Michael Craion, leikmaður Keflavíkur, sýndi mögnuð tilþrif er hann tróð boltanum á skemmtilegan hátt yfir hávaxnasta leikmann deildarinnar, Ragnar Nathanaelsson hjá Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í gær.
Keflavík vann Þór Þ. með 97 stigum gegn 88 og hefur liðið unnið alla fimm leiki sína í Dominos-deildinni til þessa.
Michael Craion er 195 sentímetrar á hæð á meðan Ragnar Nathanaelsson er 218 sentímetrar.
Ragnar og Egill Jónasson, leikmaður Njarðvíkur, eru tveir hávöxnustu leikmenn deildarinnar, báðir 218 sentímetrar.
Hér að ofan má sjá myndband af atvikinu.

