Okkar samfélagslega ábyrgð Ása Kristín Einarsdóttir skrifar 5. apríl 2013 07:00 Einelti er alls staðar í kringum okkur. Við verðum vitni að einelti í einhverri af sínum mörgu myndum á hverjum degi. Það er misalvarlegt en samt sem áður einelti. Einna algengast er að sjá einelti á meðal barna og unglinga og getur það haft gríðarleg áhrif á námsframmistöðu þeirra, félagsleg samskipti og yfir höfuð almenna vellíðan. Að reyna að koma í veg fyrir einelti er einstaklega mikilvægt verkefni og lykilábyrgð liggur hjá öllum fullorðnum einstaklingum. Skortur á afskiptum fullorðinna af þeirri hegðun sem einelti stafar af hefur gert það að verkum að viðhorfið til þessarar hegðunar virðist vera að hún sé samþykkt. Viðbrögð samfélagsins senda frá sér ákveðin skilaboð til barnanna um ofbeldi og eðlilega framkomu. Sem dæmi um það má nefna foreldra sem hvetja börnin sín að slá til baka þegar einhver meiðir þau eða hefna sín. Aftur á móti er ofbeldi aldrei gott svar við ofbeldi og í raun getur það ýtt undir það að hegðunin stigmagnist í kjölfarið. Með því að segja barni að svara í sömu mynt erum við að stuðla að andrúmslofti sem einkennist af ofbeldi. Andrúmsloftið er það sem hefur áhrif á bæði neikvæða og jákvæða hegðun. Þannig má sjá að andrúmsloft sem byggist á virðingu ýtir ekki undir einelti. Þegar allir sem koma að umhverfinu koma fram hver við annan af virðingu er enginn staður fyrir einelti. Virðingin verður það sem er þeim eðlislægt og eineltishegðun verður óviðunandi. Þegar börn og unglingar leita sér að samþykki jafningja sinna og hinna fullorðnu og sjá að samþykki er veitt með því að koma fram við alla af jöfnuði og virðingu, þá getur einelti fjarað út. En þetta krefst þess að allir taki þátt, allir sem eiga í einhverjum samskiptum við börn eða unglinga. Það byrjar heima við hjá fjölskyldum þar sem allir eru góðir hver við annan. Jafnframt þurfa leiðbeinendur og kennarar að sýna fram á vinsemd og samúð í garð allra barnanna. Allar myndir af einelti þarf að takast á við um leið og þeirra verður vart með skýrum og viðeigandi aðgerðum. Einna mikilvægast er að við komum öll fram við jafningja okkar af virðingu og vinsemd og erum þar með börnunum og unglingunum í kringum okkur góð fyrirmynd. Það er hægt að útrýma einelti, en það krefst mikillar vinnu af allra hálfu. Allir þurfa að geta unnið saman að því að kenna og sýna fram á þá hegðun sem við viljum sjá í okkar samfélagi í dag og hjá þeim kynslóðum sem á eftir koma. Við getum hvatt krakka til þess að taka góðar ákvarðanir, velja sér góða vini og verða fyrirbyggjandi og ábyrg í því að verja jafningja sína með því að taka höndum saman sem ein heild til þess að stuðla að eineltislausu samfélagi. Þetta er á okkar ábyrgð, okkar samfélagslegu ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Einelti er alls staðar í kringum okkur. Við verðum vitni að einelti í einhverri af sínum mörgu myndum á hverjum degi. Það er misalvarlegt en samt sem áður einelti. Einna algengast er að sjá einelti á meðal barna og unglinga og getur það haft gríðarleg áhrif á námsframmistöðu þeirra, félagsleg samskipti og yfir höfuð almenna vellíðan. Að reyna að koma í veg fyrir einelti er einstaklega mikilvægt verkefni og lykilábyrgð liggur hjá öllum fullorðnum einstaklingum. Skortur á afskiptum fullorðinna af þeirri hegðun sem einelti stafar af hefur gert það að verkum að viðhorfið til þessarar hegðunar virðist vera að hún sé samþykkt. Viðbrögð samfélagsins senda frá sér ákveðin skilaboð til barnanna um ofbeldi og eðlilega framkomu. Sem dæmi um það má nefna foreldra sem hvetja börnin sín að slá til baka þegar einhver meiðir þau eða hefna sín. Aftur á móti er ofbeldi aldrei gott svar við ofbeldi og í raun getur það ýtt undir það að hegðunin stigmagnist í kjölfarið. Með því að segja barni að svara í sömu mynt erum við að stuðla að andrúmslofti sem einkennist af ofbeldi. Andrúmsloftið er það sem hefur áhrif á bæði neikvæða og jákvæða hegðun. Þannig má sjá að andrúmsloft sem byggist á virðingu ýtir ekki undir einelti. Þegar allir sem koma að umhverfinu koma fram hver við annan af virðingu er enginn staður fyrir einelti. Virðingin verður það sem er þeim eðlislægt og eineltishegðun verður óviðunandi. Þegar börn og unglingar leita sér að samþykki jafningja sinna og hinna fullorðnu og sjá að samþykki er veitt með því að koma fram við alla af jöfnuði og virðingu, þá getur einelti fjarað út. En þetta krefst þess að allir taki þátt, allir sem eiga í einhverjum samskiptum við börn eða unglinga. Það byrjar heima við hjá fjölskyldum þar sem allir eru góðir hver við annan. Jafnframt þurfa leiðbeinendur og kennarar að sýna fram á vinsemd og samúð í garð allra barnanna. Allar myndir af einelti þarf að takast á við um leið og þeirra verður vart með skýrum og viðeigandi aðgerðum. Einna mikilvægast er að við komum öll fram við jafningja okkar af virðingu og vinsemd og erum þar með börnunum og unglingunum í kringum okkur góð fyrirmynd. Það er hægt að útrýma einelti, en það krefst mikillar vinnu af allra hálfu. Allir þurfa að geta unnið saman að því að kenna og sýna fram á þá hegðun sem við viljum sjá í okkar samfélagi í dag og hjá þeim kynslóðum sem á eftir koma. Við getum hvatt krakka til þess að taka góðar ákvarðanir, velja sér góða vini og verða fyrirbyggjandi og ábyrg í því að verja jafningja sína með því að taka höndum saman sem ein heild til þess að stuðla að eineltislausu samfélagi. Þetta er á okkar ábyrgð, okkar samfélagslegu ábyrgð.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun