Hin óumflýjanlegu efnahagslegu þyngdarlögmál Þórarinn G. Pétursson skrifar 10. janúar 2013 06:00 Fram undan er endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem samþykktir voru vorið 2011. Í ljósi reynslunnar af þeim samningum er rétt að staldra við og spyrja hvort miklar nafnlaunahækkanir yfir stuttan samningstíma séu besta leiðin til að bæta hag launafólks. Eins og undirritaður varaði við í aðdraganda og kjölfar kjarasamninganna vorið 2011 hafa þær miklu launahækkanir sem í þeim fólust ekki skilað því sem að var stefnt, heldur leitt til aukinnar verðbólgu, m.a. þar sem fyrirtæki veltu kostnaðarhækkunum sem voru þeim um megn út í verðlag. Þótt erfiðara sé að sýna fram á það, er hugsanlegt að þessar miklu launahækkanir hafi einnig hægt á nýráðningum og jafnvel leitt til uppsagna. Ábati launafólks af þessum ríflegu nafnlaunahækkunum hefur því verið takmarkaður. Hvað geta nafnlaun hækkað mikið án þess að verðstöðugleika sé stefnt í voða? Hækkun launa í hagkerfinu í heild þarf að vera í takt við framleiðnivöxt vinnuaflsins til þess að verðstöðugleika sé ekki ógnað. Viðvarandi hækkun nafnlauna umfram framleiðnivöxt brýst því að öðru óbreyttu út í aukinni verðbólgu án þess að skila neinum ávinningi í kaupmætti. Farvegir þessa þekkta hagræna „þyngdarlögmáls" eru fyrst og fremst tveir. Áður hefur verið minnst á að fyrirtæki grípi til þess ráðs að velta launahækkunum umfram framleiðnivöxt út í verðlag. Hinn farvegurinn er í gegnum lægra gengi krónunnar. Að óbreyttu nafngengi veldur innlend launa- og verðlagshækkun hækkun raungengis sem veikir samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum samkeppnisfyrirtækjum. Það skapar þrýsting til nafngengislækkunar, t.d. með því að tímabundin aukning kaupmáttar eykur eftirspurn eftir innfluttum afurðum sem þrýstir upp verði erlendra gjaldmiðla. Það er því rangt sem aðilar vinnumarkaðarins héldu fram í kjölfar kjarasamningsins vorið 2011 að hinar miklu launahækkanir væru til þess fallnar að styrkja gengi krónunnar. Þvert á móti var ljóst að þær myndu hvort tveggja í senn, setja aukinn þrýsting á krónuna og kynda undir verðbólgu, og grafa með því undan forsendum samningsins um hækkandi gengi krónunnar og litla verðbólgu. Þetta hagræna þyngdarlögmál felur í sér að eigi að halda verðbólgu í 2,5% (verðbólgumarkmið ríkisstjórnar og Seðlabankans) getur aukning launakostnaðar á framleidda einingu (þ.e. nafnlaunahækkanir umfram framleiðnivöxt) að jafnaði ekki verið meiri en um 2,5% á ári, þótt þær geti vikið frá þessu í báðar áttir til skamms tíma vegna sérstakra aðstæðna. Launakostnaður á framleidda einingu hefur hins vegar hækkað langtum meira um árabil. Í fyrra nam hækkunin um 5% og árið 2011 hátt í 6%. Frá því að fjármálakreppan skall á haustið 2008 hefur hækkunin verið um 4½% að meðaltali á ári en var hátt í 7% á ári að meðaltali eftir aldamót og fram að fjármálakreppunni. Engan ætti því að undra að verðbólga hefur verið viðvarandi vandamál hér á landi. Þetta sést enn frekar á meðfylgjandi mynd sem sýnir þróun launakostnaðar á framleidda einingu hér á landi og á evrusvæðinu. Einnig er sýnd þróunin í tveimur evruríkjum, annars vegar í Grikklandi sem er eitt þeirra ríkja þar sem laun hafa hækkað töluvert umfram framleiðnivöxt og hins vegar í Þýskalandi þar sem launahækkanir hafa verið í ágætum takti við framleiðnivöxt. Þessi þróun hefur þýtt að samkeppnisstaða Grikkja hefur stöðugt versnað gagnvart Þjóðverjum, sem á þátt í að skapa þann alvarlega efnahagsvanda sem Grikkir glíma nú við. Langan tíma tekur að endurheimta samkeppnisstöðuna, enda ekki hægt að gera það með lækkun nafngengis. Hækkun launakostnaðar hér á landi er hins vegar langtum meiri en hjá Grikkjum og á evrusvæðinu í heild. Nafngengislækkunin sem óhjákvæmilega fylgir þessum miklu launahækkunum hefur hins vegar gert það að verkum að samkeppnisstaða íslenska þjóðarbúsins hefur ekki rýrnað sem nemur hækkun launakostnaðar.Kjarasamningar og peningastefnan Líkur á óhóflegum launahækkunum verða að jafnaði meiri eftir því sem þensla í innlendum þjóðarbúskap er áþreifanlegri þar sem samningsstaða verkalýðshreyfingarinnar er sterkari eftir því sem skortur á vinnuafli er meiri. Reynslan af kjarasamningnum vorið 2011 sýnir hins vegar að jafnvel við aðstæður þar sem töluverður slaki er í þjóðarbúskapnum og atvinnuleysi er mikið getur niðurstaða almennra kjarasamninga falið í sér verulegar launahækkanir sem eru langtum meiri en atvinnulífið getur staðið undir og jafnvel nokkru meiri en verkalýðshreyfingin fór upphaflega fram á. Þótt nú séu uppi sérstakar aðstæður vegna lágs gengis krónunnar og greiðslujafnaðarkreppu Íslendinga sem skapar ójafnvægi á milli atvinnugreina, setur þessi niðurstaða ákveðin spurningarmerki við samningsferlið sjálft og leiðir í ljós verulega ágalla á fyrirkomulagi kjarasamninga hér á landi þar sem m.a. fara saman atvinnugeirar sem búa við gjörólíkar aðstæður. Hættan við að reyna að endurheimta kaupmátt sem engar efnahagslegar forsendur eru fyrir er sú að vítahringur kaup- og verðhækkana skapist. Miklum launahækkunum er velt út í verðlag sem rýrir kaupmátt sem verkalýðshreyfingin reynir síðan að endurheimta við endurskoðun samninga með enn frekari launahækkunum sem síðan er velt aftur út í verðlag, o.s.frv. Það er hins vegar ljóst að þetta ferli getur einungis viðgengist ef peningastefnan bregst ekki við til þess að rjúfa vítahringinn. Fyrirtæki semja varla um launahækkanir sem þau geta ekki staðið undir nema þau ætli að velta þeim út í verðlag. Það gera þau varla nema í trausti þess að önnur fyrirtæki geri það einnig, ella eiga þau á hættu að missa markaðshlutdeild. Atvinnugreinar gera varla slíkt hið sama nema þær treysti því að nafngengi krónunnar fái að lækka til að samkeppnisstaða þeirra sé endurheimt. Hættan á því að samið verði um óhóflegar launahækkanir ætti því að vera minni ef aðilar vinnumarkaðarins búast við því að þeim verði mætt með hækkun vaxta og auknu peningalegu aðhaldi til að tryggja að verðbólga fái ekki að grafa um sig. Staðföst peningastefna gegnir því lykilhlutverki við að koma í veg fyrir að vítahringur launa- og verðlagshækkana myndist. Í þessu ljósi ber að skoða nýleg viðvörunarorð peningastefnunefndar Seðlabankans um endurskoðun kjarasamninga.Lokaorð Öll viljum við að launafólk njóti sanngjarns afraksturs af vinnuframlagi sínu. Öll viljum við bæta hag þeirra sem verst standa og lægstu launin hafa. Það eru hins vegar gömul sannindi sem Íslendingar lærðu með harmkvælum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar að þetta næst ekki með nafnlaunahækkunum allra langt umfram framleiðnivöxt. Ábati slíkra hækkana er að endingu étinn upp af lækkun gengis og aukinni verðbólgu annars vegar og minni atvinnu hins vegar. Til að ná þessum markmiðum er vænlegra að semja um hóflegar launahækkanir sem skila launafólki ekki aðeins hærri nafnlaunum heldur einnig auknum kaupmætti og grípa til aðgerða á öðrum sviðum sem hækka hlutfallsleg laun þeirra sem lægri laun hafa, svo með því að auka hæfni og framleiðni þeirra. Þetta gamla efnahagslega þyngdarlögmál virðist hafa gleymst en það er allra hagur að það verði haft að leiðarljósi við samningagerð á vinnumarkaði. Höfundur er aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd bankans. Þær skoðanir sem hér koma fram þurfa ekki að endurspegla skoðanir annarra nefndarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Fram undan er endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem samþykktir voru vorið 2011. Í ljósi reynslunnar af þeim samningum er rétt að staldra við og spyrja hvort miklar nafnlaunahækkanir yfir stuttan samningstíma séu besta leiðin til að bæta hag launafólks. Eins og undirritaður varaði við í aðdraganda og kjölfar kjarasamninganna vorið 2011 hafa þær miklu launahækkanir sem í þeim fólust ekki skilað því sem að var stefnt, heldur leitt til aukinnar verðbólgu, m.a. þar sem fyrirtæki veltu kostnaðarhækkunum sem voru þeim um megn út í verðlag. Þótt erfiðara sé að sýna fram á það, er hugsanlegt að þessar miklu launahækkanir hafi einnig hægt á nýráðningum og jafnvel leitt til uppsagna. Ábati launafólks af þessum ríflegu nafnlaunahækkunum hefur því verið takmarkaður. Hvað geta nafnlaun hækkað mikið án þess að verðstöðugleika sé stefnt í voða? Hækkun launa í hagkerfinu í heild þarf að vera í takt við framleiðnivöxt vinnuaflsins til þess að verðstöðugleika sé ekki ógnað. Viðvarandi hækkun nafnlauna umfram framleiðnivöxt brýst því að öðru óbreyttu út í aukinni verðbólgu án þess að skila neinum ávinningi í kaupmætti. Farvegir þessa þekkta hagræna „þyngdarlögmáls" eru fyrst og fremst tveir. Áður hefur verið minnst á að fyrirtæki grípi til þess ráðs að velta launahækkunum umfram framleiðnivöxt út í verðlag. Hinn farvegurinn er í gegnum lægra gengi krónunnar. Að óbreyttu nafngengi veldur innlend launa- og verðlagshækkun hækkun raungengis sem veikir samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum samkeppnisfyrirtækjum. Það skapar þrýsting til nafngengislækkunar, t.d. með því að tímabundin aukning kaupmáttar eykur eftirspurn eftir innfluttum afurðum sem þrýstir upp verði erlendra gjaldmiðla. Það er því rangt sem aðilar vinnumarkaðarins héldu fram í kjölfar kjarasamningsins vorið 2011 að hinar miklu launahækkanir væru til þess fallnar að styrkja gengi krónunnar. Þvert á móti var ljóst að þær myndu hvort tveggja í senn, setja aukinn þrýsting á krónuna og kynda undir verðbólgu, og grafa með því undan forsendum samningsins um hækkandi gengi krónunnar og litla verðbólgu. Þetta hagræna þyngdarlögmál felur í sér að eigi að halda verðbólgu í 2,5% (verðbólgumarkmið ríkisstjórnar og Seðlabankans) getur aukning launakostnaðar á framleidda einingu (þ.e. nafnlaunahækkanir umfram framleiðnivöxt) að jafnaði ekki verið meiri en um 2,5% á ári, þótt þær geti vikið frá þessu í báðar áttir til skamms tíma vegna sérstakra aðstæðna. Launakostnaður á framleidda einingu hefur hins vegar hækkað langtum meira um árabil. Í fyrra nam hækkunin um 5% og árið 2011 hátt í 6%. Frá því að fjármálakreppan skall á haustið 2008 hefur hækkunin verið um 4½% að meðaltali á ári en var hátt í 7% á ári að meðaltali eftir aldamót og fram að fjármálakreppunni. Engan ætti því að undra að verðbólga hefur verið viðvarandi vandamál hér á landi. Þetta sést enn frekar á meðfylgjandi mynd sem sýnir þróun launakostnaðar á framleidda einingu hér á landi og á evrusvæðinu. Einnig er sýnd þróunin í tveimur evruríkjum, annars vegar í Grikklandi sem er eitt þeirra ríkja þar sem laun hafa hækkað töluvert umfram framleiðnivöxt og hins vegar í Þýskalandi þar sem launahækkanir hafa verið í ágætum takti við framleiðnivöxt. Þessi þróun hefur þýtt að samkeppnisstaða Grikkja hefur stöðugt versnað gagnvart Þjóðverjum, sem á þátt í að skapa þann alvarlega efnahagsvanda sem Grikkir glíma nú við. Langan tíma tekur að endurheimta samkeppnisstöðuna, enda ekki hægt að gera það með lækkun nafngengis. Hækkun launakostnaðar hér á landi er hins vegar langtum meiri en hjá Grikkjum og á evrusvæðinu í heild. Nafngengislækkunin sem óhjákvæmilega fylgir þessum miklu launahækkunum hefur hins vegar gert það að verkum að samkeppnisstaða íslenska þjóðarbúsins hefur ekki rýrnað sem nemur hækkun launakostnaðar.Kjarasamningar og peningastefnan Líkur á óhóflegum launahækkunum verða að jafnaði meiri eftir því sem þensla í innlendum þjóðarbúskap er áþreifanlegri þar sem samningsstaða verkalýðshreyfingarinnar er sterkari eftir því sem skortur á vinnuafli er meiri. Reynslan af kjarasamningnum vorið 2011 sýnir hins vegar að jafnvel við aðstæður þar sem töluverður slaki er í þjóðarbúskapnum og atvinnuleysi er mikið getur niðurstaða almennra kjarasamninga falið í sér verulegar launahækkanir sem eru langtum meiri en atvinnulífið getur staðið undir og jafnvel nokkru meiri en verkalýðshreyfingin fór upphaflega fram á. Þótt nú séu uppi sérstakar aðstæður vegna lágs gengis krónunnar og greiðslujafnaðarkreppu Íslendinga sem skapar ójafnvægi á milli atvinnugreina, setur þessi niðurstaða ákveðin spurningarmerki við samningsferlið sjálft og leiðir í ljós verulega ágalla á fyrirkomulagi kjarasamninga hér á landi þar sem m.a. fara saman atvinnugeirar sem búa við gjörólíkar aðstæður. Hættan við að reyna að endurheimta kaupmátt sem engar efnahagslegar forsendur eru fyrir er sú að vítahringur kaup- og verðhækkana skapist. Miklum launahækkunum er velt út í verðlag sem rýrir kaupmátt sem verkalýðshreyfingin reynir síðan að endurheimta við endurskoðun samninga með enn frekari launahækkunum sem síðan er velt aftur út í verðlag, o.s.frv. Það er hins vegar ljóst að þetta ferli getur einungis viðgengist ef peningastefnan bregst ekki við til þess að rjúfa vítahringinn. Fyrirtæki semja varla um launahækkanir sem þau geta ekki staðið undir nema þau ætli að velta þeim út í verðlag. Það gera þau varla nema í trausti þess að önnur fyrirtæki geri það einnig, ella eiga þau á hættu að missa markaðshlutdeild. Atvinnugreinar gera varla slíkt hið sama nema þær treysti því að nafngengi krónunnar fái að lækka til að samkeppnisstaða þeirra sé endurheimt. Hættan á því að samið verði um óhóflegar launahækkanir ætti því að vera minni ef aðilar vinnumarkaðarins búast við því að þeim verði mætt með hækkun vaxta og auknu peningalegu aðhaldi til að tryggja að verðbólga fái ekki að grafa um sig. Staðföst peningastefna gegnir því lykilhlutverki við að koma í veg fyrir að vítahringur launa- og verðlagshækkana myndist. Í þessu ljósi ber að skoða nýleg viðvörunarorð peningastefnunefndar Seðlabankans um endurskoðun kjarasamninga.Lokaorð Öll viljum við að launafólk njóti sanngjarns afraksturs af vinnuframlagi sínu. Öll viljum við bæta hag þeirra sem verst standa og lægstu launin hafa. Það eru hins vegar gömul sannindi sem Íslendingar lærðu með harmkvælum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar að þetta næst ekki með nafnlaunahækkunum allra langt umfram framleiðnivöxt. Ábati slíkra hækkana er að endingu étinn upp af lækkun gengis og aukinni verðbólgu annars vegar og minni atvinnu hins vegar. Til að ná þessum markmiðum er vænlegra að semja um hóflegar launahækkanir sem skila launafólki ekki aðeins hærri nafnlaunum heldur einnig auknum kaupmætti og grípa til aðgerða á öðrum sviðum sem hækka hlutfallsleg laun þeirra sem lægri laun hafa, svo með því að auka hæfni og framleiðni þeirra. Þetta gamla efnahagslega þyngdarlögmál virðist hafa gleymst en það er allra hagur að það verði haft að leiðarljósi við samningagerð á vinnumarkaði. Höfundur er aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd bankans. Þær skoðanir sem hér koma fram þurfa ekki að endurspegla skoðanir annarra nefndarmanna.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar