Viðskipti innlent

Arion hagnast um 10 milljarða

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Höskuldur Ólafsson bankastjóri er ánægður með afkomu Arion banka.
Höskuldur Ólafsson bankastjóri er ánægður með afkomu Arion banka. Mynd/Stefán
Hagnaður Arion banka fyrstu níu mánuði þessa árs nam 10,1 milljarði króna eftir skatta samanborið við 14,5 milljarða króna á sama tímabili á árinu 2012. Þetta kemur fram í uppgjöri bankans.

Hagnaður þriðja ársfjórðungs hjá bankanum var 4,2 milljarðar sem er 900 milljónum krónum meira en í fyrra.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir í uppgjörinu að afkoman sé góð og í samræmi við væntingar. Hann er sáttur við rekstur bankans þessa fyrstu níu mánuði ársins á heildina litið, ekki síst í ljósi þess að enn gætir nokkurrar óvissu í ytra starfsumhverfi bankans.

Rekstrartekjur lækka milli ára, námu 31,5 milljörðum samanborið við 34,4 milljarða í fyrra. Helstu ástæður þeirrar lækkunar eru lækkun vaxtarmunar, sem meðal annars er tilkomin vegna bindingar innlána og skuldabréfaútgáfu. Einnig eru aðrar tekjur lægri vegna minni virðisbreytinga eigna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×