Viðskipti innlent

Ósk Heiða ráðin markaðsstjóri Íslandshótela

Haraldur Guðmundsson skrifar
Ósk Heiða Sveinsdóttir.
Ósk Heiða Sveinsdóttir. Mynd/Aðsend.
Ósk Heiða Sveinsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Íslandshótela.  

Í tilkynningu fyrirtækisins, sem rekur meðal annars keðjuna Fosshótel og Reykjavíkurhótel, segir að um nýtt starf sé að ræða og að Ósk muni meðal annars sjá um mótun stefnu Íslandshótela í markaðsmálum og markaðssetningu á vörum og þjónustu þess.

„Ósk Heiða starfaði áður í markaðsdeild Advania, en gendi áður stöðu markaðsstjóra hjá HugAx frá árinu 2007 til 2012. Hún er með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands, en hluta námsins tók hún við Copenhagen Business School. Eiginmaður Óskar Heiðu er Magnús Freyr Smárason, mastersnemi í rafmagnsverkfræði við HR. Þau eiga tvo börn," segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×