Tók metið af liðsfélaga sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2013 06:00 Martin Hermannsson Mynd/Daníel Körfuboltaspekingar hafa verið uppteknir af því að lofa þá Elvar Má Friðriksson og Kristófer Acox að undanförnu og ekki að ástæðulausu, enda báðir mikil efni og báðir í úrvalsliði seinni umferðar Dominos-deildar karla. Martin Hermannsson, jafnaldri Elvars og liðsfélagi Kristófers hjá KR, minnti hinsvegar verulega á sig í fyrsta leik KR í úrslitakeppninni sem fram fór í Þorlákshöfn í fyrrakvöld. Martin fór þá á kostum í 38 stiga sigri KR, 121-83, og í lok leiksins var hann búinn að endurskrifa metabók úrslitakeppni úrvalsdeildar karla. Martin sem verður ekki 19 ára fyrr en í september bætti nefnilega sex ára met Brynjars Þórs Björnssonar og er nú yngsti leikmaðurinn sem hefur náð að skora 30 stig í einum leik í úrslitakeppni. Brynjar Þór setti gamla metið í þriðja leik KR og Snæfells í undanúrslitum úrslitakeppninnar 2007. Brynjar bætti þá einnig sex ára met en Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson braut 30 stiga múrinn í tvígang með sjö daga millibili í lokaúrslitunum á móti Tindastól í apríl 2001. Logi varð þá fyrsti táningurinn til að skora yfir 30 stig í úrslitakeppninni á Íslandi. Martin byrjaði reyndar leikinn á bekknum en kom inn á fyrir einmitt Brynjar Þór eftir rúmar fjórar mínútur. Hann var kominn með 9 stig við lok fyrsta leikhluta og var með 19 stig í hálfleik. Martin var ekki hættur því hann bætti við 14 stigum og 5 stoðsendingum í seinni hálfleiknum og komst í 30 stigin þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Martin nýtti alls 13 af 18 skotum sínum í leiknum (72 prósent) þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. KR-ingar geta tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Þór í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið og Stjörnumenn eru í sömu stöðu þegar þeir heimsækja Keflvíkinga. Yngstu leikmenn til að skora yfir 30 stig í úrslitakeppni1. sæti Martin Hermannsson, KR 18 ára, 6 mánaða og 5 daga 33 stig á móti Þór Þorlákshöfn 21. mars 20132. sæti Brynjar Þór Björnsson 18 ára, 8 mánaða og 20 daga 31 stig á móti Snæfelli 31. mars 20073. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík 19 ára, 7 mánaða og 5 daga 36 stig á móti Tindastól 17. apríl 20014. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík 19 ára, 7 mánaða og 12 daga 36 stig á móti Tindastól 17. apríl 20015. sæti Hjörtur Harðarson, Grindavík 21 árs, 11 mánaða og 22 daga 37 stig á móti Njarðvík 7. apríl 1994 Dominos-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Körfuboltaspekingar hafa verið uppteknir af því að lofa þá Elvar Má Friðriksson og Kristófer Acox að undanförnu og ekki að ástæðulausu, enda báðir mikil efni og báðir í úrvalsliði seinni umferðar Dominos-deildar karla. Martin Hermannsson, jafnaldri Elvars og liðsfélagi Kristófers hjá KR, minnti hinsvegar verulega á sig í fyrsta leik KR í úrslitakeppninni sem fram fór í Þorlákshöfn í fyrrakvöld. Martin fór þá á kostum í 38 stiga sigri KR, 121-83, og í lok leiksins var hann búinn að endurskrifa metabók úrslitakeppni úrvalsdeildar karla. Martin sem verður ekki 19 ára fyrr en í september bætti nefnilega sex ára met Brynjars Þórs Björnssonar og er nú yngsti leikmaðurinn sem hefur náð að skora 30 stig í einum leik í úrslitakeppni. Brynjar Þór setti gamla metið í þriðja leik KR og Snæfells í undanúrslitum úrslitakeppninnar 2007. Brynjar bætti þá einnig sex ára met en Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson braut 30 stiga múrinn í tvígang með sjö daga millibili í lokaúrslitunum á móti Tindastól í apríl 2001. Logi varð þá fyrsti táningurinn til að skora yfir 30 stig í úrslitakeppninni á Íslandi. Martin byrjaði reyndar leikinn á bekknum en kom inn á fyrir einmitt Brynjar Þór eftir rúmar fjórar mínútur. Hann var kominn með 9 stig við lok fyrsta leikhluta og var með 19 stig í hálfleik. Martin var ekki hættur því hann bætti við 14 stigum og 5 stoðsendingum í seinni hálfleiknum og komst í 30 stigin þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Martin nýtti alls 13 af 18 skotum sínum í leiknum (72 prósent) þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. KR-ingar geta tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Þór í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið og Stjörnumenn eru í sömu stöðu þegar þeir heimsækja Keflvíkinga. Yngstu leikmenn til að skora yfir 30 stig í úrslitakeppni1. sæti Martin Hermannsson, KR 18 ára, 6 mánaða og 5 daga 33 stig á móti Þór Þorlákshöfn 21. mars 20132. sæti Brynjar Þór Björnsson 18 ára, 8 mánaða og 20 daga 31 stig á móti Snæfelli 31. mars 20073. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík 19 ára, 7 mánaða og 5 daga 36 stig á móti Tindastól 17. apríl 20014. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík 19 ára, 7 mánaða og 12 daga 36 stig á móti Tindastól 17. apríl 20015. sæti Hjörtur Harðarson, Grindavík 21 árs, 11 mánaða og 22 daga 37 stig á móti Njarðvík 7. apríl 1994
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira