Sérstakur ákærir Lýð og Sigurð í VÍS-málinu Stígur Helgason skrifar 17. október 2013 07:00 Lýður og Sigurður voru báðir stjórnarmenn í VÍS. Sigurður Valtýsson Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Existu, og Sigurði Valtýssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, fyrir umboðssvik og brot gegn hlutafélagalögum sem stjórnarmenn í Vátryggingafélagi Íslands (VÍS). Ákæruatriðin eru þrjú: Í fyrsta lagi fimmtíu milljóna króna lán sem VÍS veitti Sigurði sjálfum í febrúar 2009 og var ítrekað framlengt og í öðru lagi tugmilljóna lán VÍS til Korks ehf., félags í eigu Lýðs og Ágústs bróður hans, sem var framlengt og hækkað sex sinnum. Þessar tvær lánveitingar eru taldar varða við 104. grein hlutafélagalaga þar sem meðal annars er lagt bann við því að hlutafélag láni stjórnarmönnum sínum fé. Hámarksrefsing fyrir slíkt brot er tveggja ára fangelsi. Þessi lán eru hins vegar ekki talin varða við umboðssvikaákvæði hegningarlaga, meðal annars af því að lánin voru greidd upp og af þeim varð hvorki tjón né teljandi áhætta á því. Þriðja atriðið í ákærunni er hins vegar ætluð umboðssvik þegar VÍS keypti 40 prósenta hlut í félaginu Reykjanesbyggð ehf. af Kristjáni Gunnari Ríkharðssyni, svila Sigurðar, fyrir 150 milljónir. Umboðssvik varða allt að tveggja ára fangelsi og sex árum ef sakir teljast mjög miklar. Ákæran hafði ekki verið birt tvímenningunum í gærmorgun. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur föstudaginn 24. október. Sérstakur saksóknari réðst í húsleit hjá VÍS vegna rannsóknar á málefnum félagsins í maí 2011 og færði fjóra til yfirheyrslu.Lýður GuðmundssonRannsóknin á VÍS var í upphafi mun umfangsmeiri og snerist meðal annars um samtals 41 lán sem VÍS veitti Existu árið 2008. Þau námu samtals 84,4 milljörðum, þótt útistandandi kröfur VÍS á Existu hafi aldrei verið hærri en sex milljarðar í einu. Þá voru lán til fleiri einstaklinga og félaga til rannsóknar. Ekki hefur verið ákært fyrir þessar lánveitingar. Enn fremur voru fimm menn með réttarstöðu sakbornings vegna þessara mála; auk Lýðs og Sigurðar voru það þeir Erlendur Hjaltason, meðforstjóri Sigurðar hjá Existu, Bjarni Brynjólfsson, starfsmaður Existu og varamaður í stjórn VÍS, og Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS. Þeir þrír síðastnefndu hafa ekki verið ákærðir. Þetta er önnur ákæran sem sérstakur saksóknari gefur út á hendur Lýði Guðmundssyni. Sú fyrri var vegna hlutafjáraukningar í Existu, þegar aðeins einn milljarður, fenginn að láni frá Lýsingu, var greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í félaginu. Í maí var Lýður fundinn sekur og dæmdur til að greiða tveggja milljóna sekt, en saksóknari hafði farið fram á átján mánaða fangelsisdóm. Meðákærði, lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson, var sýknaður. Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira
Sigurður Valtýsson Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Existu, og Sigurði Valtýssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, fyrir umboðssvik og brot gegn hlutafélagalögum sem stjórnarmenn í Vátryggingafélagi Íslands (VÍS). Ákæruatriðin eru þrjú: Í fyrsta lagi fimmtíu milljóna króna lán sem VÍS veitti Sigurði sjálfum í febrúar 2009 og var ítrekað framlengt og í öðru lagi tugmilljóna lán VÍS til Korks ehf., félags í eigu Lýðs og Ágústs bróður hans, sem var framlengt og hækkað sex sinnum. Þessar tvær lánveitingar eru taldar varða við 104. grein hlutafélagalaga þar sem meðal annars er lagt bann við því að hlutafélag láni stjórnarmönnum sínum fé. Hámarksrefsing fyrir slíkt brot er tveggja ára fangelsi. Þessi lán eru hins vegar ekki talin varða við umboðssvikaákvæði hegningarlaga, meðal annars af því að lánin voru greidd upp og af þeim varð hvorki tjón né teljandi áhætta á því. Þriðja atriðið í ákærunni er hins vegar ætluð umboðssvik þegar VÍS keypti 40 prósenta hlut í félaginu Reykjanesbyggð ehf. af Kristjáni Gunnari Ríkharðssyni, svila Sigurðar, fyrir 150 milljónir. Umboðssvik varða allt að tveggja ára fangelsi og sex árum ef sakir teljast mjög miklar. Ákæran hafði ekki verið birt tvímenningunum í gærmorgun. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur föstudaginn 24. október. Sérstakur saksóknari réðst í húsleit hjá VÍS vegna rannsóknar á málefnum félagsins í maí 2011 og færði fjóra til yfirheyrslu.Lýður GuðmundssonRannsóknin á VÍS var í upphafi mun umfangsmeiri og snerist meðal annars um samtals 41 lán sem VÍS veitti Existu árið 2008. Þau námu samtals 84,4 milljörðum, þótt útistandandi kröfur VÍS á Existu hafi aldrei verið hærri en sex milljarðar í einu. Þá voru lán til fleiri einstaklinga og félaga til rannsóknar. Ekki hefur verið ákært fyrir þessar lánveitingar. Enn fremur voru fimm menn með réttarstöðu sakbornings vegna þessara mála; auk Lýðs og Sigurðar voru það þeir Erlendur Hjaltason, meðforstjóri Sigurðar hjá Existu, Bjarni Brynjólfsson, starfsmaður Existu og varamaður í stjórn VÍS, og Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS. Þeir þrír síðastnefndu hafa ekki verið ákærðir. Þetta er önnur ákæran sem sérstakur saksóknari gefur út á hendur Lýði Guðmundssyni. Sú fyrri var vegna hlutafjáraukningar í Existu, þegar aðeins einn milljarður, fenginn að láni frá Lýsingu, var greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í félaginu. Í maí var Lýður fundinn sekur og dæmdur til að greiða tveggja milljóna sekt, en saksóknari hafði farið fram á átján mánaða fangelsisdóm. Meðákærði, lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson, var sýknaður.
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira