Konur á verðbréfamarkaði A. Kristín Jóhannsdóttir skrifar 10. apríl 2013 07:00 Fregnir berast af því að almenningur sé farinn að líta til fjárfestinga í hlutabréfum í auknum mæli. Þetta eru góðar fréttir þar sem þátttaka almennings í hlutabréfaviðskiptum er nauðsynleg til að renna frekari stoðum undir hlutabréfamarkaðinn. Það er líka fagnaðarefni að fyrirtæki séu farin að ná aftur til fjárfesta. Þau þurfa fjármagn til vaxtar og til að efla reksturinn, og fjárfestar vilja geta valið um leiðir til ávöxtunar á sparifé sínu. Við höfum stundum vísað í könnun sem Viðskiptablaðið stóð fyrir árið 2011 þar sem fram kom sláandi munur á fjárfestingaráformum kvenna og karla, en skv. niðurstöðum könnunarinnar hafði einungis 4% kvenna í hyggju að fjárfesta á hlutabréfamarkaði næstu 12 mánuði á eftir, samanborið við 17% karla.Minni áhættusækni Þessi afar litli áhugi kvenna er tilefni til frekari skoðunar. Á hlutabréfamarkaðnum í dag (einstaklingar) eru karlar tvöfalt fleiri en konur í hluthafahópi fyrirtækja (janúar 2013 – skráð fyrirtæki). Kvenhluthafar eru 29% af heildinni en karlar 57%. Aðrir eigendur eru lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir, fyrirtæki og aðrir lögaðilar. Þessi staða endurspeglar ekki þann fjölbreytileika sem við viljum að markaðurinn beri vott um. Þrátt fyrir miklar breytingar á högum kvenna undanfarna áratugi með aukinni menntun, þátttöku á vinnumarkaði og hærri launum, þá líta þær ekki til fjárfestinga á hlutabréfamarkaði í sama mæli og karlar til að ávaxta sparnað sinn til framtíðar eða taka þátt í uppbyggingu atvinnulífs í gegnum viðskipti með skráð hlutabréf. Það hefur sýnt sig í könnunum erlendis að þær konur sem hafa áhuga á verðbréfamarkaðnum líta síður á hlutabréf sem álitlegan fjárfestingarkost en horfa frekar til sjóða og ríkistryggðra fjármálagerninga. Það bendir því flest til þess að þær nálgist fjárfestingar á annan hátt en karlar og er áhættusækni þeirra að jafnaði minni. Í febrúar sendum við út könnun á meðal kvenkyns meistaranema í Háskólanum í Reykjavík og félagskvenna í FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu, til að kanna afstöðu þeirra til verðbréfamarkaðarins. Um 1.200 konur fengu könnunina og svarhlutfall var um 33%. Í könnuninni var meðal annars spurt í hverju þær fjárfestu, hvernig þær mætu þekkingu sína á verðbréfamarkaði og hvort þær gætu hugsað sér að fjárfesta í hlutabréfum á næstu 12 mánuðum. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að 59% kvennanna fjárfesta að einhverju marki – mest í séreignarlífeyrissparnaði (68%) og þar á eftir í skráðum hlutabréfum (33%). Jafnvel þótt stór hluti þeirra hafi ekki í hyggju, eða sé óviss um, að fjárfesta á verðbréfamarkaðnum á næstunni (58%), er mikill meirihluti hópsins mjög eða nokkuð jákvæður gagnvart því að fræðast meira um markaðinn, tækifæri á honum og hvað beri að varast (83%). Þær nefndu áhættufælni, varkárni og tímaskort sem helstu ástæður fyrir lítilli þátttöku kvenna á markaðnum, en einnig að konur væru hugsanlega ekki eins áhugasamar um efnið og að sterkar hefðir væru til staðar.Viljum ryðja brautina Við viljum ryðja brautina og í samstarfi við FKA, NASKAR Investments (fjárfestingarfélag í eigu kvenna) og VÍB stöndum við fyrir verkefni þar sem sýnileiki og þátttaka kvenna á markaðnum og fræðsla verða aðalmarkmið. Tíu konum hefur verið boðið til hringborðsumræðna 11. apríl þar sem niðurstöður könnunarinnar verða ræddar og hvað megi gera til að auka þátt kvenna á markaði. VÍB mun bjóða upp á námskeið um verðbréfamarkaðinn fyrir byrjendur og lengra komna, hvort sem þær vilja byrja að fjárfesta eða bara læra meira um markaðinn og fylgjast betur með hvernig lífeyrissjóðurinn þeirra og séreignalífeyrissjóðurinn vinnur. Við teljum mjög mikilvægt að fá að heyra frá konum um hvernig þær nálgast fjárfestingar, hvað geti stuðlað að aukinni þátttöku þeirra og hvaða nálgun er farsælust. Líklegt er að niðurstöður úr þeim umræðum verði gagnlegar fyrir alla; fjárfesta og fyrirtæki, fjármálastofnanir, konur og karla. Markaðurinn mun vafalaust njóta góðs af. Konur eru helmingur allra mögulegra fjárfesta framtíðarinnar, þeirra sjónarmið eru nauðsynleg til að auka fjölbreytt skoðanaskipti á markaði sem munu styrkja hann til frambúðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Fregnir berast af því að almenningur sé farinn að líta til fjárfestinga í hlutabréfum í auknum mæli. Þetta eru góðar fréttir þar sem þátttaka almennings í hlutabréfaviðskiptum er nauðsynleg til að renna frekari stoðum undir hlutabréfamarkaðinn. Það er líka fagnaðarefni að fyrirtæki séu farin að ná aftur til fjárfesta. Þau þurfa fjármagn til vaxtar og til að efla reksturinn, og fjárfestar vilja geta valið um leiðir til ávöxtunar á sparifé sínu. Við höfum stundum vísað í könnun sem Viðskiptablaðið stóð fyrir árið 2011 þar sem fram kom sláandi munur á fjárfestingaráformum kvenna og karla, en skv. niðurstöðum könnunarinnar hafði einungis 4% kvenna í hyggju að fjárfesta á hlutabréfamarkaði næstu 12 mánuði á eftir, samanborið við 17% karla.Minni áhættusækni Þessi afar litli áhugi kvenna er tilefni til frekari skoðunar. Á hlutabréfamarkaðnum í dag (einstaklingar) eru karlar tvöfalt fleiri en konur í hluthafahópi fyrirtækja (janúar 2013 – skráð fyrirtæki). Kvenhluthafar eru 29% af heildinni en karlar 57%. Aðrir eigendur eru lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir, fyrirtæki og aðrir lögaðilar. Þessi staða endurspeglar ekki þann fjölbreytileika sem við viljum að markaðurinn beri vott um. Þrátt fyrir miklar breytingar á högum kvenna undanfarna áratugi með aukinni menntun, þátttöku á vinnumarkaði og hærri launum, þá líta þær ekki til fjárfestinga á hlutabréfamarkaði í sama mæli og karlar til að ávaxta sparnað sinn til framtíðar eða taka þátt í uppbyggingu atvinnulífs í gegnum viðskipti með skráð hlutabréf. Það hefur sýnt sig í könnunum erlendis að þær konur sem hafa áhuga á verðbréfamarkaðnum líta síður á hlutabréf sem álitlegan fjárfestingarkost en horfa frekar til sjóða og ríkistryggðra fjármálagerninga. Það bendir því flest til þess að þær nálgist fjárfestingar á annan hátt en karlar og er áhættusækni þeirra að jafnaði minni. Í febrúar sendum við út könnun á meðal kvenkyns meistaranema í Háskólanum í Reykjavík og félagskvenna í FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu, til að kanna afstöðu þeirra til verðbréfamarkaðarins. Um 1.200 konur fengu könnunina og svarhlutfall var um 33%. Í könnuninni var meðal annars spurt í hverju þær fjárfestu, hvernig þær mætu þekkingu sína á verðbréfamarkaði og hvort þær gætu hugsað sér að fjárfesta í hlutabréfum á næstu 12 mánuðum. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að 59% kvennanna fjárfesta að einhverju marki – mest í séreignarlífeyrissparnaði (68%) og þar á eftir í skráðum hlutabréfum (33%). Jafnvel þótt stór hluti þeirra hafi ekki í hyggju, eða sé óviss um, að fjárfesta á verðbréfamarkaðnum á næstunni (58%), er mikill meirihluti hópsins mjög eða nokkuð jákvæður gagnvart því að fræðast meira um markaðinn, tækifæri á honum og hvað beri að varast (83%). Þær nefndu áhættufælni, varkárni og tímaskort sem helstu ástæður fyrir lítilli þátttöku kvenna á markaðnum, en einnig að konur væru hugsanlega ekki eins áhugasamar um efnið og að sterkar hefðir væru til staðar.Viljum ryðja brautina Við viljum ryðja brautina og í samstarfi við FKA, NASKAR Investments (fjárfestingarfélag í eigu kvenna) og VÍB stöndum við fyrir verkefni þar sem sýnileiki og þátttaka kvenna á markaðnum og fræðsla verða aðalmarkmið. Tíu konum hefur verið boðið til hringborðsumræðna 11. apríl þar sem niðurstöður könnunarinnar verða ræddar og hvað megi gera til að auka þátt kvenna á markaði. VÍB mun bjóða upp á námskeið um verðbréfamarkaðinn fyrir byrjendur og lengra komna, hvort sem þær vilja byrja að fjárfesta eða bara læra meira um markaðinn og fylgjast betur með hvernig lífeyrissjóðurinn þeirra og séreignalífeyrissjóðurinn vinnur. Við teljum mjög mikilvægt að fá að heyra frá konum um hvernig þær nálgast fjárfestingar, hvað geti stuðlað að aukinni þátttöku þeirra og hvaða nálgun er farsælust. Líklegt er að niðurstöður úr þeim umræðum verði gagnlegar fyrir alla; fjárfesta og fyrirtæki, fjármálastofnanir, konur og karla. Markaðurinn mun vafalaust njóta góðs af. Konur eru helmingur allra mögulegra fjárfesta framtíðarinnar, þeirra sjónarmið eru nauðsynleg til að auka fjölbreytt skoðanaskipti á markaði sem munu styrkja hann til frambúðar.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar