
Okkar samfélagslega ábyrgð
Skortur á afskiptum fullorðinna af þeirri hegðun sem einelti stafar af hefur gert það að verkum að viðhorfið til þessarar hegðunar virðist vera að hún sé samþykkt. Viðbrögð samfélagsins senda frá sér ákveðin skilaboð til barnanna um ofbeldi og eðlilega framkomu. Sem dæmi um það má nefna foreldra sem hvetja börnin sín að slá til baka þegar einhver meiðir þau eða hefna sín. Aftur á móti er ofbeldi aldrei gott svar við ofbeldi og í raun getur það ýtt undir það að hegðunin stigmagnist í kjölfarið. Með því að segja barni að svara í sömu mynt erum við að stuðla að andrúmslofti sem einkennist af ofbeldi.
Andrúmsloftið er það sem hefur áhrif á bæði neikvæða og jákvæða hegðun. Þannig má sjá að andrúmsloft sem byggist á virðingu ýtir ekki undir einelti. Þegar allir sem koma að umhverfinu koma fram hver við annan af virðingu er enginn staður fyrir einelti. Virðingin verður það sem er þeim eðlislægt og eineltishegðun verður óviðunandi. Þegar börn og unglingar leita sér að samþykki jafningja sinna og hinna fullorðnu og sjá að samþykki er veitt með því að koma fram við alla af jöfnuði og virðingu, þá getur einelti fjarað út.
En þetta krefst þess að allir taki þátt, allir sem eiga í einhverjum samskiptum við börn eða unglinga. Það byrjar heima við hjá fjölskyldum þar sem allir eru góðir hver við annan. Jafnframt þurfa leiðbeinendur og kennarar að sýna fram á vinsemd og samúð í garð allra barnanna. Allar myndir af einelti þarf að takast á við um leið og þeirra verður vart með skýrum og viðeigandi aðgerðum. Einna mikilvægast er að við komum öll fram við jafningja okkar af virðingu og vinsemd og erum þar með börnunum og unglingunum í kringum okkur góð fyrirmynd.
Það er hægt að útrýma einelti, en það krefst mikillar vinnu af allra hálfu. Allir þurfa að geta unnið saman að því að kenna og sýna fram á þá hegðun sem við viljum sjá í okkar samfélagi í dag og hjá þeim kynslóðum sem á eftir koma. Við getum hvatt krakka til þess að taka góðar ákvarðanir, velja sér góða vini og verða fyrirbyggjandi og ábyrg í því að verja jafningja sína með því að taka höndum saman sem ein heild til þess að stuðla að eineltislausu samfélagi.
Þetta er á okkar ábyrgð, okkar samfélagslegu ábyrgð.
Skoðun

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar