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Sjá meira
„Þetta kom mikið á óvart og er mér mikill heiður,“ segir Haraldur Þorleifsson vefhönnuður sem tilnefndur er til Webby-verðlaunanna í tveimur flokkum. Verðlaunin eru þau virtustu innan vefheimsins. „Svona Óskarsverðlaun nördanna,“ bætir Haraldur við kíminn. Haraldur lauk BA-gráðu í heimspeki og viðskiptafræði og stefndi á að klára meistaragráðu í hagfræði en lauk ekki prófi. „Ég var á þeim tíma farinn að vinna sem grafískur hönnuður með náminu og að endingu varð það ofan á.“ Haraldur, sem er sjálfstætt starfandi, hefur á nokkrum árum skapað sér sess á meðal fremstu vefhönnuða í heiminum. Á ferli sínum hefur hann unnið fyrir Microsoft, Motorola og nú síðast Google við hönnun kynningarsíðu fyrir Google maps. Fyrir þá vinnu hlaut hann tilnefningarnar. Haraldur er nýkominn heim ásamt konu sinni og ungri dóttur eftir sex mánaða búsetu í Japan. Fjölskyldan býr nú í Vesturbænum en mun að sögn Haralds ekki koma til með að stoppa lengi þar sem fyrirhugaðir eru flutningar til Berlínar um mánaðamótin. „Við erum svo heppin að ég get unnið mína vinnu hvar sem er í heiminum og konan mín er enn þá í fæðingarorlofi auk þess sem hún er myndlistakona. Okkur langar því að nota tækifærið og prófa okkur áfram í að búa víðs vegar um heiminn. Við ætlum að vera í Berlín í hálft ár og flytja svo til Suður-Ameríku með haustinu.“ Hægt er að kjósa Harald og síðuna hans, morethanamap.com, og auka þar með möguleika hans á verðlaunum, hér á vefsíðu Webby-verðlaunanna. Hann er tilnefndur í flokkunum "Corporate Communacations" og "Best Navigation/Structure". Webby-verðlauninHægt er að kjósa Harald og síðuna hans á Webbyawards.com.Webby-verðlaunin eru ein stærstu og virtustu verðlaun sem veitt eru á sviði margmiðlunar í heiminum.Verðlaunin eru oft kölluð Óskarsverðlaun internetsins. Verðlaunin eru veitt í mörgum flokkum, allt frá vefsíðuhönnun til tónlistarmyndbanda. Aðeins einum Íslendingi hefur hlotnast sá heiður að vinna til verðlaunanna en Björk Guðmundsdóttir var heiðruð sem listamaður ársins 2011. Webby-verðlaunin hafa verið veitt síðan 1995 og eru haldin hátíðleg ár hvert í New York.
Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Sjá meira