Konur á verðbréfamarkaði A. Kristín Jóhannsdóttir skrifar 10. apríl 2013 07:00 Fregnir berast af því að almenningur sé farinn að líta til fjárfestinga í hlutabréfum í auknum mæli. Þetta eru góðar fréttir þar sem þátttaka almennings í hlutabréfaviðskiptum er nauðsynleg til að renna frekari stoðum undir hlutabréfamarkaðinn. Það er líka fagnaðarefni að fyrirtæki séu farin að ná aftur til fjárfesta. Þau þurfa fjármagn til vaxtar og til að efla reksturinn, og fjárfestar vilja geta valið um leiðir til ávöxtunar á sparifé sínu. Við höfum stundum vísað í könnun sem Viðskiptablaðið stóð fyrir árið 2011 þar sem fram kom sláandi munur á fjárfestingaráformum kvenna og karla, en skv. niðurstöðum könnunarinnar hafði einungis 4% kvenna í hyggju að fjárfesta á hlutabréfamarkaði næstu 12 mánuði á eftir, samanborið við 17% karla.Minni áhættusækni Þessi afar litli áhugi kvenna er tilefni til frekari skoðunar. Á hlutabréfamarkaðnum í dag (einstaklingar) eru karlar tvöfalt fleiri en konur í hluthafahópi fyrirtækja (janúar 2013 – skráð fyrirtæki). Kvenhluthafar eru 29% af heildinni en karlar 57%. Aðrir eigendur eru lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir, fyrirtæki og aðrir lögaðilar. Þessi staða endurspeglar ekki þann fjölbreytileika sem við viljum að markaðurinn beri vott um. Þrátt fyrir miklar breytingar á högum kvenna undanfarna áratugi með aukinni menntun, þátttöku á vinnumarkaði og hærri launum, þá líta þær ekki til fjárfestinga á hlutabréfamarkaði í sama mæli og karlar til að ávaxta sparnað sinn til framtíðar eða taka þátt í uppbyggingu atvinnulífs í gegnum viðskipti með skráð hlutabréf. Það hefur sýnt sig í könnunum erlendis að þær konur sem hafa áhuga á verðbréfamarkaðnum líta síður á hlutabréf sem álitlegan fjárfestingarkost en horfa frekar til sjóða og ríkistryggðra fjármálagerninga. Það bendir því flest til þess að þær nálgist fjárfestingar á annan hátt en karlar og er áhættusækni þeirra að jafnaði minni. Í febrúar sendum við út könnun á meðal kvenkyns meistaranema í Háskólanum í Reykjavík og félagskvenna í FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu, til að kanna afstöðu þeirra til verðbréfamarkaðarins. Um 1.200 konur fengu könnunina og svarhlutfall var um 33%. Í könnuninni var meðal annars spurt í hverju þær fjárfestu, hvernig þær mætu þekkingu sína á verðbréfamarkaði og hvort þær gætu hugsað sér að fjárfesta í hlutabréfum á næstu 12 mánuðum. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að 59% kvennanna fjárfesta að einhverju marki – mest í séreignarlífeyrissparnaði (68%) og þar á eftir í skráðum hlutabréfum (33%). Jafnvel þótt stór hluti þeirra hafi ekki í hyggju, eða sé óviss um, að fjárfesta á verðbréfamarkaðnum á næstunni (58%), er mikill meirihluti hópsins mjög eða nokkuð jákvæður gagnvart því að fræðast meira um markaðinn, tækifæri á honum og hvað beri að varast (83%). Þær nefndu áhættufælni, varkárni og tímaskort sem helstu ástæður fyrir lítilli þátttöku kvenna á markaðnum, en einnig að konur væru hugsanlega ekki eins áhugasamar um efnið og að sterkar hefðir væru til staðar.Viljum ryðja brautina Við viljum ryðja brautina og í samstarfi við FKA, NASKAR Investments (fjárfestingarfélag í eigu kvenna) og VÍB stöndum við fyrir verkefni þar sem sýnileiki og þátttaka kvenna á markaðnum og fræðsla verða aðalmarkmið. Tíu konum hefur verið boðið til hringborðsumræðna 11. apríl þar sem niðurstöður könnunarinnar verða ræddar og hvað megi gera til að auka þátt kvenna á markaði. VÍB mun bjóða upp á námskeið um verðbréfamarkaðinn fyrir byrjendur og lengra komna, hvort sem þær vilja byrja að fjárfesta eða bara læra meira um markaðinn og fylgjast betur með hvernig lífeyrissjóðurinn þeirra og séreignalífeyrissjóðurinn vinnur. Við teljum mjög mikilvægt að fá að heyra frá konum um hvernig þær nálgast fjárfestingar, hvað geti stuðlað að aukinni þátttöku þeirra og hvaða nálgun er farsælust. Líklegt er að niðurstöður úr þeim umræðum verði gagnlegar fyrir alla; fjárfesta og fyrirtæki, fjármálastofnanir, konur og karla. Markaðurinn mun vafalaust njóta góðs af. Konur eru helmingur allra mögulegra fjárfesta framtíðarinnar, þeirra sjónarmið eru nauðsynleg til að auka fjölbreytt skoðanaskipti á markaði sem munu styrkja hann til frambúðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fregnir berast af því að almenningur sé farinn að líta til fjárfestinga í hlutabréfum í auknum mæli. Þetta eru góðar fréttir þar sem þátttaka almennings í hlutabréfaviðskiptum er nauðsynleg til að renna frekari stoðum undir hlutabréfamarkaðinn. Það er líka fagnaðarefni að fyrirtæki séu farin að ná aftur til fjárfesta. Þau þurfa fjármagn til vaxtar og til að efla reksturinn, og fjárfestar vilja geta valið um leiðir til ávöxtunar á sparifé sínu. Við höfum stundum vísað í könnun sem Viðskiptablaðið stóð fyrir árið 2011 þar sem fram kom sláandi munur á fjárfestingaráformum kvenna og karla, en skv. niðurstöðum könnunarinnar hafði einungis 4% kvenna í hyggju að fjárfesta á hlutabréfamarkaði næstu 12 mánuði á eftir, samanborið við 17% karla.Minni áhættusækni Þessi afar litli áhugi kvenna er tilefni til frekari skoðunar. Á hlutabréfamarkaðnum í dag (einstaklingar) eru karlar tvöfalt fleiri en konur í hluthafahópi fyrirtækja (janúar 2013 – skráð fyrirtæki). Kvenhluthafar eru 29% af heildinni en karlar 57%. Aðrir eigendur eru lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir, fyrirtæki og aðrir lögaðilar. Þessi staða endurspeglar ekki þann fjölbreytileika sem við viljum að markaðurinn beri vott um. Þrátt fyrir miklar breytingar á högum kvenna undanfarna áratugi með aukinni menntun, þátttöku á vinnumarkaði og hærri launum, þá líta þær ekki til fjárfestinga á hlutabréfamarkaði í sama mæli og karlar til að ávaxta sparnað sinn til framtíðar eða taka þátt í uppbyggingu atvinnulífs í gegnum viðskipti með skráð hlutabréf. Það hefur sýnt sig í könnunum erlendis að þær konur sem hafa áhuga á verðbréfamarkaðnum líta síður á hlutabréf sem álitlegan fjárfestingarkost en horfa frekar til sjóða og ríkistryggðra fjármálagerninga. Það bendir því flest til þess að þær nálgist fjárfestingar á annan hátt en karlar og er áhættusækni þeirra að jafnaði minni. Í febrúar sendum við út könnun á meðal kvenkyns meistaranema í Háskólanum í Reykjavík og félagskvenna í FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu, til að kanna afstöðu þeirra til verðbréfamarkaðarins. Um 1.200 konur fengu könnunina og svarhlutfall var um 33%. Í könnuninni var meðal annars spurt í hverju þær fjárfestu, hvernig þær mætu þekkingu sína á verðbréfamarkaði og hvort þær gætu hugsað sér að fjárfesta í hlutabréfum á næstu 12 mánuðum. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að 59% kvennanna fjárfesta að einhverju marki – mest í séreignarlífeyrissparnaði (68%) og þar á eftir í skráðum hlutabréfum (33%). Jafnvel þótt stór hluti þeirra hafi ekki í hyggju, eða sé óviss um, að fjárfesta á verðbréfamarkaðnum á næstunni (58%), er mikill meirihluti hópsins mjög eða nokkuð jákvæður gagnvart því að fræðast meira um markaðinn, tækifæri á honum og hvað beri að varast (83%). Þær nefndu áhættufælni, varkárni og tímaskort sem helstu ástæður fyrir lítilli þátttöku kvenna á markaðnum, en einnig að konur væru hugsanlega ekki eins áhugasamar um efnið og að sterkar hefðir væru til staðar.Viljum ryðja brautina Við viljum ryðja brautina og í samstarfi við FKA, NASKAR Investments (fjárfestingarfélag í eigu kvenna) og VÍB stöndum við fyrir verkefni þar sem sýnileiki og þátttaka kvenna á markaðnum og fræðsla verða aðalmarkmið. Tíu konum hefur verið boðið til hringborðsumræðna 11. apríl þar sem niðurstöður könnunarinnar verða ræddar og hvað megi gera til að auka þátt kvenna á markaði. VÍB mun bjóða upp á námskeið um verðbréfamarkaðinn fyrir byrjendur og lengra komna, hvort sem þær vilja byrja að fjárfesta eða bara læra meira um markaðinn og fylgjast betur með hvernig lífeyrissjóðurinn þeirra og séreignalífeyrissjóðurinn vinnur. Við teljum mjög mikilvægt að fá að heyra frá konum um hvernig þær nálgast fjárfestingar, hvað geti stuðlað að aukinni þátttöku þeirra og hvaða nálgun er farsælust. Líklegt er að niðurstöður úr þeim umræðum verði gagnlegar fyrir alla; fjárfesta og fyrirtæki, fjármálastofnanir, konur og karla. Markaðurinn mun vafalaust njóta góðs af. Konur eru helmingur allra mögulegra fjárfesta framtíðarinnar, þeirra sjónarmið eru nauðsynleg til að auka fjölbreytt skoðanaskipti á markaði sem munu styrkja hann til frambúðar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar