Kæfum ekki hjarta miðbæjarins Þóra Andrésdóttir skrifar 16. maí 2013 07:00 Nú er í kynningu nýtt deiliskipulag á dýrmætum reit í hjarta borgarinnar, Landsímareitnum í Kvosinni. Ég skora á fólk að kynna sér það vel og senda inn athugasemdir á skipulag@reykjavik.is fyrir 23.maí. Það telst annars samþykkt, þótt það hafi mótmælt áformum um hótelrekstur á þessum reit á ekkihotel.is ásamt 17.000 öðrum. Framtíð dýrmætustu almenningssvæða Reykjavíkur er í húfi. Eiga hagsmunir lóðareiganda sem þarna hefur keypt upp eignir að vega þyngra en hagsmunir almennings? Er borgin ekki fyrir okkur borgabúa? Almenningssvæðin þrjú, Austurvöllur, Ingólfstorg og Fógetagarður eru mikið sótt af mismunandi hópum fólks. Það mun verða fyrir truflun meðan á fyrirhuguðum framkvæmdum og fornleifagreftri stendur. Einnig mun verslun á þessu svæði raskast.Með mikla sögu Á Landsímareitnum eru mörg gömul hús með mikla sögu, þar á meðal Nasa, gamla Sjálfstæðishúsið og Landsímahúsið eftir Guðjón Samúelsson. Við Vallarstræti eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfsbúð og Hótel Vík. Skipulagstillögur á svæðinu hafa tekið ýmsum breytingum. Í stað þess að rífa húsin í Vallarstrætinu átti að flytja þau á Ingólfstorgið. Því var mótmælt harðlega. Síðan átti borgin að byggja menningarhús á Ingólfstorgi, sem var hætt við. Það stóð kannski aldrei til?Yfirgnæfa friðuð hús Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir háum byggingum á milli gömlu húsanna við Vallarstræti. Þótt hæð þeirra hafi verið lækkuð um eina hæð, munu þær samt yfirgnæfa friðuð hús og bera þau ofurliði. Í stað þess að draga fram sérstöðu þeirra og sögulegt gildi. Mér finnst Landsímahúsinu, byggingu Guðjóns Samúelssonar, sýnd mikil vanvirðing með því að reisa enn aðra viðbyggingu við það og bæta að auki ofan á það. Þetta mun algjörlega breyta ásýnd hússins og auka skuggavarp inn á Austurvöll. Vart telst það að standa vörð um hagsmuni almennings sem hlýtur að vera frumskylda borgaryfirvalda. Viðbyggingin verður reist á bílaplaninu, alveg út við Kirkjustrætið. Hún mun þrengja mjög að gömlu uppgerðu húsunum hinum megin götunnar, sem og Alþingi. Hótel- eða gistihúsarekstri fylgir mikil umferð. Ekki bara rútur, heldur einnig leigubílar, jeppar, sorpbílar og sendibílar að koma með birgðir af ýmsum toga. Hvar á eiginlega sú aðkoma að vera? Það eina góða sem kemur út úr nýju deiliskipulagi er að Fógetagarðurinn, elsti kirkjugarður Reykvíkinga, fær svokallaða hverfisvernd. Annað gildir um hinn lifandi og sögufræga sal í gamla Sjálfstæðishúsinu, Nasa, þar sem tónlistarmenn hafa lengi átt athvarf. Hann verður rifinn og endurgerður sem fjölnota salur innan veggja hótels með útgang út í þröngt Vallarstrætið. Af hverju er Nasasalurinn ekki verndaður, eins og húsafriðunarnefnd hafði lagt til á sínum tíma? Kæfum ekki hjarta bæjarins. Miðbærinn iðar af lífi og sál í þessari fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum og gömlum götumyndum. Leyfum þeim að njóta sín. Sýnum borginni okkar virðingu og verndum okkar sögulegu byggð. Það er komið nóg af hótelum á þessum litla reit sem við eigum öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú er í kynningu nýtt deiliskipulag á dýrmætum reit í hjarta borgarinnar, Landsímareitnum í Kvosinni. Ég skora á fólk að kynna sér það vel og senda inn athugasemdir á skipulag@reykjavik.is fyrir 23.maí. Það telst annars samþykkt, þótt það hafi mótmælt áformum um hótelrekstur á þessum reit á ekkihotel.is ásamt 17.000 öðrum. Framtíð dýrmætustu almenningssvæða Reykjavíkur er í húfi. Eiga hagsmunir lóðareiganda sem þarna hefur keypt upp eignir að vega þyngra en hagsmunir almennings? Er borgin ekki fyrir okkur borgabúa? Almenningssvæðin þrjú, Austurvöllur, Ingólfstorg og Fógetagarður eru mikið sótt af mismunandi hópum fólks. Það mun verða fyrir truflun meðan á fyrirhuguðum framkvæmdum og fornleifagreftri stendur. Einnig mun verslun á þessu svæði raskast.Með mikla sögu Á Landsímareitnum eru mörg gömul hús með mikla sögu, þar á meðal Nasa, gamla Sjálfstæðishúsið og Landsímahúsið eftir Guðjón Samúelsson. Við Vallarstræti eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfsbúð og Hótel Vík. Skipulagstillögur á svæðinu hafa tekið ýmsum breytingum. Í stað þess að rífa húsin í Vallarstrætinu átti að flytja þau á Ingólfstorgið. Því var mótmælt harðlega. Síðan átti borgin að byggja menningarhús á Ingólfstorgi, sem var hætt við. Það stóð kannski aldrei til?Yfirgnæfa friðuð hús Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir háum byggingum á milli gömlu húsanna við Vallarstræti. Þótt hæð þeirra hafi verið lækkuð um eina hæð, munu þær samt yfirgnæfa friðuð hús og bera þau ofurliði. Í stað þess að draga fram sérstöðu þeirra og sögulegt gildi. Mér finnst Landsímahúsinu, byggingu Guðjóns Samúelssonar, sýnd mikil vanvirðing með því að reisa enn aðra viðbyggingu við það og bæta að auki ofan á það. Þetta mun algjörlega breyta ásýnd hússins og auka skuggavarp inn á Austurvöll. Vart telst það að standa vörð um hagsmuni almennings sem hlýtur að vera frumskylda borgaryfirvalda. Viðbyggingin verður reist á bílaplaninu, alveg út við Kirkjustrætið. Hún mun þrengja mjög að gömlu uppgerðu húsunum hinum megin götunnar, sem og Alþingi. Hótel- eða gistihúsarekstri fylgir mikil umferð. Ekki bara rútur, heldur einnig leigubílar, jeppar, sorpbílar og sendibílar að koma með birgðir af ýmsum toga. Hvar á eiginlega sú aðkoma að vera? Það eina góða sem kemur út úr nýju deiliskipulagi er að Fógetagarðurinn, elsti kirkjugarður Reykvíkinga, fær svokallaða hverfisvernd. Annað gildir um hinn lifandi og sögufræga sal í gamla Sjálfstæðishúsinu, Nasa, þar sem tónlistarmenn hafa lengi átt athvarf. Hann verður rifinn og endurgerður sem fjölnota salur innan veggja hótels með útgang út í þröngt Vallarstrætið. Af hverju er Nasasalurinn ekki verndaður, eins og húsafriðunarnefnd hafði lagt til á sínum tíma? Kæfum ekki hjarta bæjarins. Miðbærinn iðar af lífi og sál í þessari fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum og gömlum götumyndum. Leyfum þeim að njóta sín. Sýnum borginni okkar virðingu og verndum okkar sögulegu byggð. Það er komið nóg af hótelum á þessum litla reit sem við eigum öll.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar