Efnaminna fólk neitar sér um tannlæknaþjónustu Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2013 14:47 Tannlæknar finna fyrir því að tekjulægri einstaklingar neiti sér um þjónustu þeirra. Um nítján prósent fólks í lægri tekjuhópum samfélagsins hafa neitað sér um tannlækningar vegna kostnaðar. Varaformaður Tannlæknafélagsins spyr hvort tannlækningar séu aðeins fyrir þá ríku. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði birtir á bloggi sínu samantekt á gögnum frá Hagstofu Evrópu sem sýna að um 19 prósent Íslendinga í lægsta fimmtungi launastigans hafa neitað sé um tannlækningar á árinu 2011 vegna kostnaðar. Staðan er aðeins verri í tveimur öðrum löndum; í Lettlandi þar sem 36 prósent hinna tekjulægstu hafa neitað sér um tannlækningar og í Búlgaríu þar sem rúmlega 20 pósent hafa gert það. En í Noregi hafa 9,6 prósent neitað sér um tannlækningar og 6,4 prósent í Danmörku en best er ástandið í Finnlandi og Bretlandi þar sem aðeins um hálft prósent fólks með lægstu tekjurnar hafa neitað sér um tannlækningar. Börkur Thoroddssen varaformaður Tannlæknafélags Íslands kannast við þetta ástand. „Já, já, við finnum virkilega fyrir því og eftir hrunið hefur þetta orðið meira og meira áberandi og mér finnst þetta ekkert vera að lagast mikið, Segir Börkur. Þetta sé alls ekki gott fyrir tannheilsu landsmanna. Börkur segir þetta meðal annars stafa af því hvað hið opinbera taki lítið þátt í tannlæknigakostnaði fólks. Tannlæknar finni þetta greinilega hjá tekjulægra fólki í samfélaginu. „Það er alveg greinilegt að svo er. Maður hugsar með sér hvort tannlækningar séu kannski bara fyrir þá ríku. Það er ákveðinn hópur fólks sem fer ekki til tannlæknis út af kostnaði og kannski er einnig eitthvað annað sem ræður því,“ segir Börkur. Með nýlegu samkomulagi tannlækna og stjórnvalda um opinbera greiðslu á tannlækningum barna muni ástandið ef til vill batna, þótt það verði ekki að fullu komið til framkvæmda fyrr en eftir fimm ár. En það ætti samt að létta undir með efnaminni fjölskyldum þannig að hinir fullorðnu veigri sér ekki við að sækja sér þjónustu tannlækna. Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Um nítján prósent fólks í lægri tekjuhópum samfélagsins hafa neitað sér um tannlækningar vegna kostnaðar. Varaformaður Tannlæknafélagsins spyr hvort tannlækningar séu aðeins fyrir þá ríku. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði birtir á bloggi sínu samantekt á gögnum frá Hagstofu Evrópu sem sýna að um 19 prósent Íslendinga í lægsta fimmtungi launastigans hafa neitað sé um tannlækningar á árinu 2011 vegna kostnaðar. Staðan er aðeins verri í tveimur öðrum löndum; í Lettlandi þar sem 36 prósent hinna tekjulægstu hafa neitað sér um tannlækningar og í Búlgaríu þar sem rúmlega 20 pósent hafa gert það. En í Noregi hafa 9,6 prósent neitað sér um tannlækningar og 6,4 prósent í Danmörku en best er ástandið í Finnlandi og Bretlandi þar sem aðeins um hálft prósent fólks með lægstu tekjurnar hafa neitað sér um tannlækningar. Börkur Thoroddssen varaformaður Tannlæknafélags Íslands kannast við þetta ástand. „Já, já, við finnum virkilega fyrir því og eftir hrunið hefur þetta orðið meira og meira áberandi og mér finnst þetta ekkert vera að lagast mikið, Segir Börkur. Þetta sé alls ekki gott fyrir tannheilsu landsmanna. Börkur segir þetta meðal annars stafa af því hvað hið opinbera taki lítið þátt í tannlæknigakostnaði fólks. Tannlæknar finni þetta greinilega hjá tekjulægra fólki í samfélaginu. „Það er alveg greinilegt að svo er. Maður hugsar með sér hvort tannlækningar séu kannski bara fyrir þá ríku. Það er ákveðinn hópur fólks sem fer ekki til tannlæknis út af kostnaði og kannski er einnig eitthvað annað sem ræður því,“ segir Börkur. Með nýlegu samkomulagi tannlækna og stjórnvalda um opinbera greiðslu á tannlækningum barna muni ástandið ef til vill batna, þótt það verði ekki að fullu komið til framkvæmda fyrr en eftir fimm ár. En það ætti samt að létta undir með efnaminni fjölskyldum þannig að hinir fullorðnu veigri sér ekki við að sækja sér þjónustu tannlækna.
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira