Viðskipti innlent

Landsbréf fær viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti

Haraldur Guðmundsson skrifar
Landsbréf hf. er dótturfélag Landsbankans.
Landsbréf hf. er dótturfélag Landsbankans. Mynd/GVa.
Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands hefur ákveðið að veita Landsbréfum hf. viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

Ákvörðunin kemur í kjölfar ítarlegrar úttektar á stjórnarháttum Landsbréfa sem unnin var af lögmannsstofunni Lex ehf, að því er fram kemur í tilkynningu Landsbréfa.

„Niðurstaða úttektar Lex er sú að stjórnarhættir Landsbréfa geti að mörgu leyti verið öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar. [...] Landsbréf fagna þessari viðurkenningu og munu hér eftir sem hingað til leggja metnað sinn í að vera í fararbroddi í góðum stjórnarháttum."

Úttekin var unnin á vegum Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland hf. og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×