Honda hættir framleiðslu Insight Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2013 12:30 Honda Insight Honda hóf framleiðslu tvinnbílsins Insight í samkeppni við Toyota Prius og setti hann á markað árið 2009. Hann hefur aldrei selst vel og fékk svo til alls staðar dræmar móttökur. Hann var aðeins ódýrari en Prius, en ekki eins rúmgóður og eyðslugrannur. Honda hefur engin plön um að koma fram með 2015 árgerð af bílnum og því eru dagar hans brátt taldir og 2014 árgerðin, sem nú er á markaði verður sú síðasta. Honda hefur náð meiri árangri með tvinnútgáfuna af Civic bílnum, enda mun fallegri bíll. Tvinnbíllinn Honda Civic (Hybrid) seldist í 1.031 eintaki í nóvember í Bandaríkjunum, en aðeins 402 af Honda Insight. Enn einn tvinnbíll Honda er svo Accord Hybrid, en ekki er hægt að segja að neinn þeirra seljist í skipsförmum. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent
Honda hóf framleiðslu tvinnbílsins Insight í samkeppni við Toyota Prius og setti hann á markað árið 2009. Hann hefur aldrei selst vel og fékk svo til alls staðar dræmar móttökur. Hann var aðeins ódýrari en Prius, en ekki eins rúmgóður og eyðslugrannur. Honda hefur engin plön um að koma fram með 2015 árgerð af bílnum og því eru dagar hans brátt taldir og 2014 árgerðin, sem nú er á markaði verður sú síðasta. Honda hefur náð meiri árangri með tvinnútgáfuna af Civic bílnum, enda mun fallegri bíll. Tvinnbíllinn Honda Civic (Hybrid) seldist í 1.031 eintaki í nóvember í Bandaríkjunum, en aðeins 402 af Honda Insight. Enn einn tvinnbíll Honda er svo Accord Hybrid, en ekki er hægt að segja að neinn þeirra seljist í skipsförmum.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent