Að fá lánað Úrsúla Jünemann skrifar 23. maí 2013 06:00 Sem barn lærði ég muninn á að fá lánað og að fá gefins. Þegar ég lánaði bestu vinkonu minni hjólaskautana mína þá vildi ég fá þá alveg eins til baka. Og ekki bara annað stykkið heldur bæði því ég var ekki að gefa henni. Þegar ég lánaði bróður mínum boltann þá vildi ég fá hann til baka. Og hann átti að vera í lagi og hvorki sprunginn né fullur af drullu. „Geturðu lánað mér, ég á engan miða,“ spurði unglingurinn sem ætlaði heim með strætó. Hann var búinn að eyða peningunum sem áttu að duga til að borga farið í nammi. Bílstjórinn minnti hann á að hann ætti enn þá eftir að borga farið sem hann fékk „lánað“ frá því í gær og neitaði að taka hann með. Foreldrar unglingsins hringdu í mikilli reiði í stjórnstöð Strætó og kvörtuðu undan bílstjóranum. Krakkann langaði í nýjasta iPad og stóri bróðir tók smálán fyrir hann, þetta var ekkert mál. „Geturðu lánað mér?“ spurði ungi maðurinn sem langaði í flottan jeppa. Bankastjórinn sá ekki neina fyrirstöðu enda var góðæri í landinu. „Get ég fengið lán?“ spurðu hjón sem langaði í nýtt, flott og óþarflega stórt húsnæði. Alveg sjálfsagt, bankinn veitti lánið enda allt í góðu standi á Íslandi fyrir 2008. Að standa í skilum Að fá lánað þýðir í mínum huga að greiða til baka og standa í skilum með sínar skuldir. Að fá lánað er ekki sama og að fá gefins. Best væri að þurfa ekki að taka lán heldur eiga fyrir hlutunum sem mann langar að eignast. Auðvitað þurfa flestallir að taka lán til að fjárfesta í eigin íbúð og þeim er vorkunn sem keyptu sína fyrstu fasteign í aðdraganda hrunsins. En þeim sem kunnu sér ekki hóf í græðgi og lífsgæðakapphlaupinu er ekki vorkunn. Þessi háværi hópur stóð fast fyrir aftan Sigmund Davíð sem lofaði öllu fögru um niðurfellingu skuldanna. Nú þegar er kappinn búinn að draga í land og vill meina að fyrrverandi ríkisstjórn hafi ekki dregið rétta mynd af stöðu í ríkiskassanum. En á Íslandi eru menn einnig að fá lán í annarri mynd. „Getum við fengið lánað svæði á hálendinu til að byggja stórt orkuver,“ spurði Landsvirkjun og fór að reisa Kárahnjúkavirkjun til að sjá stóru álveri á Austurlandi fyrir orku. Þessu „lánaða svæði“ munu menn skila til baka eins og sprungnum og ónýtum fótbolta þegar lífstíð þessarar virkjunar lýkur, öllu eyðilögðu og ónýtu. Getum við fengið afnot af Lagarfljótinu til að leiða drullugustu á landsins í annan farveg? Þetta er bara að láni því að orkuöflun hér á landi er svo sjálfbær. En Lagarfljótið mun seint jafna sig. Getum við fengið lánaða nokkra hveri á Reykjanesi til að reisa orkuver? Getum við fengið að láni jaðarsvæði við Mývatn til að halda áfram virkjunarbrölti fyrir erlend stórfyrirtæki? Furðulegt finnst mér hvaða menn og í hvaða tilfellum þeir taka sér í munn hugtakið „sjálfbærni“. Þetta er sennilega eitt mest misnotaða og misskilda orðið í dag. Sjálfbærni þýðir fyrst og fremst að ekki skal ganga á forðann og það sem menn taka út af gæðum jarðar þarf líka að koma inn aftur þannig að næstu kynslóðir njóti sömu lífsgæða og við núna í dag. Við eigum jú ekki jörðina heldur fáum hana að láni frá næstu kynslóðunum sem koma á eftir okkur. Að fá lánað þýðir líka að skila til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sem barn lærði ég muninn á að fá lánað og að fá gefins. Þegar ég lánaði bestu vinkonu minni hjólaskautana mína þá vildi ég fá þá alveg eins til baka. Og ekki bara annað stykkið heldur bæði því ég var ekki að gefa henni. Þegar ég lánaði bróður mínum boltann þá vildi ég fá hann til baka. Og hann átti að vera í lagi og hvorki sprunginn né fullur af drullu. „Geturðu lánað mér, ég á engan miða,“ spurði unglingurinn sem ætlaði heim með strætó. Hann var búinn að eyða peningunum sem áttu að duga til að borga farið í nammi. Bílstjórinn minnti hann á að hann ætti enn þá eftir að borga farið sem hann fékk „lánað“ frá því í gær og neitaði að taka hann með. Foreldrar unglingsins hringdu í mikilli reiði í stjórnstöð Strætó og kvörtuðu undan bílstjóranum. Krakkann langaði í nýjasta iPad og stóri bróðir tók smálán fyrir hann, þetta var ekkert mál. „Geturðu lánað mér?“ spurði ungi maðurinn sem langaði í flottan jeppa. Bankastjórinn sá ekki neina fyrirstöðu enda var góðæri í landinu. „Get ég fengið lán?“ spurðu hjón sem langaði í nýtt, flott og óþarflega stórt húsnæði. Alveg sjálfsagt, bankinn veitti lánið enda allt í góðu standi á Íslandi fyrir 2008. Að standa í skilum Að fá lánað þýðir í mínum huga að greiða til baka og standa í skilum með sínar skuldir. Að fá lánað er ekki sama og að fá gefins. Best væri að þurfa ekki að taka lán heldur eiga fyrir hlutunum sem mann langar að eignast. Auðvitað þurfa flestallir að taka lán til að fjárfesta í eigin íbúð og þeim er vorkunn sem keyptu sína fyrstu fasteign í aðdraganda hrunsins. En þeim sem kunnu sér ekki hóf í græðgi og lífsgæðakapphlaupinu er ekki vorkunn. Þessi háværi hópur stóð fast fyrir aftan Sigmund Davíð sem lofaði öllu fögru um niðurfellingu skuldanna. Nú þegar er kappinn búinn að draga í land og vill meina að fyrrverandi ríkisstjórn hafi ekki dregið rétta mynd af stöðu í ríkiskassanum. En á Íslandi eru menn einnig að fá lán í annarri mynd. „Getum við fengið lánað svæði á hálendinu til að byggja stórt orkuver,“ spurði Landsvirkjun og fór að reisa Kárahnjúkavirkjun til að sjá stóru álveri á Austurlandi fyrir orku. Þessu „lánaða svæði“ munu menn skila til baka eins og sprungnum og ónýtum fótbolta þegar lífstíð þessarar virkjunar lýkur, öllu eyðilögðu og ónýtu. Getum við fengið afnot af Lagarfljótinu til að leiða drullugustu á landsins í annan farveg? Þetta er bara að láni því að orkuöflun hér á landi er svo sjálfbær. En Lagarfljótið mun seint jafna sig. Getum við fengið lánaða nokkra hveri á Reykjanesi til að reisa orkuver? Getum við fengið að láni jaðarsvæði við Mývatn til að halda áfram virkjunarbrölti fyrir erlend stórfyrirtæki? Furðulegt finnst mér hvaða menn og í hvaða tilfellum þeir taka sér í munn hugtakið „sjálfbærni“. Þetta er sennilega eitt mest misnotaða og misskilda orðið í dag. Sjálfbærni þýðir fyrst og fremst að ekki skal ganga á forðann og það sem menn taka út af gæðum jarðar þarf líka að koma inn aftur þannig að næstu kynslóðir njóti sömu lífsgæða og við núna í dag. Við eigum jú ekki jörðina heldur fáum hana að láni frá næstu kynslóðunum sem koma á eftir okkur. Að fá lánað þýðir líka að skila til baka.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar