Handbolti

Markvarðarmálin komast á hreint í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron stóð sig vel í gær og hann fagnar hér með björgvini páli.
fréttablaðið/vilhelm
Aron stóð sig vel í gær og hann fagnar hér með björgvini páli. fréttablaðið/vilhelm
Þrír markverðir voru í íslenska landsliðshópnum í gær en Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari ætlar að taka tvo með sér til Spánar þar sem Ísland hefur leik um helgina.

Aron Rafn Eðvarðsson spilaði lungann úr leiknum í gær en þjálfarinn vildi sjá hann í leiknum þar sem hann var veikur á milli jóla og nýárs. Hreiðar Levý Guðmundsson sat aftur á móti á bekknum allan tímann en valð stendur á milli þeirra tveggja en næsta víst er að Björgvin Páll Gústavsson fari til Spánar.

„Ég nota kvöldið í að fara yfir markvarðarmálin og ákveð mig svo á morgun [í dag]. Aron stóð sig vel í þessum leik og ég var sáttur við fyrri hálfleikinn og síðustu tíu mínúturnar hjá honum," sagði Aron.

Björgvin Páll Gústavsson spilaði talsvert í seinni hálfleik en varði ekki skot.

„Það lítur ekki vel út þegar markvörður er ekki nálægt boltanum. Hann er samt maður með reynslu og allt það. Við þurfum að fara gaumgæfilega yfir stöðuna," sagði Aron en þurfti hann ekkert að sjá meira frá Hreiðari?

„Ég þekki hann vel og þurfti að sjá Aron í þessum leik sem og Bjögga. Mér fannst ekki rétt að setja kaldan mann inn undir lokin. Þá kom Aron sterkur inn. Ég mun því sofa á þessum málum í nótt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×