Söluhæsti bíll Noregs er Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 12:45 Vafalaust hefur rafmagnsbíll aldrei verið söluhæsti bíllinn í nokkru landi áður, en í september nýliðnum var rafmagnsbíllinn Tesla Model S söluhæsti einstaki bíllinn í Noregi. Það seldust 616 Tesla Model S bílar í síðasta mánuði af alls 12.168 bílum, eða 5,1% þeirra. Volkswagen seldi 1.512 bíla, en salan dreifðist á margar bílgerðir. 1.044 rafmagnsbílar seldust í Noregi í september, eða 8,6% heildarsölunnar. Norðmenn eru alveg vitlausir í rafmagnsbíla og ekki í neinu landi er hærra hlutfall þeirra og fjöldi Nissan Leaf bíla er hreint ótrúlegur þar. Það virðist engin hindrun hjá nágrönnum okkar í Noregi að Tesla Model S er fremur dýr bíll, en það hjálpar þó talsvert uppá að hið opinbera hefur gefið eftir flest gjöld á rafmagnsbíla þar og eigendur þeirra njóta að auki ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á akreinum fyrir strætisvagna og þeir leggja frítt í stæði í höfuðborginni Osló og víðast hvar. Margur vellríkur forstjórinn verður nú snöggur í miðbæinn og ekki í vandræðum með bílastæði. Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent
Vafalaust hefur rafmagnsbíll aldrei verið söluhæsti bíllinn í nokkru landi áður, en í september nýliðnum var rafmagnsbíllinn Tesla Model S söluhæsti einstaki bíllinn í Noregi. Það seldust 616 Tesla Model S bílar í síðasta mánuði af alls 12.168 bílum, eða 5,1% þeirra. Volkswagen seldi 1.512 bíla, en salan dreifðist á margar bílgerðir. 1.044 rafmagnsbílar seldust í Noregi í september, eða 8,6% heildarsölunnar. Norðmenn eru alveg vitlausir í rafmagnsbíla og ekki í neinu landi er hærra hlutfall þeirra og fjöldi Nissan Leaf bíla er hreint ótrúlegur þar. Það virðist engin hindrun hjá nágrönnum okkar í Noregi að Tesla Model S er fremur dýr bíll, en það hjálpar þó talsvert uppá að hið opinbera hefur gefið eftir flest gjöld á rafmagnsbíla þar og eigendur þeirra njóta að auki ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á akreinum fyrir strætisvagna og þeir leggja frítt í stæði í höfuðborginni Osló og víðast hvar. Margur vellríkur forstjórinn verður nú snöggur í miðbæinn og ekki í vandræðum með bílastæði.
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent