Vegabréf á vefslóðum Þorleifur Gunnarsson skrifar 2. maí 2013 09:00 Að beiðni innanríkisráðherra hefur Þjóðskrá Íslands þróað nýja rafræna auðkenningarleið inn á einstaklingsmiðaða vefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Óhætt er að segja að um sé að ræða tímamót í rafrænni stjórnsýslu en auðkenningarleiðina hefur Þjóðskrá nefnt Íslykil. Íslykill samanstendur af kennitölu og lykilorði, en ef þörf er á auknu öryggi er hægt að styrkja Íslykilinn með talnarunu sem send er sem SMS í farsíma. Jafnframt hefur Þjóðskrá Íslands opnað nýtt heildstætt auðkenningarkerfi þar sem val er um Íslykil, styrktan Íslykil og rafræn skilríki á snjallkorti. Með auðkenningarkerfi Ísland.is er lagður grunnurinn að því að Íslendingar geti sótt allar opinberar upplýsingar í gegnum netið, jafnvel um sín viðkvæmustu einkamál, notið hvers slags opinberrar þjónustu og kosið.Starfshópur innanríkisráðherra Forsaga þessa máls er sú að 26. júní á síðasta ári skipaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra stýrihóp um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hópurinn skilaði tveimur megintillögum í október sl., annars vegar frumvarpi sem orðið er að lögum og heimilar rafrænar íbúakosningar og hins vegar ofangreindum auðkenningarleiðum. Stýrihópurinn lagði til að rekstur og þjónusta rafrænna auðkenninga yrði miðlæg á vefsvæðinu Ísland.is og þannig skapaður rammi um rafrænar auðkenningar, nokkurs konar vegabréf á vefslóðum. Til að gera langa sögu stutta gerði innanríkisráðherra tillögur stýrihópsins að sínum, afhenti Þjóðskrá verkefnið og lagði sitt af mörkum til að Þjóðskrá fengi það fjármagn sem til þurfti.Fullt forræði hins opinbera Það er mikilvægt að opinberir aðilar hafi fullt forræði yfir þeim auðkenningarleiðum sem notaðar eru á opinberum vefjum eða í samskiptum við opinbera aðila og í raun ætti að skilgreina auðkenninguna sem ómissandi upplýsingainnviði. Hingað til hefur fyrst og fremst verið boðið upp á tvær leiðir inn á rafræna opinbera þjónustu. Annars vegar veflykil ríkisskattstjóra og hins vegar rafræn skilríki. Þessar leiðir mæta ekki þörfum fyrir almenna opinbera stjórnsýslu á Íslandi. RSK-lykillinn er eingöngu í boði fyrir 16 ára og eldri en þörf er á auðkenningu fyrir yngri aldurshópa og hann skortir aðra fjölbreytni sem Íslykillinn býður upp á. Þau rafrænu skilríki sem notuð eru í dag eru flest í eigu fjármálastofnana og hefur notkun þeirra ekki náð sér á strik. Ekki er raunhæft að reikna með mikilli aukningu í notkun rafrænna skilríkja í nánustu framtíð eða ekki fyrr en þau verða notendavænni en þau eru í dag. Rafræn skilríki í einhverri mynd eru þó nauðsynleg fyrir stóra fjármálagjörninga, aðgang sérfræðinga að sjúkraskrám o.s.frv.Stjórnsýsla 21. aldar Þrátt fyrir það að Íslendingar séu fremstir þjóða hvað varðar tölvueign og tölvufærni erum við aftarlega í flestum mælingum hvað varðar rafræna stjórnsýslu. Það er ljóst að íbúunum er ekki um að kenna heldur hinu opinbera. Sú ákvörðun innanríkisráðherra að fela Þjóðskrá Íslands uppbyggingu opinbers auðkenningarkerfis er mikilvægt skref í átt til stjórnsýslu 21. aldarinnar. Stjórnsýslu þar sem allir íbúar, hvar sem þeir búa á landinu, geta sótt og skilað upplýsingum, sótt um þjónustu, fyllt út eyðublöð og kosið á netinu í gegnum öruggar auðkenningar í eigu hins opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Að beiðni innanríkisráðherra hefur Þjóðskrá Íslands þróað nýja rafræna auðkenningarleið inn á einstaklingsmiðaða vefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Óhætt er að segja að um sé að ræða tímamót í rafrænni stjórnsýslu en auðkenningarleiðina hefur Þjóðskrá nefnt Íslykil. Íslykill samanstendur af kennitölu og lykilorði, en ef þörf er á auknu öryggi er hægt að styrkja Íslykilinn með talnarunu sem send er sem SMS í farsíma. Jafnframt hefur Þjóðskrá Íslands opnað nýtt heildstætt auðkenningarkerfi þar sem val er um Íslykil, styrktan Íslykil og rafræn skilríki á snjallkorti. Með auðkenningarkerfi Ísland.is er lagður grunnurinn að því að Íslendingar geti sótt allar opinberar upplýsingar í gegnum netið, jafnvel um sín viðkvæmustu einkamál, notið hvers slags opinberrar þjónustu og kosið.Starfshópur innanríkisráðherra Forsaga þessa máls er sú að 26. júní á síðasta ári skipaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra stýrihóp um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hópurinn skilaði tveimur megintillögum í október sl., annars vegar frumvarpi sem orðið er að lögum og heimilar rafrænar íbúakosningar og hins vegar ofangreindum auðkenningarleiðum. Stýrihópurinn lagði til að rekstur og þjónusta rafrænna auðkenninga yrði miðlæg á vefsvæðinu Ísland.is og þannig skapaður rammi um rafrænar auðkenningar, nokkurs konar vegabréf á vefslóðum. Til að gera langa sögu stutta gerði innanríkisráðherra tillögur stýrihópsins að sínum, afhenti Þjóðskrá verkefnið og lagði sitt af mörkum til að Þjóðskrá fengi það fjármagn sem til þurfti.Fullt forræði hins opinbera Það er mikilvægt að opinberir aðilar hafi fullt forræði yfir þeim auðkenningarleiðum sem notaðar eru á opinberum vefjum eða í samskiptum við opinbera aðila og í raun ætti að skilgreina auðkenninguna sem ómissandi upplýsingainnviði. Hingað til hefur fyrst og fremst verið boðið upp á tvær leiðir inn á rafræna opinbera þjónustu. Annars vegar veflykil ríkisskattstjóra og hins vegar rafræn skilríki. Þessar leiðir mæta ekki þörfum fyrir almenna opinbera stjórnsýslu á Íslandi. RSK-lykillinn er eingöngu í boði fyrir 16 ára og eldri en þörf er á auðkenningu fyrir yngri aldurshópa og hann skortir aðra fjölbreytni sem Íslykillinn býður upp á. Þau rafrænu skilríki sem notuð eru í dag eru flest í eigu fjármálastofnana og hefur notkun þeirra ekki náð sér á strik. Ekki er raunhæft að reikna með mikilli aukningu í notkun rafrænna skilríkja í nánustu framtíð eða ekki fyrr en þau verða notendavænni en þau eru í dag. Rafræn skilríki í einhverri mynd eru þó nauðsynleg fyrir stóra fjármálagjörninga, aðgang sérfræðinga að sjúkraskrám o.s.frv.Stjórnsýsla 21. aldar Þrátt fyrir það að Íslendingar séu fremstir þjóða hvað varðar tölvueign og tölvufærni erum við aftarlega í flestum mælingum hvað varðar rafræna stjórnsýslu. Það er ljóst að íbúunum er ekki um að kenna heldur hinu opinbera. Sú ákvörðun innanríkisráðherra að fela Þjóðskrá Íslands uppbyggingu opinbers auðkenningarkerfis er mikilvægt skref í átt til stjórnsýslu 21. aldarinnar. Stjórnsýslu þar sem allir íbúar, hvar sem þeir búa á landinu, geta sótt og skilað upplýsingum, sótt um þjónustu, fyllt út eyðublöð og kosið á netinu í gegnum öruggar auðkenningar í eigu hins opinbera.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun