Okkar samfélagslega ábyrgð Ása Kristín Einarsdóttir skrifar 5. apríl 2013 07:00 Einelti er alls staðar í kringum okkur. Við verðum vitni að einelti í einhverri af sínum mörgu myndum á hverjum degi. Það er misalvarlegt en samt sem áður einelti. Einna algengast er að sjá einelti á meðal barna og unglinga og getur það haft gríðarleg áhrif á námsframmistöðu þeirra, félagsleg samskipti og yfir höfuð almenna vellíðan. Að reyna að koma í veg fyrir einelti er einstaklega mikilvægt verkefni og lykilábyrgð liggur hjá öllum fullorðnum einstaklingum. Skortur á afskiptum fullorðinna af þeirri hegðun sem einelti stafar af hefur gert það að verkum að viðhorfið til þessarar hegðunar virðist vera að hún sé samþykkt. Viðbrögð samfélagsins senda frá sér ákveðin skilaboð til barnanna um ofbeldi og eðlilega framkomu. Sem dæmi um það má nefna foreldra sem hvetja börnin sín að slá til baka þegar einhver meiðir þau eða hefna sín. Aftur á móti er ofbeldi aldrei gott svar við ofbeldi og í raun getur það ýtt undir það að hegðunin stigmagnist í kjölfarið. Með því að segja barni að svara í sömu mynt erum við að stuðla að andrúmslofti sem einkennist af ofbeldi. Andrúmsloftið er það sem hefur áhrif á bæði neikvæða og jákvæða hegðun. Þannig má sjá að andrúmsloft sem byggist á virðingu ýtir ekki undir einelti. Þegar allir sem koma að umhverfinu koma fram hver við annan af virðingu er enginn staður fyrir einelti. Virðingin verður það sem er þeim eðlislægt og eineltishegðun verður óviðunandi. Þegar börn og unglingar leita sér að samþykki jafningja sinna og hinna fullorðnu og sjá að samþykki er veitt með því að koma fram við alla af jöfnuði og virðingu, þá getur einelti fjarað út. En þetta krefst þess að allir taki þátt, allir sem eiga í einhverjum samskiptum við börn eða unglinga. Það byrjar heima við hjá fjölskyldum þar sem allir eru góðir hver við annan. Jafnframt þurfa leiðbeinendur og kennarar að sýna fram á vinsemd og samúð í garð allra barnanna. Allar myndir af einelti þarf að takast á við um leið og þeirra verður vart með skýrum og viðeigandi aðgerðum. Einna mikilvægast er að við komum öll fram við jafningja okkar af virðingu og vinsemd og erum þar með börnunum og unglingunum í kringum okkur góð fyrirmynd. Það er hægt að útrýma einelti, en það krefst mikillar vinnu af allra hálfu. Allir þurfa að geta unnið saman að því að kenna og sýna fram á þá hegðun sem við viljum sjá í okkar samfélagi í dag og hjá þeim kynslóðum sem á eftir koma. Við getum hvatt krakka til þess að taka góðar ákvarðanir, velja sér góða vini og verða fyrirbyggjandi og ábyrg í því að verja jafningja sína með því að taka höndum saman sem ein heild til þess að stuðla að eineltislausu samfélagi. Þetta er á okkar ábyrgð, okkar samfélagslegu ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Einelti er alls staðar í kringum okkur. Við verðum vitni að einelti í einhverri af sínum mörgu myndum á hverjum degi. Það er misalvarlegt en samt sem áður einelti. Einna algengast er að sjá einelti á meðal barna og unglinga og getur það haft gríðarleg áhrif á námsframmistöðu þeirra, félagsleg samskipti og yfir höfuð almenna vellíðan. Að reyna að koma í veg fyrir einelti er einstaklega mikilvægt verkefni og lykilábyrgð liggur hjá öllum fullorðnum einstaklingum. Skortur á afskiptum fullorðinna af þeirri hegðun sem einelti stafar af hefur gert það að verkum að viðhorfið til þessarar hegðunar virðist vera að hún sé samþykkt. Viðbrögð samfélagsins senda frá sér ákveðin skilaboð til barnanna um ofbeldi og eðlilega framkomu. Sem dæmi um það má nefna foreldra sem hvetja börnin sín að slá til baka þegar einhver meiðir þau eða hefna sín. Aftur á móti er ofbeldi aldrei gott svar við ofbeldi og í raun getur það ýtt undir það að hegðunin stigmagnist í kjölfarið. Með því að segja barni að svara í sömu mynt erum við að stuðla að andrúmslofti sem einkennist af ofbeldi. Andrúmsloftið er það sem hefur áhrif á bæði neikvæða og jákvæða hegðun. Þannig má sjá að andrúmsloft sem byggist á virðingu ýtir ekki undir einelti. Þegar allir sem koma að umhverfinu koma fram hver við annan af virðingu er enginn staður fyrir einelti. Virðingin verður það sem er þeim eðlislægt og eineltishegðun verður óviðunandi. Þegar börn og unglingar leita sér að samþykki jafningja sinna og hinna fullorðnu og sjá að samþykki er veitt með því að koma fram við alla af jöfnuði og virðingu, þá getur einelti fjarað út. En þetta krefst þess að allir taki þátt, allir sem eiga í einhverjum samskiptum við börn eða unglinga. Það byrjar heima við hjá fjölskyldum þar sem allir eru góðir hver við annan. Jafnframt þurfa leiðbeinendur og kennarar að sýna fram á vinsemd og samúð í garð allra barnanna. Allar myndir af einelti þarf að takast á við um leið og þeirra verður vart með skýrum og viðeigandi aðgerðum. Einna mikilvægast er að við komum öll fram við jafningja okkar af virðingu og vinsemd og erum þar með börnunum og unglingunum í kringum okkur góð fyrirmynd. Það er hægt að útrýma einelti, en það krefst mikillar vinnu af allra hálfu. Allir þurfa að geta unnið saman að því að kenna og sýna fram á þá hegðun sem við viljum sjá í okkar samfélagi í dag og hjá þeim kynslóðum sem á eftir koma. Við getum hvatt krakka til þess að taka góðar ákvarðanir, velja sér góða vini og verða fyrirbyggjandi og ábyrg í því að verja jafningja sína með því að taka höndum saman sem ein heild til þess að stuðla að eineltislausu samfélagi. Þetta er á okkar ábyrgð, okkar samfélagslegu ábyrgð.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar