Viðskipti innlent

Margir vilja fisk eftir kjötátið mikla

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Heiða Helgadóttir
Mikið er að gera í fiskverslunum í dag. Undanfarna  daga hefur þjóðin belgt sig út af kjöti svo mörgum þykir nóg um.

„Það er búið að vera mikið núna hjá okkur seinni partinn,“ segir Guðbjörg Gló, eigandi Fylgifiska.

Greinilegt sé að fólk sé að fá sér fisk eftir hátíðarnar og aðeins að stemma sig af eftir kjötátið mikla. Þau eiga svo von á því að enn meira verði að gera í verslununum á mánudag og þriðjudag, það séu jafnan stærstu dagarnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×