Frá efnahagssamruna til efnahagslegs öryggis Guillaume Xavier-Bender skrifar 5. apríl 2013 07:00 Evrópusambandið var stofnað á grundvelli þeirrar sannfæringar að sameiginleg hagsæld myndi stuðla að friði og stöðugleika í Evrópu. Innri markaðurinn, og með honum frjáls flutningur á vörum, fólki og fjármagni, hefur sannarlega auðveldað aukna samvinnu milli aðildarríkjanna og almennings. Frá bandalagi til sambands hefur Evrópusamruninn verið stigvaxandi og drifinn af efnahagssamstarfi í álfunni. Krísan á evrusvæðinu, í bland við samdrátt í efnahag heimsins og samkeppni frá vaxandi hagkerfum, er enn eitt skrefið í þróun hlutverks Evrópu í alþjóðamálum. Á meðan aðildarríki tipla á tánum í átt að dýpri samruna á sviði efnahags- og stjórnmála ætti ESB að styrkja núverandi samstarf við aðrar þjóðir.Tvíhliða samkomulag Sem slíkt er nýlegt samkomulag ESB og Bandaríkjanna um að hefja samningaviðræður um víðtækt viðskipta- og fjárfestingasamstarf eins líklegt til efnahagslegs ávinnings og til að styrkja stöðu sambandsins. Svo metnaðarfullt tvíhliða samkomulag gæti einnig stutt við hið fjölþjóða kerfi, hvort heldur sem er innan WTO eða G20. En það gæti líka verið litið á það sem varnartilraun til þess að snúa efnahagslegu samstarfi á heimsvísu aftur í þágu vestrænna hagkerfa. Það er nákvæmlega þetta jafnvægi milli frjálslyndis og verndarstefnu, milli efnahagslegs ávinnings og styrkingar á stöðu innan alþjóðakerfisins, sem mótar hvernig litið er á hlutverk Evrópu í heiminum. Í raun gætu þýðingarmestu leiðir ESB í utanríkismálum verið tengsl þess í efnahagsmálum.Enn stærsta hagkerfið Þrátt fyrir hægan endurbata er ESB enn stærsta hagkerfi heimsins. Það er stærsti innflutningsaðili heimsins, stærsti fjárfestir og sá aðili sem nýtur mestra beinna erlendra fjárfestinga. Þrátt fyrir að efnahagskreppan hafi ekki dregið úr almennum stuðningi við frjálslyndisstefnuna hefur hún eflt ákallið eftir aukinni vernd fyrir evrópsk hagkerfi og samfélög. Kjarninn í því að taka utanríkissambönd ESB til endurskoðunar er að vernda þessar réttarreglur gegn auknum ytri þrýstingi. Í slíku samhengi styrkist sambandið milli efnahags- og utanríkisstefnu og munurinn þar á milli verður æ óskýrari. Af því leiðir, í viðskiptum sem og víðar, að ESB ætti að halda áfram að tryggja hlutfallslega yfirburði sína. Til þess getur þurft að móta nýjar verkreglur til að hafa eftirlit með erlendum fjárfestingum innan sambandsins og stýra aðgangi að innri markaðinum. Efnahagslegt öryggi er hins vegar ekki efnahagsleg verndarstefna heldur snýst það um áhrif skulda, gjaldmiðla, fjárfestinga, iðngetu, auðlinda, orku, tækni og mannauðs á öryggi, bæði á landsvísu sem og svæðisbundið. Það snýst um getu og færni til að skapa, viðhalda og vernda efnahagslega velmegun og félagslegar undirstöður. Þrátt fyrir áskoranir sem felast í þróun á efnahagslegum samskiptum á heimsvísu eru grunnstoðir Evrópu enn sterkar. En nú er kominn tími fyrir ESB að byggja ný sambönd og til að endurhugsa núverandi sambönd út frá efnahagslegu öryggi og samskiptum sem styrkja stöðu sambandsins. Leiðin að eigin efnahagslegum endurbata ESB gæti sprottið fyrst og fremst út frá efnahagslegum samböndum þess út á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Evrópusambandið var stofnað á grundvelli þeirrar sannfæringar að sameiginleg hagsæld myndi stuðla að friði og stöðugleika í Evrópu. Innri markaðurinn, og með honum frjáls flutningur á vörum, fólki og fjármagni, hefur sannarlega auðveldað aukna samvinnu milli aðildarríkjanna og almennings. Frá bandalagi til sambands hefur Evrópusamruninn verið stigvaxandi og drifinn af efnahagssamstarfi í álfunni. Krísan á evrusvæðinu, í bland við samdrátt í efnahag heimsins og samkeppni frá vaxandi hagkerfum, er enn eitt skrefið í þróun hlutverks Evrópu í alþjóðamálum. Á meðan aðildarríki tipla á tánum í átt að dýpri samruna á sviði efnahags- og stjórnmála ætti ESB að styrkja núverandi samstarf við aðrar þjóðir.Tvíhliða samkomulag Sem slíkt er nýlegt samkomulag ESB og Bandaríkjanna um að hefja samningaviðræður um víðtækt viðskipta- og fjárfestingasamstarf eins líklegt til efnahagslegs ávinnings og til að styrkja stöðu sambandsins. Svo metnaðarfullt tvíhliða samkomulag gæti einnig stutt við hið fjölþjóða kerfi, hvort heldur sem er innan WTO eða G20. En það gæti líka verið litið á það sem varnartilraun til þess að snúa efnahagslegu samstarfi á heimsvísu aftur í þágu vestrænna hagkerfa. Það er nákvæmlega þetta jafnvægi milli frjálslyndis og verndarstefnu, milli efnahagslegs ávinnings og styrkingar á stöðu innan alþjóðakerfisins, sem mótar hvernig litið er á hlutverk Evrópu í heiminum. Í raun gætu þýðingarmestu leiðir ESB í utanríkismálum verið tengsl þess í efnahagsmálum.Enn stærsta hagkerfið Þrátt fyrir hægan endurbata er ESB enn stærsta hagkerfi heimsins. Það er stærsti innflutningsaðili heimsins, stærsti fjárfestir og sá aðili sem nýtur mestra beinna erlendra fjárfestinga. Þrátt fyrir að efnahagskreppan hafi ekki dregið úr almennum stuðningi við frjálslyndisstefnuna hefur hún eflt ákallið eftir aukinni vernd fyrir evrópsk hagkerfi og samfélög. Kjarninn í því að taka utanríkissambönd ESB til endurskoðunar er að vernda þessar réttarreglur gegn auknum ytri þrýstingi. Í slíku samhengi styrkist sambandið milli efnahags- og utanríkisstefnu og munurinn þar á milli verður æ óskýrari. Af því leiðir, í viðskiptum sem og víðar, að ESB ætti að halda áfram að tryggja hlutfallslega yfirburði sína. Til þess getur þurft að móta nýjar verkreglur til að hafa eftirlit með erlendum fjárfestingum innan sambandsins og stýra aðgangi að innri markaðinum. Efnahagslegt öryggi er hins vegar ekki efnahagsleg verndarstefna heldur snýst það um áhrif skulda, gjaldmiðla, fjárfestinga, iðngetu, auðlinda, orku, tækni og mannauðs á öryggi, bæði á landsvísu sem og svæðisbundið. Það snýst um getu og færni til að skapa, viðhalda og vernda efnahagslega velmegun og félagslegar undirstöður. Þrátt fyrir áskoranir sem felast í þróun á efnahagslegum samskiptum á heimsvísu eru grunnstoðir Evrópu enn sterkar. En nú er kominn tími fyrir ESB að byggja ný sambönd og til að endurhugsa núverandi sambönd út frá efnahagslegu öryggi og samskiptum sem styrkja stöðu sambandsins. Leiðin að eigin efnahagslegum endurbata ESB gæti sprottið fyrst og fremst út frá efnahagslegum samböndum þess út á við.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar