Íslenskur vefhönnuður meðal þeirra fremstu í heimi 15. apríl 2013 14:00 Haraldur Þorleifsson er tilnefndur í tveimur flokkum á hinum alþjóðlegu og virtu Webby-vefverðlaunum. Hann segir tilnefningarnar mikinn heiður. Fréttablaðið/GVA „Þetta kom mikið á óvart og er mér mikill heiður,“ segir Haraldur Þorleifsson vefhönnuður sem tilnefndur er til Webby-verðlaunanna í tveimur flokkum. Verðlaunin eru þau virtustu innan vefheimsins. „Svona Óskarsverðlaun nördanna,“ bætir Haraldur við kíminn. Haraldur lauk BA-gráðu í heimspeki og viðskiptafræði og stefndi á að klára meistaragráðu í hagfræði en lauk ekki prófi. „Ég var á þeim tíma farinn að vinna sem grafískur hönnuður með náminu og að endingu varð það ofan á.“ Haraldur, sem er sjálfstætt starfandi, hefur á nokkrum árum skapað sér sess á meðal fremstu vefhönnuða í heiminum. Á ferli sínum hefur hann unnið fyrir Microsoft, Motorola og nú síðast Google við hönnun kynningarsíðu fyrir Google maps. Fyrir þá vinnu hlaut hann tilnefningarnar. Haraldur er nýkominn heim ásamt konu sinni og ungri dóttur eftir sex mánaða búsetu í Japan. Fjölskyldan býr nú í Vesturbænum en mun að sögn Haralds ekki koma til með að stoppa lengi þar sem fyrirhugaðir eru flutningar til Berlínar um mánaðamótin. „Við erum svo heppin að ég get unnið mína vinnu hvar sem er í heiminum og konan mín er enn þá í fæðingarorlofi auk þess sem hún er myndlistakona. Okkur langar því að nota tækifærið og prófa okkur áfram í að búa víðs vegar um heiminn. Við ætlum að vera í Berlín í hálft ár og flytja svo til Suður-Ameríku með haustinu.“ Hægt er að kjósa Harald og síðuna hans, morethanamap.com, og auka þar með möguleika hans á verðlaunum, hér á vefsíðu Webby-verðlaunanna. Hann er tilnefndur í flokkunum "Corporate Communacations" og "Best Navigation/Structure". Webby-verðlauninHægt er að kjósa Harald og síðuna hans á Webbyawards.com.Webby-verðlaunin eru ein stærstu og virtustu verðlaun sem veitt eru á sviði margmiðlunar í heiminum.Verðlaunin eru oft kölluð Óskarsverðlaun internetsins. Verðlaunin eru veitt í mörgum flokkum, allt frá vefsíðuhönnun til tónlistarmyndbanda. Aðeins einum Íslendingi hefur hlotnast sá heiður að vinna til verðlaunanna en Björk Guðmundsdóttir var heiðruð sem listamaður ársins 2011. Webby-verðlaunin hafa verið veitt síðan 1995 og eru haldin hátíðleg ár hvert í New York. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Þetta kom mikið á óvart og er mér mikill heiður,“ segir Haraldur Þorleifsson vefhönnuður sem tilnefndur er til Webby-verðlaunanna í tveimur flokkum. Verðlaunin eru þau virtustu innan vefheimsins. „Svona Óskarsverðlaun nördanna,“ bætir Haraldur við kíminn. Haraldur lauk BA-gráðu í heimspeki og viðskiptafræði og stefndi á að klára meistaragráðu í hagfræði en lauk ekki prófi. „Ég var á þeim tíma farinn að vinna sem grafískur hönnuður með náminu og að endingu varð það ofan á.“ Haraldur, sem er sjálfstætt starfandi, hefur á nokkrum árum skapað sér sess á meðal fremstu vefhönnuða í heiminum. Á ferli sínum hefur hann unnið fyrir Microsoft, Motorola og nú síðast Google við hönnun kynningarsíðu fyrir Google maps. Fyrir þá vinnu hlaut hann tilnefningarnar. Haraldur er nýkominn heim ásamt konu sinni og ungri dóttur eftir sex mánaða búsetu í Japan. Fjölskyldan býr nú í Vesturbænum en mun að sögn Haralds ekki koma til með að stoppa lengi þar sem fyrirhugaðir eru flutningar til Berlínar um mánaðamótin. „Við erum svo heppin að ég get unnið mína vinnu hvar sem er í heiminum og konan mín er enn þá í fæðingarorlofi auk þess sem hún er myndlistakona. Okkur langar því að nota tækifærið og prófa okkur áfram í að búa víðs vegar um heiminn. Við ætlum að vera í Berlín í hálft ár og flytja svo til Suður-Ameríku með haustinu.“ Hægt er að kjósa Harald og síðuna hans, morethanamap.com, og auka þar með möguleika hans á verðlaunum, hér á vefsíðu Webby-verðlaunanna. Hann er tilnefndur í flokkunum "Corporate Communacations" og "Best Navigation/Structure". Webby-verðlauninHægt er að kjósa Harald og síðuna hans á Webbyawards.com.Webby-verðlaunin eru ein stærstu og virtustu verðlaun sem veitt eru á sviði margmiðlunar í heiminum.Verðlaunin eru oft kölluð Óskarsverðlaun internetsins. Verðlaunin eru veitt í mörgum flokkum, allt frá vefsíðuhönnun til tónlistarmyndbanda. Aðeins einum Íslendingi hefur hlotnast sá heiður að vinna til verðlaunanna en Björk Guðmundsdóttir var heiðruð sem listamaður ársins 2011. Webby-verðlaunin hafa verið veitt síðan 1995 og eru haldin hátíðleg ár hvert í New York.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira