Kostnaður SFO alls 745 milljónir króna Þórður Snær Júlíusson skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Vincent Tchenguiz og Robert bróðir hans hafa farið fram á himinháar skaðabætur. MYND/Lucienne Sencier Rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar (SFO) á falli Kaupþings hefur kostað stofnunina 745 milljónir króna. Tveir þriðju hlutar þeirrar upphæðar er tilkominn vegna þess að SFO var gert að greiða málskostnað bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz, sem voru á meðal þeirra sem voru til rannsóknar. Þetta kemur fram í skriflegu svari breska dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn í breska þinginu frá 23. janúar síðastliðnum. Rannsókn á málefnum Kaupþings var hætt í október á síðasta ári. SFO viðurkenndi auk þess að mistök hefðu verið gerð við rannsókn málsins. Fréttablaðið greindi frá því að SFO hefði eytt um 1,3 milljónum punda, um 270 milljónum króna, í rannsókn sína á Kaupþingi fyrr á þessu ári. Þar af hefðu 729 þúsund pund, 151 milljón krónur, farið í að greiða átta ráðgjöfum sem aðstoðuðu við rannsóknina. Um 417 þúsund pund, 86 milljónir króna, hefðu farið í að greiða málflutningsmönnum og afgangurinn í launagreiðslur til þeirra starfsmanna SFO sem unnu að rannsókninni. Til viðbótar var SFO dæmt til að greiða málskostnað Tchenguiz-bræðranna vegna langvarandi málaferla sem fylgdu í kjölfar rannsóknar stofnunarinnar á bræðrunum. Í svarinu segir að þegar hafi verið greiddar 2,4 milljónir punda, um 475 milljónir króna, vegna þessa. Samtals nemur kostnaður SFO vegna rannsóknarinnar því um 745 milljónum króna. Kostnaðurinn gæti hækkað umtalsvert þar sem bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz, sem voru á meðal hinna grunuðu, hafa farið fram á himinháar skaðabætur frá stofnuninni vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar, en hún snerist að mestu um lánveitingar Kaupþings til bræðranna. Vincent og Robert eru taldir fara fram á samtals um 400 milljónir punda, 83 milljarða króna, í bætur vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar. Málaferlin, sem talið er að muni standa í átta vikur, munu líkast til ekki hefjast fyrr en í byrjun árs 2014.- þsj Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar (SFO) á falli Kaupþings hefur kostað stofnunina 745 milljónir króna. Tveir þriðju hlutar þeirrar upphæðar er tilkominn vegna þess að SFO var gert að greiða málskostnað bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz, sem voru á meðal þeirra sem voru til rannsóknar. Þetta kemur fram í skriflegu svari breska dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn í breska þinginu frá 23. janúar síðastliðnum. Rannsókn á málefnum Kaupþings var hætt í október á síðasta ári. SFO viðurkenndi auk þess að mistök hefðu verið gerð við rannsókn málsins. Fréttablaðið greindi frá því að SFO hefði eytt um 1,3 milljónum punda, um 270 milljónum króna, í rannsókn sína á Kaupþingi fyrr á þessu ári. Þar af hefðu 729 þúsund pund, 151 milljón krónur, farið í að greiða átta ráðgjöfum sem aðstoðuðu við rannsóknina. Um 417 þúsund pund, 86 milljónir króna, hefðu farið í að greiða málflutningsmönnum og afgangurinn í launagreiðslur til þeirra starfsmanna SFO sem unnu að rannsókninni. Til viðbótar var SFO dæmt til að greiða málskostnað Tchenguiz-bræðranna vegna langvarandi málaferla sem fylgdu í kjölfar rannsóknar stofnunarinnar á bræðrunum. Í svarinu segir að þegar hafi verið greiddar 2,4 milljónir punda, um 475 milljónir króna, vegna þessa. Samtals nemur kostnaður SFO vegna rannsóknarinnar því um 745 milljónum króna. Kostnaðurinn gæti hækkað umtalsvert þar sem bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz, sem voru á meðal hinna grunuðu, hafa farið fram á himinháar skaðabætur frá stofnuninni vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar, en hún snerist að mestu um lánveitingar Kaupþings til bræðranna. Vincent og Robert eru taldir fara fram á samtals um 400 milljónir punda, 83 milljarða króna, í bætur vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar. Málaferlin, sem talið er að muni standa í átta vikur, munu líkast til ekki hefjast fyrr en í byrjun árs 2014.- þsj
Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira