Hvaða lærdóm má draga af PISA? Jóhanna Einarsdóttir skrifar 11. desember 2013 00:00 Nýlega voru kynntar niðurstöður PISA, alþjóðlegrar könnunar á lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúrufræðilæsi 15 ára barna. Í könnuninni er leitast við að meta, ekki einungis þekkingu nemenda úr skólanum heldur einnig hvort þeir geta nýtt hana við nýjar aðstæður. Niðurstöður sýna að íslenskum nemendum hefur hrakað hvað varðar þessa þætti frá síðustu könnunum. Athygli hefur vakið að nemendur af landsbyggðinni koma verr út en nemendur af höfuðborgarsvæðinu, munur er á frammistöðu innflytjenda og innfæddra og piltum hefur farið verulega aftur í lesskilningi og stærðfræðilæsi. Þetta eru slæmar fréttir sem hafa kallað á mikla umræðu í þjóðfélaginu um menntun, skólakerfið, hlutverk heimilanna og ekki síst menntun kennara.Nýtt kennaranám Með lögum frá Alþingi árið 2008 varð nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára meistaranám. Vorið 2014 munu fyrstu kennararnir ljúka námi skv. því skipulagi. Í nýju kennaranámi er tekið mið af því hversu flókið kennarastarfið er í nútímasamfélagi og þeir þættir sem PISA mælir hafa allir fengið aukið vægi. Stærðfræði er nú skylda fyrir alla grunnskólakennaranema á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, allir nemar taka sérstök námskeið í læsi og áhersla hefur verið lögð á að efla náttúrufræðimenntun með fé úr Aldarafmælissjóði HÍ. Auk þess sérhæfa kennaranemar sig í ákveðnum greinum og sviðum. Finnar er sú Norðurlandaþjóð sem bestum árangri hefur náð í PISA könnuninni. Kennaranám í Finnlandi er fimm ára háskólanám og hefur það, ásamt þeirri virðingu sem borin er fyrir kennarastéttinni, verið nefnt sem meginskýringin á góðum árangri þeirra. Við væntum þess að nýtt kennaranám muni í framtíðinni skila sér í öflugu og fjölbreyttu skólastarfi og betri námsárangri hér á landi.Takmarkanir PISA PISA könnunin er áreiðanlegur mælikvarði á getu nemenda á því sviði sem könnunin nær til en hún mælir ekki allt sem skiptir máli. Þeir þættir, sem þarna er verið að mæla, eru einungis lítill hluti þess sem aðalnámskrá segir til um að kenna eigi í skólum. Grunnþættir í menntun, sem eru leiðarstef í nýjum námskrám allra skólastiganna, eru: lýðræði og mannréttindi, læsi, sjálfbærni, heibrigði og velferð, jafnrétti og sköpun. Þessa þætti er erfitt að mæla. Niðurstöður PISA könnunarinnar benda þó til þess að töluverður árangur hafi náðst hvað varðar vellíðan barna og viðhorf þeirra til náms. Börnunum okkar líður mun betur í skólanum en áður. Einnig er vert að benda á þá jákvæðu niðurstöðu prófsins að jöfnuður meðal skóla mælist hvergi meiri en hér á landi. Þetta er ótvíræður styrkleiki íslenska skólakerfisins.Menntarannsóknir Niðurstöður PISA kalla á frekari rannsóknir og þær þurfa að skoðast í samhengi við þær rannsóknir sem til eru á kennsluaðferðum og námskrá skólanna. Leita þarf svara við hvaða kennsluaðferðir skila bestum árangi og hvaða þættir valda því að sumum nemendum gengur illa að leysa þau viðfangsefni sem PISA prófar. Við Menntavísindasvið er nú nýlokið viðamikilli rannsókn á starfsháttum í grunnskólum. Þar voru skoðaðir kennsluhættir, kennsluumhverfi og hvernig komið er til móts við einstaklingsmun í skólum. Við höfum einnig gögn sem varpa ljósi á málþroska, orðaforða og lestraráhuga og í hverju munurinn á þeim, sem standa sig vel og þeim, sem gera það ekki, liggur. Mikilvægt er að kanna til hlítar áhrif nýrrar tækni og samfélagsbreytinga á lestur og lesskilning barna og leita nýrra leiða. Til að stuðla að gæðum í skólakerfinu þurfum við að byggja starfið á rannsóknum. Menntarannsóknir eiga að móta stefnu og starfshætti í skólum landsins. Þær eru grunnur þess að við náum að greina og skilja það sem vel er gert og það sem þarf að bæta.Hvatning til að gera betur Niðurstöður PISA könnunarinnar eiga að vera okkur hvatning til að gera betur. Mikilvægt er að líta heildstætt á menntun barna, í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og á heimilum. Milli þessara aðila þarf að vera gott samstarf. Menntun barna okkar er sameiginleg ábyrgð alls samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega voru kynntar niðurstöður PISA, alþjóðlegrar könnunar á lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúrufræðilæsi 15 ára barna. Í könnuninni er leitast við að meta, ekki einungis þekkingu nemenda úr skólanum heldur einnig hvort þeir geta nýtt hana við nýjar aðstæður. Niðurstöður sýna að íslenskum nemendum hefur hrakað hvað varðar þessa þætti frá síðustu könnunum. Athygli hefur vakið að nemendur af landsbyggðinni koma verr út en nemendur af höfuðborgarsvæðinu, munur er á frammistöðu innflytjenda og innfæddra og piltum hefur farið verulega aftur í lesskilningi og stærðfræðilæsi. Þetta eru slæmar fréttir sem hafa kallað á mikla umræðu í þjóðfélaginu um menntun, skólakerfið, hlutverk heimilanna og ekki síst menntun kennara.Nýtt kennaranám Með lögum frá Alþingi árið 2008 varð nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára meistaranám. Vorið 2014 munu fyrstu kennararnir ljúka námi skv. því skipulagi. Í nýju kennaranámi er tekið mið af því hversu flókið kennarastarfið er í nútímasamfélagi og þeir þættir sem PISA mælir hafa allir fengið aukið vægi. Stærðfræði er nú skylda fyrir alla grunnskólakennaranema á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, allir nemar taka sérstök námskeið í læsi og áhersla hefur verið lögð á að efla náttúrufræðimenntun með fé úr Aldarafmælissjóði HÍ. Auk þess sérhæfa kennaranemar sig í ákveðnum greinum og sviðum. Finnar er sú Norðurlandaþjóð sem bestum árangri hefur náð í PISA könnuninni. Kennaranám í Finnlandi er fimm ára háskólanám og hefur það, ásamt þeirri virðingu sem borin er fyrir kennarastéttinni, verið nefnt sem meginskýringin á góðum árangri þeirra. Við væntum þess að nýtt kennaranám muni í framtíðinni skila sér í öflugu og fjölbreyttu skólastarfi og betri námsárangri hér á landi.Takmarkanir PISA PISA könnunin er áreiðanlegur mælikvarði á getu nemenda á því sviði sem könnunin nær til en hún mælir ekki allt sem skiptir máli. Þeir þættir, sem þarna er verið að mæla, eru einungis lítill hluti þess sem aðalnámskrá segir til um að kenna eigi í skólum. Grunnþættir í menntun, sem eru leiðarstef í nýjum námskrám allra skólastiganna, eru: lýðræði og mannréttindi, læsi, sjálfbærni, heibrigði og velferð, jafnrétti og sköpun. Þessa þætti er erfitt að mæla. Niðurstöður PISA könnunarinnar benda þó til þess að töluverður árangur hafi náðst hvað varðar vellíðan barna og viðhorf þeirra til náms. Börnunum okkar líður mun betur í skólanum en áður. Einnig er vert að benda á þá jákvæðu niðurstöðu prófsins að jöfnuður meðal skóla mælist hvergi meiri en hér á landi. Þetta er ótvíræður styrkleiki íslenska skólakerfisins.Menntarannsóknir Niðurstöður PISA kalla á frekari rannsóknir og þær þurfa að skoðast í samhengi við þær rannsóknir sem til eru á kennsluaðferðum og námskrá skólanna. Leita þarf svara við hvaða kennsluaðferðir skila bestum árangi og hvaða þættir valda því að sumum nemendum gengur illa að leysa þau viðfangsefni sem PISA prófar. Við Menntavísindasvið er nú nýlokið viðamikilli rannsókn á starfsháttum í grunnskólum. Þar voru skoðaðir kennsluhættir, kennsluumhverfi og hvernig komið er til móts við einstaklingsmun í skólum. Við höfum einnig gögn sem varpa ljósi á málþroska, orðaforða og lestraráhuga og í hverju munurinn á þeim, sem standa sig vel og þeim, sem gera það ekki, liggur. Mikilvægt er að kanna til hlítar áhrif nýrrar tækni og samfélagsbreytinga á lestur og lesskilning barna og leita nýrra leiða. Til að stuðla að gæðum í skólakerfinu þurfum við að byggja starfið á rannsóknum. Menntarannsóknir eiga að móta stefnu og starfshætti í skólum landsins. Þær eru grunnur þess að við náum að greina og skilja það sem vel er gert og það sem þarf að bæta.Hvatning til að gera betur Niðurstöður PISA könnunarinnar eiga að vera okkur hvatning til að gera betur. Mikilvægt er að líta heildstætt á menntun barna, í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og á heimilum. Milli þessara aðila þarf að vera gott samstarf. Menntun barna okkar er sameiginleg ábyrgð alls samfélagsins.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun