Stuðningsgrein: Guðbjart sem formann Eyjólfur Eysteinsson skrifar 18. janúar 2013 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að draga sig í hlé frá stjórnmálum og því liggur fyrir jafnaðarmönnum að kjósa nýjan formann Samfylkingarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu. Jóhanna sóttist ekki eftir formennsku í flokknum eða stöðu forsætisráðherra heldur svaraði hún kalli og áskorunum félaga sinna á vordögum 2009. Þegar við horfum til baka er full ástæða til þess að fyllast stolti yfir árangri ríkisstjórnar Jóhönnu. Hagur Íslendinga batnar nú hraðar en flestra annarra þjóða, kaupmáttur vex, dregið hefur úr atvinnuleysi og lífskjör þjóðarinnar fara batnandi. Félagslegt réttlæti og jafnrétti kynjanna mælist nú hvað mest á Íslandi í alþjóðlegum samanburði um leið og efnahagslegur jöfnuður hefur aukist á erfiðum tímum. Ferðaþjónustan og aðrar vaxandi greinar mynda ásamt hefðbundnum grunnatvinnuvegum þá fjölbreyttu flóru atvinnulífs sem nauðsynleg er samfélögum sem vilja vaxa og dafna. Útflutningsgreinarnar hafa ekki síður lagt til þess góða hagvaxtar sem hér hefur verið á liðnum árum. Ríkisstjórn Jóhönnu hefur haft að leiðarljósi stefnu jafnaðar og félagshyggju og það vil ég að næsti formaður hafi fyrst og fremst í forgrunni en ekki óljós loforð um breytingar. Það hefur tekist að bjarga okkur frá gjaldþroti og rétta okkur við og nú er komið að því að sækja fram. Þá verðum við að velja okkur forystu sem vinnur eftir þeim gildum sem Samfylkingin hefur að leiðarljósi. Guðbjartur Hannesson, sem hefur verið ráðherra í stjórn Jóhönnu, er rétti maðurinn til þess að halda á lofti stefnu Samfylkingarinnar um jafnrétti og félagshyggju og vera í fararbroddi þegar við byggjum upp til framtíðar. Guðbjartur hefur orðið að taka ákvarðanir sem hafa orkað tvímælis í erfiðri stöðu til þess að hægt væri að ná fram nauðsynlegu markmiði um aðhald í rekstri sjúkrastofnana. Vel hefur tekist til í flestum tilfellum en hann var maður til þess að biðjast afsökunar og gangast við að ákvörðun hans í launamáli forstjóra Landspítala hefði verið röng. Ég hef átt því láni að fagna að kynnast Guðbjarti persónulega þegar málefni eldri borgara hafa verið til umfjöllunar á fundum í ráðuneyti velferðar og víðar. Framkoma og málflutningur hans ætti að vera mörgum stjórnmálamönnum til eftirbreytni. Guðbjartur flytur mál sitt af sannfæringu án þess að viðhafa stór orð og er tilbúinn til þess að hlusta frekar en að tala án þess að hlusta. Það er eftirspurn eftir forystumönnum eins og Guðbjarti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að draga sig í hlé frá stjórnmálum og því liggur fyrir jafnaðarmönnum að kjósa nýjan formann Samfylkingarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu. Jóhanna sóttist ekki eftir formennsku í flokknum eða stöðu forsætisráðherra heldur svaraði hún kalli og áskorunum félaga sinna á vordögum 2009. Þegar við horfum til baka er full ástæða til þess að fyllast stolti yfir árangri ríkisstjórnar Jóhönnu. Hagur Íslendinga batnar nú hraðar en flestra annarra þjóða, kaupmáttur vex, dregið hefur úr atvinnuleysi og lífskjör þjóðarinnar fara batnandi. Félagslegt réttlæti og jafnrétti kynjanna mælist nú hvað mest á Íslandi í alþjóðlegum samanburði um leið og efnahagslegur jöfnuður hefur aukist á erfiðum tímum. Ferðaþjónustan og aðrar vaxandi greinar mynda ásamt hefðbundnum grunnatvinnuvegum þá fjölbreyttu flóru atvinnulífs sem nauðsynleg er samfélögum sem vilja vaxa og dafna. Útflutningsgreinarnar hafa ekki síður lagt til þess góða hagvaxtar sem hér hefur verið á liðnum árum. Ríkisstjórn Jóhönnu hefur haft að leiðarljósi stefnu jafnaðar og félagshyggju og það vil ég að næsti formaður hafi fyrst og fremst í forgrunni en ekki óljós loforð um breytingar. Það hefur tekist að bjarga okkur frá gjaldþroti og rétta okkur við og nú er komið að því að sækja fram. Þá verðum við að velja okkur forystu sem vinnur eftir þeim gildum sem Samfylkingin hefur að leiðarljósi. Guðbjartur Hannesson, sem hefur verið ráðherra í stjórn Jóhönnu, er rétti maðurinn til þess að halda á lofti stefnu Samfylkingarinnar um jafnrétti og félagshyggju og vera í fararbroddi þegar við byggjum upp til framtíðar. Guðbjartur hefur orðið að taka ákvarðanir sem hafa orkað tvímælis í erfiðri stöðu til þess að hægt væri að ná fram nauðsynlegu markmiði um aðhald í rekstri sjúkrastofnana. Vel hefur tekist til í flestum tilfellum en hann var maður til þess að biðjast afsökunar og gangast við að ákvörðun hans í launamáli forstjóra Landspítala hefði verið röng. Ég hef átt því láni að fagna að kynnast Guðbjarti persónulega þegar málefni eldri borgara hafa verið til umfjöllunar á fundum í ráðuneyti velferðar og víðar. Framkoma og málflutningur hans ætti að vera mörgum stjórnmálamönnum til eftirbreytni. Guðbjartur flytur mál sitt af sannfæringu án þess að viðhafa stór orð og er tilbúinn til þess að hlusta frekar en að tala án þess að hlusta. Það er eftirspurn eftir forystumönnum eins og Guðbjarti.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun