Margt er skrítið í kýrhausnum Reynir Vilhjálmsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Þegar ég hugsa um íslensk stjórnmál verður mér oft hugsað til þessa málsháttar. Nú eru kosningar nýafstaðnar og tveir flokkar fengu samtals meirihluta þingmanna. Það er eðlilegt að þessir flokkar hugsi til samstarfs um stjórnarmyndun. En hvað gerist? Formenn þessara flokka, trúlega í fylgd einhverra aðstoðarmanna, setjast niður í einhverju sumarhúsi einhvers staðar á landinu og ræða stefnumálin. Fréttamenn fá af og til einhverjar ábendingar um hvað sé rætt en allt virðist þetta á léttu nótunum.Örlögin ráðin Mér er spurn: er ekki verið að tala um framtíð íslensku þjóðarinnar, er ekki verið að tala um hvernig þjóðin eigi að forðast gjaldþrot næstu fjögur árin? Hvað vorum við að kjósa? Kusum við ekki stjórnmálaflokka eða kusum við bara formennina? Hafa flokkarnir ekki samninganefndir sem koma að stjórnarmyndun? Ég veit ekki betur en samninganefndir atvinnurekenda og verkalýðsfélaga búi til kjarasamning að loknu verkfalli og að allir viti hverjir sitji í þessum samninganefndum. Fundir þeirra geta verið langir og harðir og tekið heilu næturnar enda er gert ráð fyrir að farið verði eftir þessum samningum. Með stjórnarmyndun á Íslandi virðist þessu allt öðruvísi farið. Hér setjast einhverjir höfðingjar saman á afviknum stað, hvort sem er úti í Viðey, í Þingvallabænum eða í sumarhúsi einhvers staðar í vorblíðunni og gera samning sem skiptir engu máli því að það ætlar hvort sem er enginn að fara eftir honum. Aðalatriðið er að foringjarnir setji upp sitt fallegasta bros fyrir myndavélarnar þegar þeir standa úti á einhverjum tröppum og tilkynna þjóðinni að örlög hennar séu nú ráðin næstu fjögur árin. Flokkarnir sem að stjórninni eiga að standa munu svo samþykkja sáttmálann án þess að segja múkk því að það er ekki siður á Íslandi að gagnrýna það sem höfðingjarnir segja. Hnípin þjóð í vanda mun svo halda út næstu árin. Í mesta lagi verður eitthvað bankað á tunnur á Austurvelli en það er aldrei tekið mark á slíku enda ekki ástæða til. Stjórnmálaflokkur er stefna Alþingi Íslendinga virðist vera furðulegur vinnustaður. Í einfeldni minni hélt ég að að þar sætu fulltrúar fólksins sem væru kosnir til að fylgja þeirri stefnuskrá sem flokkur þeirra lagði fyrir kjósendur. Ég sem kjósandi hef engan áhuga á að kjósa einhverja sérstaka persónu, það eina sem ég get gert með krossinn minn er að setja hann við þá stefnu sem mér er mest að skapi. En stjórnmálaflokkur er fyrir mig ígildi ákveðinnar stefnu. En nú gerist það að alþingismaður skiptir um flokk á miðju kjörtímabili. Hver kaus hann til þess? Á hann ekki frekar að segja af sér ef hann getur ekki fylgt stefnunni lengur? Það er kannski ekki furða að margir Íslendingar treysta ekki Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hugsa um íslensk stjórnmál verður mér oft hugsað til þessa málsháttar. Nú eru kosningar nýafstaðnar og tveir flokkar fengu samtals meirihluta þingmanna. Það er eðlilegt að þessir flokkar hugsi til samstarfs um stjórnarmyndun. En hvað gerist? Formenn þessara flokka, trúlega í fylgd einhverra aðstoðarmanna, setjast niður í einhverju sumarhúsi einhvers staðar á landinu og ræða stefnumálin. Fréttamenn fá af og til einhverjar ábendingar um hvað sé rætt en allt virðist þetta á léttu nótunum.Örlögin ráðin Mér er spurn: er ekki verið að tala um framtíð íslensku þjóðarinnar, er ekki verið að tala um hvernig þjóðin eigi að forðast gjaldþrot næstu fjögur árin? Hvað vorum við að kjósa? Kusum við ekki stjórnmálaflokka eða kusum við bara formennina? Hafa flokkarnir ekki samninganefndir sem koma að stjórnarmyndun? Ég veit ekki betur en samninganefndir atvinnurekenda og verkalýðsfélaga búi til kjarasamning að loknu verkfalli og að allir viti hverjir sitji í þessum samninganefndum. Fundir þeirra geta verið langir og harðir og tekið heilu næturnar enda er gert ráð fyrir að farið verði eftir þessum samningum. Með stjórnarmyndun á Íslandi virðist þessu allt öðruvísi farið. Hér setjast einhverjir höfðingjar saman á afviknum stað, hvort sem er úti í Viðey, í Þingvallabænum eða í sumarhúsi einhvers staðar í vorblíðunni og gera samning sem skiptir engu máli því að það ætlar hvort sem er enginn að fara eftir honum. Aðalatriðið er að foringjarnir setji upp sitt fallegasta bros fyrir myndavélarnar þegar þeir standa úti á einhverjum tröppum og tilkynna þjóðinni að örlög hennar séu nú ráðin næstu fjögur árin. Flokkarnir sem að stjórninni eiga að standa munu svo samþykkja sáttmálann án þess að segja múkk því að það er ekki siður á Íslandi að gagnrýna það sem höfðingjarnir segja. Hnípin þjóð í vanda mun svo halda út næstu árin. Í mesta lagi verður eitthvað bankað á tunnur á Austurvelli en það er aldrei tekið mark á slíku enda ekki ástæða til. Stjórnmálaflokkur er stefna Alþingi Íslendinga virðist vera furðulegur vinnustaður. Í einfeldni minni hélt ég að að þar sætu fulltrúar fólksins sem væru kosnir til að fylgja þeirri stefnuskrá sem flokkur þeirra lagði fyrir kjósendur. Ég sem kjósandi hef engan áhuga á að kjósa einhverja sérstaka persónu, það eina sem ég get gert með krossinn minn er að setja hann við þá stefnu sem mér er mest að skapi. En stjórnmálaflokkur er fyrir mig ígildi ákveðinnar stefnu. En nú gerist það að alþingismaður skiptir um flokk á miðju kjörtímabili. Hver kaus hann til þess? Á hann ekki frekar að segja af sér ef hann getur ekki fylgt stefnunni lengur? Það er kannski ekki furða að margir Íslendingar treysta ekki Alþingi.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar