Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 82-77 | Dominos-deild karla Elvar Geir Magnússon á Ásvöllum skrifar 30. október 2013 22:00 myndir / daníel Haukar unnu sanngjarnan sigur á Snæfelli í eina leik kvöldsins í Dominos-deild karla. Úrslitin 82-77 í leik þar sem Haukar voru einfaldlega betri og virðast til alls vísir. Haukar eru komnir með sex stig líkt og efstu lið en Snæfell er í sjöunda sæti með tvö stig. Terrence Watson skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Hauka. Emil Barja var einnig sjæoðandi heitur, gerði 21 stig og tók 10 fráköst fyrir heimamenn. Stigahæstur hjá Snæfelli var Jón Ólafur Jónsson en liðið fer ekki nægilega sannfærandi af stað á mótinu. Haukar leiddu nánast allan leikinn í kvöld en Snæfellingar voru aldrei langt undan og spennan hélt sér alveg fram að leikslokum.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka:"Við leiddum allan leikinn og vorum aðeins stressaðir í lokin og létum þá æsa okkur upp í vitleysu. Það var meiri spenna í lokin en þurfti að vera og við lærum af þessu. Við vorum að taka slæmar ákvarðanir í lokin og að tapa boltanum. Menn voru að reyna einhverjar fáránlegar sendingar í staðinn fyrir að spila okkar leik," sagði Ívar. "Í heildina litið var vörnin mjög góð og hún er að vinna leiki. Við erum að finna fínan takt og erum í fínum málum. Við erum að spila á mörgum mönnum og allir sem koma af bekknum eru tilbúnir og skila góðri vinnu. Það er pressa á byrjunarliðinu, þegar vel gengur vilja allir fá tíma. Við erum að fá framlag frá fullt af leikmönnum." "Við erum með mjög góða breidd og ég er mjög ánægður með liðið. Við tökum bara einn leik fyrir einu og næst er KFÍ á erfiðum útivelli og við byrjum að tala um hann á næstu æfingu."Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells:"Við vorum miklu lélegri en Haukarnir og gáfum þeim ekki nægilega góðan leik," segir Ingi Þór, svekktur með frammistöðu sinna manna í kvöld. "Þeir voru miklu betri en við. Við vorum að gera þetta of erfitt og vítanýtingin fyrir neðan allar hellur. Ég vona að við eigum miklu meira inni. Ef við ætlum að vera topplið þurfum við að vinna á útivelli, sama hver mótherjinn er. Haukarnir eru með gott lið og hafa verið að ná góðum úrslitum." "Við þurfum að fara að finna okkar takt. Við erum ekki í nægilega góðum takti. Við þurfum að laga okkar leik. Þetta er ekki ásættanleg staða, við ætluðum ekki að vera 1-3 eftir fjóra leiki. Við þurfum klárlega að bæta okkar leik." "Við vorum ekki nægilega góðir. Það hefði verið algjört rán hefðum við unnið þennan leik."Haukar-Snæfell 82-77 (21-17, 21-18, 22-24, 18-18)Haukar: Terrence Watson 31/13 fráköst, Emil Barja 21/10 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Haukur Óskarsson 10/7 fráköst, Kristinn Marinósson 6/6 fráköst, Kári Jónsson 5, Sigurður Þór Einarsson 3, Þorsteinn Finnbogason 2, Davíð Páll Hermannsson 2, Svavar Páll Pálsson 2/8 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 25/9 fráköst, Vance Cooksey 13/7 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/6 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12, Stefán Karel Torfason 7/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4, Sveinn Arnar Davíðsson 2/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Halldór Geir Jensson, Jóhannes Páll Friðriksson Hér að neðan má sjá leiklýsinguna.Leik lokið 82-77: Snæfellingar brutu á Emil Barja sem setti bæði skotin niður og kláraði þetta. Þvílíkur leikur sem Emil hefur átt í kvöld. Haukar vinna!4. leikhluti, 80-77: Kári setti annað skotið niður. 10 sek eftir og Haukar eiga boltann, þeir taka leikhlé. Þeir eiga ekki að klúðra þessu!4. leikhluti, 79-77: Haukar með hörmulegt skot, Davíð Páll. Heppni að boltinn fór á Kára Jónsson. Brotið á honum. 4. leikhluti, 79-77: 40 sek eftir og Haukar í sókn. Snæfell var að setja niður tvö víti.4. leikhluti, 79-73: Mínúta eftir. Snæfell á skotrétt og tekur leikhlé. Spenna.4. leikhluti, 79-71: Leikhlé. 2:41 eftir. Watsone með 31 stig fyrir Hauka - Jón Ólafur 25 stig fyrir Snæfell.4. leikhluti:, 77-67: 3:55 eftir. Snæfell tekur leikhlé. Watson með 29 stig fyrir Hauka.4. leikhluti, 73-64: Cooksey í Snæfelli lenti illa í gólfinu... en hann jafnar sig á þessu og fær lófaklapp. Leikhlutinn hálfnaður.4. leikhluti, 67-60: Þrjár mínútur liðnar af leikhlutanum. Sjö stig eru ekki mikið í körfubolta en Haukarnir líta nokkuð sannfærandi út núna.3. leikhluta lokið, 64-59: Watson með síðustu körfu þriðja leikhlutans. Virtist í engu jafnvægi en náði að koma boltanum ofan í körfuna á ótrúlegan hátt. Watson kominn með 23 stig og 10 fráköst.3. leikhluti, 60-55: Jón Ólafur Jónsson atkvæðamikill, er kominn með 23 stig fyrir Snæfellinga.3. leikhluti, 54-51: Sigurður Þór Einarsson í Haukum og Vance Cooksey í Snæfelli eru komnir með fjórar villur hvor.3. leikhluti, 52-49: Kári Jónsson, hinn afar efnilegi leikmaður Hauka (16 ára gamall), er kominn með sín fyrstu stig í kvöld. Hann setti niður laglegan þrist. Kári var á eldi þegar Haukar rúlluðu yfir ÍR í síðasta leik.3. leikhluti, 47-43: Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, er kominn með fjórar villur.3. leikhluti, 47-38: Níu stiga munur... en þá fær Snæfell þrjú vítaskot.Hálfleikur, 42-35: Terrence Watson með 14 stig fyrir Hauka og Emil Barja 11. Hjá Snæfelli er Jón Ólafur Jónsson með 10 stig.Hálfleikur, 42-35: Mikilvægur þristur frá Emil Barja af löngu færi í blálok fyrri hálfleiksins. Flautukarfa. Gerir það að verkum að Haukar leiða með sjö stiga mun.2. leikhluti, 31-25: Haukur Óskarsson að setja niður þrist fyrir Haukana. Rúmer 3 mínútur eftir af hálfleiknum.2. leikhluti, 24-22: Baráttan hefur verið að bera fegurðina ofurliði. Fyrstu stig 2. leikhluta komu eftir rúmar þrjár mínútur.1. leikhluta lokið, 21-17: Netið er alveg hundleiðinlegt hérna í húsinu og er til ama. Er opið svo áhorfendur eru að tengja sig inn á það. Allavega eru fín tilþrif í gangi hérna og Terrence Watson kveikti til dæmis á mönnum með því að smella í laglega troðslu.1. leikhluti, 6-7: Snæfell komst í 7-2 en svo hafa heimamenn verið að svara.Fyrir leik: Leikurinn er að hefjast, um átta mínútum á eftir áætlun.Fyrir leik: Það er frítt inn á leikinn og áhorfendur eru að gæða sér á hamborgurum á meðan leikmenn hita upp. Búið er að koma hljóðkerfinu í lag en það virkaði ekki í kvennaleiknum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Snæfells lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Sjá meira
Haukar unnu sanngjarnan sigur á Snæfelli í eina leik kvöldsins í Dominos-deild karla. Úrslitin 82-77 í leik þar sem Haukar voru einfaldlega betri og virðast til alls vísir. Haukar eru komnir með sex stig líkt og efstu lið en Snæfell er í sjöunda sæti með tvö stig. Terrence Watson skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Hauka. Emil Barja var einnig sjæoðandi heitur, gerði 21 stig og tók 10 fráköst fyrir heimamenn. Stigahæstur hjá Snæfelli var Jón Ólafur Jónsson en liðið fer ekki nægilega sannfærandi af stað á mótinu. Haukar leiddu nánast allan leikinn í kvöld en Snæfellingar voru aldrei langt undan og spennan hélt sér alveg fram að leikslokum.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka:"Við leiddum allan leikinn og vorum aðeins stressaðir í lokin og létum þá æsa okkur upp í vitleysu. Það var meiri spenna í lokin en þurfti að vera og við lærum af þessu. Við vorum að taka slæmar ákvarðanir í lokin og að tapa boltanum. Menn voru að reyna einhverjar fáránlegar sendingar í staðinn fyrir að spila okkar leik," sagði Ívar. "Í heildina litið var vörnin mjög góð og hún er að vinna leiki. Við erum að finna fínan takt og erum í fínum málum. Við erum að spila á mörgum mönnum og allir sem koma af bekknum eru tilbúnir og skila góðri vinnu. Það er pressa á byrjunarliðinu, þegar vel gengur vilja allir fá tíma. Við erum að fá framlag frá fullt af leikmönnum." "Við erum með mjög góða breidd og ég er mjög ánægður með liðið. Við tökum bara einn leik fyrir einu og næst er KFÍ á erfiðum útivelli og við byrjum að tala um hann á næstu æfingu."Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells:"Við vorum miklu lélegri en Haukarnir og gáfum þeim ekki nægilega góðan leik," segir Ingi Þór, svekktur með frammistöðu sinna manna í kvöld. "Þeir voru miklu betri en við. Við vorum að gera þetta of erfitt og vítanýtingin fyrir neðan allar hellur. Ég vona að við eigum miklu meira inni. Ef við ætlum að vera topplið þurfum við að vinna á útivelli, sama hver mótherjinn er. Haukarnir eru með gott lið og hafa verið að ná góðum úrslitum." "Við þurfum að fara að finna okkar takt. Við erum ekki í nægilega góðum takti. Við þurfum að laga okkar leik. Þetta er ekki ásættanleg staða, við ætluðum ekki að vera 1-3 eftir fjóra leiki. Við þurfum klárlega að bæta okkar leik." "Við vorum ekki nægilega góðir. Það hefði verið algjört rán hefðum við unnið þennan leik."Haukar-Snæfell 82-77 (21-17, 21-18, 22-24, 18-18)Haukar: Terrence Watson 31/13 fráköst, Emil Barja 21/10 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Haukur Óskarsson 10/7 fráköst, Kristinn Marinósson 6/6 fráköst, Kári Jónsson 5, Sigurður Þór Einarsson 3, Þorsteinn Finnbogason 2, Davíð Páll Hermannsson 2, Svavar Páll Pálsson 2/8 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 25/9 fráköst, Vance Cooksey 13/7 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/6 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12, Stefán Karel Torfason 7/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4, Sveinn Arnar Davíðsson 2/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Halldór Geir Jensson, Jóhannes Páll Friðriksson Hér að neðan má sjá leiklýsinguna.Leik lokið 82-77: Snæfellingar brutu á Emil Barja sem setti bæði skotin niður og kláraði þetta. Þvílíkur leikur sem Emil hefur átt í kvöld. Haukar vinna!4. leikhluti, 80-77: Kári setti annað skotið niður. 10 sek eftir og Haukar eiga boltann, þeir taka leikhlé. Þeir eiga ekki að klúðra þessu!4. leikhluti, 79-77: Haukar með hörmulegt skot, Davíð Páll. Heppni að boltinn fór á Kára Jónsson. Brotið á honum. 4. leikhluti, 79-77: 40 sek eftir og Haukar í sókn. Snæfell var að setja niður tvö víti.4. leikhluti, 79-73: Mínúta eftir. Snæfell á skotrétt og tekur leikhlé. Spenna.4. leikhluti, 79-71: Leikhlé. 2:41 eftir. Watsone með 31 stig fyrir Hauka - Jón Ólafur 25 stig fyrir Snæfell.4. leikhluti:, 77-67: 3:55 eftir. Snæfell tekur leikhlé. Watson með 29 stig fyrir Hauka.4. leikhluti, 73-64: Cooksey í Snæfelli lenti illa í gólfinu... en hann jafnar sig á þessu og fær lófaklapp. Leikhlutinn hálfnaður.4. leikhluti, 67-60: Þrjár mínútur liðnar af leikhlutanum. Sjö stig eru ekki mikið í körfubolta en Haukarnir líta nokkuð sannfærandi út núna.3. leikhluta lokið, 64-59: Watson með síðustu körfu þriðja leikhlutans. Virtist í engu jafnvægi en náði að koma boltanum ofan í körfuna á ótrúlegan hátt. Watson kominn með 23 stig og 10 fráköst.3. leikhluti, 60-55: Jón Ólafur Jónsson atkvæðamikill, er kominn með 23 stig fyrir Snæfellinga.3. leikhluti, 54-51: Sigurður Þór Einarsson í Haukum og Vance Cooksey í Snæfelli eru komnir með fjórar villur hvor.3. leikhluti, 52-49: Kári Jónsson, hinn afar efnilegi leikmaður Hauka (16 ára gamall), er kominn með sín fyrstu stig í kvöld. Hann setti niður laglegan þrist. Kári var á eldi þegar Haukar rúlluðu yfir ÍR í síðasta leik.3. leikhluti, 47-43: Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, er kominn með fjórar villur.3. leikhluti, 47-38: Níu stiga munur... en þá fær Snæfell þrjú vítaskot.Hálfleikur, 42-35: Terrence Watson með 14 stig fyrir Hauka og Emil Barja 11. Hjá Snæfelli er Jón Ólafur Jónsson með 10 stig.Hálfleikur, 42-35: Mikilvægur þristur frá Emil Barja af löngu færi í blálok fyrri hálfleiksins. Flautukarfa. Gerir það að verkum að Haukar leiða með sjö stiga mun.2. leikhluti, 31-25: Haukur Óskarsson að setja niður þrist fyrir Haukana. Rúmer 3 mínútur eftir af hálfleiknum.2. leikhluti, 24-22: Baráttan hefur verið að bera fegurðina ofurliði. Fyrstu stig 2. leikhluta komu eftir rúmar þrjár mínútur.1. leikhluta lokið, 21-17: Netið er alveg hundleiðinlegt hérna í húsinu og er til ama. Er opið svo áhorfendur eru að tengja sig inn á það. Allavega eru fín tilþrif í gangi hérna og Terrence Watson kveikti til dæmis á mönnum með því að smella í laglega troðslu.1. leikhluti, 6-7: Snæfell komst í 7-2 en svo hafa heimamenn verið að svara.Fyrir leik: Leikurinn er að hefjast, um átta mínútum á eftir áætlun.Fyrir leik: Það er frítt inn á leikinn og áhorfendur eru að gæða sér á hamborgurum á meðan leikmenn hita upp. Búið er að koma hljóðkerfinu í lag en það virkaði ekki í kvennaleiknum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Snæfells lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Sjá meira