Akranesbær tekur yfir Sementverksmiðjureitinn Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2013 15:23 Gunnlaugur Kristjánsson stjórnarformaður Sementsverksmiðjunar og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness. Fulltrúar Akraneskaupstaðar, Sementsverksmiðjunnar ehf. og Arion banka undirrituðu í dag samning um að Akraneskaupstaður eignist nú þegar Sementsverksmiðjureitinn í bænum að mestu leyti. Um er að ræða bæði mannvirki og lóðaréttindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórn Akraneskaupstaðar. Samningaviðræður hófust í haust að frumkvæði Sementsverksmiðjunnar en eigendur og viðskiptabanki félagsins töldu gjaldþrot blasa félaginu að óbreyttu. Sementsverksmiðjan heldur áfram hluta reitsins til starfrækslu sementsinnflutnings næstu 15 árin. Þá mun verksmiðjan leigja nokkur rými verksmiðjunnar næstu tvö árin. „Þegar verður verið hafist handa við að huga að skipulagsmálum reitsins og málið reifað á íbúaþingi á Akranesi 18. janúar 2014. Kanon arkitektar undirbúa þingið í umboði bæjarins. Þar er ætlunin að kynna ýmsar tillögur að nýtingu svæðisins og kalla eftir fleiri hugmyndum. Undirbúningur þingsins hófst áður en viðræður hófust um samkomulagið sem nú er orðið staðreynd,“ segir í tilkynningunni. Um er að ræða 55 þúsund fermetra svæði í hjarta bæjarins og hagsmunir bæjarfélagsins eru miklir. „Með samkomulaginu fær Akraneskaupstaður fullt forræði yfir svæðinu til skipulagningar og ráðstöfunar mun fyrr en ella. Án samninga hefði óvissa ríkt um ráðstöfun stórs hluta svæðisins auk mögulegs gjaldþrots Sementsverk-smiðjunnar.“ Boðað hefur verið til íbúafundar þann 18. janúar, sem markar upphaf vinnu við skipulagsferli reitsins. Það felst í hugmyndasamkeppni og í nánu samráði við íbúa Akraness. „Bæjaryfirvöld binda miklar vonir við að í þessari uppbyggingu takist vel til og að hér sé eitt besta byggingar- og útivistarland við Faxaflóa sem allt er á móti suðri við sjávarströnd, nánast í miðjum bænum,“ segir í bókun bæjarstjórnar Akraness í dag.Sementsreiturinn afmarkaður með rauðum og bláum línum. Sementsverksmiðjan ehf. heldur eftir til 15 ára svæðinu sem afmarkað er með bláum línum til vinstri. Akraneskaupstaður fær nú forræði yfir lóðunum sem afmarkaðar eru með rauðum línum. Mannvirki sem Sementsverksmiðjan leigir af Akraneskaupstað innan rauða svæðisins er merkt eru merkt með bláum skálínum. Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fulltrúar Akraneskaupstaðar, Sementsverksmiðjunnar ehf. og Arion banka undirrituðu í dag samning um að Akraneskaupstaður eignist nú þegar Sementsverksmiðjureitinn í bænum að mestu leyti. Um er að ræða bæði mannvirki og lóðaréttindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórn Akraneskaupstaðar. Samningaviðræður hófust í haust að frumkvæði Sementsverksmiðjunnar en eigendur og viðskiptabanki félagsins töldu gjaldþrot blasa félaginu að óbreyttu. Sementsverksmiðjan heldur áfram hluta reitsins til starfrækslu sementsinnflutnings næstu 15 árin. Þá mun verksmiðjan leigja nokkur rými verksmiðjunnar næstu tvö árin. „Þegar verður verið hafist handa við að huga að skipulagsmálum reitsins og málið reifað á íbúaþingi á Akranesi 18. janúar 2014. Kanon arkitektar undirbúa þingið í umboði bæjarins. Þar er ætlunin að kynna ýmsar tillögur að nýtingu svæðisins og kalla eftir fleiri hugmyndum. Undirbúningur þingsins hófst áður en viðræður hófust um samkomulagið sem nú er orðið staðreynd,“ segir í tilkynningunni. Um er að ræða 55 þúsund fermetra svæði í hjarta bæjarins og hagsmunir bæjarfélagsins eru miklir. „Með samkomulaginu fær Akraneskaupstaður fullt forræði yfir svæðinu til skipulagningar og ráðstöfunar mun fyrr en ella. Án samninga hefði óvissa ríkt um ráðstöfun stórs hluta svæðisins auk mögulegs gjaldþrots Sementsverk-smiðjunnar.“ Boðað hefur verið til íbúafundar þann 18. janúar, sem markar upphaf vinnu við skipulagsferli reitsins. Það felst í hugmyndasamkeppni og í nánu samráði við íbúa Akraness. „Bæjaryfirvöld binda miklar vonir við að í þessari uppbyggingu takist vel til og að hér sé eitt besta byggingar- og útivistarland við Faxaflóa sem allt er á móti suðri við sjávarströnd, nánast í miðjum bænum,“ segir í bókun bæjarstjórnar Akraness í dag.Sementsreiturinn afmarkaður með rauðum og bláum línum. Sementsverksmiðjan ehf. heldur eftir til 15 ára svæðinu sem afmarkað er með bláum línum til vinstri. Akraneskaupstaður fær nú forræði yfir lóðunum sem afmarkaðar eru með rauðum línum. Mannvirki sem Sementsverksmiðjan leigir af Akraneskaupstað innan rauða svæðisins er merkt eru merkt með bláum skálínum.
Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira