Eru siðareglur lífeyrissjóða gluggaskraut? Ólafur Hauksson skrifar 13. mars 2013 06:00 Icelandair Group er að langmestu leyti í eigu lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu meirihluta Íslendinga. Ætla mætti að fulltrúar lífeyrissjóða á aðalfundi Icelandair Group hefðu siðareglur þeirra í heiðri við val stjórnarmanna. En slíkar reglur virðast ekki flækjast fyrir, í ljósi þeirrar staðreyndar að fulltrúar lífeyrissjóðanna velja Sigurð Helgason sem stjórnarformann Icelandair Group. Ekki er langt síðan Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, var dæmt í Hæstarétti til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota þegar Sigurður Helgason var þar forstjóri. Þessi brot áttu sér stað á árunum 2003 og 2004, en þá fórnaði Icelandair farþegatekjum upp á 18 milljarða króna til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Sem þáverandi forstjóri bar Sigurður ábyrgð á samkeppnislagabrotum Icelandair. Af einhverjum undarlegum ástæðum hafa þessi lögbrot og hrikalegt tekjutap sem þeim fylgdu engin áhrif haft á framgang hans í viðskiptalífinu. Þess í stað hefur Sigurði verið lyft á stall stjórnarformanns Icelandair Group.Metnaðarfullar siðareglur Aðaleigendur Icelandair Group, Framtakssjóður með Landsbankann og lífeyrissjóðina innanborðs, ásamt flestöllum lífeyrissjóðum landsins, hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráðurinn í þeim er að sýna samfélagslega ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Með valinu á Sigurði Helgasyni í stjórn Icelandair Group láta lífeyrissjóðirnir og Landsbankinn eins og siðareglurnar séu gluggaskraut en ekki til alvöru notkunar. Sem forstjóri Icelandair vann Sigurður beinlínis gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna, fólksins í landinu. Undir stjórn hans gerði Icelandair atlögu að hagsmunum almennings með misnotkun á markaðsráðandi stöðu félagsins. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi, samkeppni sem tryggði neytendum lægri flugfargjöld en áður höfðu þekkst.Farþegatekjur Icelandair hrundu Árin 2001 og 2002 voru heildarfarþegatekjur Icelandair 85 milljarðar króna, framreiknað til dagsins í dag. Næstu tvö ár, 2003 og 2004, fyrstu ár samkeppninnar frá Iceland Express, lækkuðu heildarfarþegatekjur Icelandair niður í 67 milljarða króna. Samt fækkaði farþegum félagsins ekkert. Undir stjórn Sigurðar Helgasonar fórnaði Icelandair sem sé 18 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýja keppinautinn. Þá, líkt og nú, voru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í félaginu. Sjóðfélagar töpuðu því beint á þessum lögbrotum í gegnum verri afkomu Icelandair. Ekki skyldi gleyma áhrifunum af miskunnarlausu framferði Sigurðar á stofnendur Iceland Express. Vegna þessara lögbrota töpuðu þeir margra ára undirbúningsvinnu, milljarða króna viðskiptahugmynd og lífvænlegu fyrirtæki, þegar þeir neyddust til að láta það af hendi vegna lögbrota Icelandair.Á að kjósa Sigurð áfram? Framferði Icelandair, á ábyrgð Sigurðar Helgasonar, stríddi gegn öllu viðskiptasiðferði. Siðlaus framkoma af því tagi fyrnist ekki. Ef fulltrúar lífeyrissjóðanna og Landsbankans ætla að kjósa hann aftur til setu í stjórn Icelandair Group, þá afhjúpa þeir sig sem hræsnara sem halda að siðareglur séu bara til að sýnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Icelandair Group er að langmestu leyti í eigu lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu meirihluta Íslendinga. Ætla mætti að fulltrúar lífeyrissjóða á aðalfundi Icelandair Group hefðu siðareglur þeirra í heiðri við val stjórnarmanna. En slíkar reglur virðast ekki flækjast fyrir, í ljósi þeirrar staðreyndar að fulltrúar lífeyrissjóðanna velja Sigurð Helgason sem stjórnarformann Icelandair Group. Ekki er langt síðan Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, var dæmt í Hæstarétti til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota þegar Sigurður Helgason var þar forstjóri. Þessi brot áttu sér stað á árunum 2003 og 2004, en þá fórnaði Icelandair farþegatekjum upp á 18 milljarða króna til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Sem þáverandi forstjóri bar Sigurður ábyrgð á samkeppnislagabrotum Icelandair. Af einhverjum undarlegum ástæðum hafa þessi lögbrot og hrikalegt tekjutap sem þeim fylgdu engin áhrif haft á framgang hans í viðskiptalífinu. Þess í stað hefur Sigurði verið lyft á stall stjórnarformanns Icelandair Group.Metnaðarfullar siðareglur Aðaleigendur Icelandair Group, Framtakssjóður með Landsbankann og lífeyrissjóðina innanborðs, ásamt flestöllum lífeyrissjóðum landsins, hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráðurinn í þeim er að sýna samfélagslega ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Með valinu á Sigurði Helgasyni í stjórn Icelandair Group láta lífeyrissjóðirnir og Landsbankinn eins og siðareglurnar séu gluggaskraut en ekki til alvöru notkunar. Sem forstjóri Icelandair vann Sigurður beinlínis gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna, fólksins í landinu. Undir stjórn hans gerði Icelandair atlögu að hagsmunum almennings með misnotkun á markaðsráðandi stöðu félagsins. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi, samkeppni sem tryggði neytendum lægri flugfargjöld en áður höfðu þekkst.Farþegatekjur Icelandair hrundu Árin 2001 og 2002 voru heildarfarþegatekjur Icelandair 85 milljarðar króna, framreiknað til dagsins í dag. Næstu tvö ár, 2003 og 2004, fyrstu ár samkeppninnar frá Iceland Express, lækkuðu heildarfarþegatekjur Icelandair niður í 67 milljarða króna. Samt fækkaði farþegum félagsins ekkert. Undir stjórn Sigurðar Helgasonar fórnaði Icelandair sem sé 18 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýja keppinautinn. Þá, líkt og nú, voru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í félaginu. Sjóðfélagar töpuðu því beint á þessum lögbrotum í gegnum verri afkomu Icelandair. Ekki skyldi gleyma áhrifunum af miskunnarlausu framferði Sigurðar á stofnendur Iceland Express. Vegna þessara lögbrota töpuðu þeir margra ára undirbúningsvinnu, milljarða króna viðskiptahugmynd og lífvænlegu fyrirtæki, þegar þeir neyddust til að láta það af hendi vegna lögbrota Icelandair.Á að kjósa Sigurð áfram? Framferði Icelandair, á ábyrgð Sigurðar Helgasonar, stríddi gegn öllu viðskiptasiðferði. Siðlaus framkoma af því tagi fyrnist ekki. Ef fulltrúar lífeyrissjóðanna og Landsbankans ætla að kjósa hann aftur til setu í stjórn Icelandair Group, þá afhjúpa þeir sig sem hræsnara sem halda að siðareglur séu bara til að sýnast.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun