55 kíló farin hjá Grétari Inga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2013 08:00 Grétar Ingi Erlendsson sést hér í leik á móti ÍR í vetur. Hann hefur skorað 11,4 stig að meðaltali á 21,2 mínútum í Dominos-deildinni á þessu tímabili. Mynd/Valli Körfuboltaævintýrið í Þorlákshöfn er enn í fullum gangi og liðið tekur á móti Stjörnunni í kvöld í toppbaráttuslag í Dominos-deildinni. Grétar Ingi Erlendsson er 29 ára miðherji liðsins sem sannar að uppkoma körfuboltaliðsins er ekki eina „kraftaverkið" tengt körfuboltanum í þessum rúmlega 1500 manna bæ. Fyrir tæpum tveimur árum var Grétar Ingi hættur í körfubolta og kominn upp í 170 kíló á vigtinni en í dag vegur hann 115 kíló og hefur því létt sig um 55 kíló á rúmlega 20 mánuðum. „Þegar konan var ólétt fór ég í einhvern pakka með henni. Ég hætti að æfa og fór að éta. Þetta varð alltaf meira og meira því maður gerði ekki neitt. Eftir smá tíma fór ég að hugsa hvað ég væri að gera mér því ég áttaði mig ekki á því hvað ég var orðinn stór og mikill. Ég sá jólamynd af okkur fjölskyldunni og þá fékk maður sjokk og kom niður á jörðina. Þá tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að vera feiti pabbinn sem gat ekki tekið þátt í neinu," rifjar Grétar upp. „Það fyrsta sem ég gerði var að byrja að hreyfa mig aftur. Ég fór og talaði við Benna (Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórsliðsins) sem þá var á sínu fyrsta tímabili með liðið. Hann var tilbúinn að leyfa mér að koma inn í þetta á mínum forsendum. Svo var það bara svo hrikalega gaman að maður gaf alltaf meira og meira í," segir Grétar. „Það er búið að vera afskaplega skemmtilegt að sjá umbreytinguna. Eftir jólin varð ég að taka til í fataskápnum því ég var farinn að vera í lörfum sem héngu utan á mér. Ég gaf fullt af fötum og það eru örugglega einhverjir íturvaxnir þriðja heims menn vel klæddir þessa dagana," segir Grétar Ingi og hann finnur mikinn mun inni á körfuboltavellinum. „Það er miklu auðveldara að fara upp og niður völlinn og maður lyftir sér hærra, hleypur hraðar og þetta skilar gríðarlega miklu inni á vellinum. Maður gat ekki verið að keppa og æfa á þessu stigi þegar maður var að bera 170 kílóin og gerði ekki mikið þá," segir Grétar. Hann er að glíma við meiðsli í fæti þessa dagana og verður ekki með í næstu leikjum liðsins. „Ég lenti í þessu líka í fyrra. Ég fór í hnénu og fór í aðgerð í desember. Ég kom þá inn í þetta í lok febrúar. Ætli þetta verði ekki eitthvað svipað þetta árið og svo hjálpar maður þeim að klára tímabilið og vonandi verður þetta eins og í fyrra og við förum alla leið," segir Grétar en Þórsliðið tapaði í lokaúrslitunum í fyrra á móti Grindavík. „Strákarnir í liðinu eru duglegir að hjálpa til og hvetja mann áfram. Svo er fólk í bænum alltaf að koma til manns. Maður finnur það alltaf að fólk á töluvert meira í manni en utanbæjarstrákunum og útlendingunum. Þegar okkur heimastrákunum gengur vel fáum við alveg að vita það og heyra það. Við sjáum það í aukningu á áhorfendum og öðru því það skiptir töluverðu máli fyrir svona klúbb að vera með öfluga heimastráka," segir Grétar og Þorlákshafnarbúar gera verið stoltir af honum og liðinu sínu. „Það er skemmtilegt að þessi litli klúbbur úti á landi er kominn í sömu umræðu og Grindavík og KR. Þetta er orðinn stór klúbbur í körfunni og er alltaf að vera stærri og stærri. Við finnum það hér í sveitarfélaginu hvað allir eru farnir að fylgjast vel með og hvað karfan er farin að skipta miklu máli hérna. Þetta er búið að vera rosa spennandi að fylgjast með þessu og gaman að fá að taka þátt í þessu," sagði Grétar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Körfuboltaævintýrið í Þorlákshöfn er enn í fullum gangi og liðið tekur á móti Stjörnunni í kvöld í toppbaráttuslag í Dominos-deildinni. Grétar Ingi Erlendsson er 29 ára miðherji liðsins sem sannar að uppkoma körfuboltaliðsins er ekki eina „kraftaverkið" tengt körfuboltanum í þessum rúmlega 1500 manna bæ. Fyrir tæpum tveimur árum var Grétar Ingi hættur í körfubolta og kominn upp í 170 kíló á vigtinni en í dag vegur hann 115 kíló og hefur því létt sig um 55 kíló á rúmlega 20 mánuðum. „Þegar konan var ólétt fór ég í einhvern pakka með henni. Ég hætti að æfa og fór að éta. Þetta varð alltaf meira og meira því maður gerði ekki neitt. Eftir smá tíma fór ég að hugsa hvað ég væri að gera mér því ég áttaði mig ekki á því hvað ég var orðinn stór og mikill. Ég sá jólamynd af okkur fjölskyldunni og þá fékk maður sjokk og kom niður á jörðina. Þá tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að vera feiti pabbinn sem gat ekki tekið þátt í neinu," rifjar Grétar upp. „Það fyrsta sem ég gerði var að byrja að hreyfa mig aftur. Ég fór og talaði við Benna (Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórsliðsins) sem þá var á sínu fyrsta tímabili með liðið. Hann var tilbúinn að leyfa mér að koma inn í þetta á mínum forsendum. Svo var það bara svo hrikalega gaman að maður gaf alltaf meira og meira í," segir Grétar. „Það er búið að vera afskaplega skemmtilegt að sjá umbreytinguna. Eftir jólin varð ég að taka til í fataskápnum því ég var farinn að vera í lörfum sem héngu utan á mér. Ég gaf fullt af fötum og það eru örugglega einhverjir íturvaxnir þriðja heims menn vel klæddir þessa dagana," segir Grétar Ingi og hann finnur mikinn mun inni á körfuboltavellinum. „Það er miklu auðveldara að fara upp og niður völlinn og maður lyftir sér hærra, hleypur hraðar og þetta skilar gríðarlega miklu inni á vellinum. Maður gat ekki verið að keppa og æfa á þessu stigi þegar maður var að bera 170 kílóin og gerði ekki mikið þá," segir Grétar. Hann er að glíma við meiðsli í fæti þessa dagana og verður ekki með í næstu leikjum liðsins. „Ég lenti í þessu líka í fyrra. Ég fór í hnénu og fór í aðgerð í desember. Ég kom þá inn í þetta í lok febrúar. Ætli þetta verði ekki eitthvað svipað þetta árið og svo hjálpar maður þeim að klára tímabilið og vonandi verður þetta eins og í fyrra og við förum alla leið," segir Grétar en Þórsliðið tapaði í lokaúrslitunum í fyrra á móti Grindavík. „Strákarnir í liðinu eru duglegir að hjálpa til og hvetja mann áfram. Svo er fólk í bænum alltaf að koma til manns. Maður finnur það alltaf að fólk á töluvert meira í manni en utanbæjarstrákunum og útlendingunum. Þegar okkur heimastrákunum gengur vel fáum við alveg að vita það og heyra það. Við sjáum það í aukningu á áhorfendum og öðru því það skiptir töluverðu máli fyrir svona klúbb að vera með öfluga heimastráka," segir Grétar og Þorlákshafnarbúar gera verið stoltir af honum og liðinu sínu. „Það er skemmtilegt að þessi litli klúbbur úti á landi er kominn í sömu umræðu og Grindavík og KR. Þetta er orðinn stór klúbbur í körfunni og er alltaf að vera stærri og stærri. Við finnum það hér í sveitarfélaginu hvað allir eru farnir að fylgjast vel með og hvað karfan er farin að skipta miklu máli hérna. Þetta er búið að vera rosa spennandi að fylgjast með þessu og gaman að fá að taka þátt í þessu," sagði Grétar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira