Víkingar íhuga að kæra Eyjamenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2013 12:34 Mynd/Daníel Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi. Nemanja Malovic er markahæsti leikmaður 1. deildar karla í handbolta og lykilmaður í toppliði ÍBV. Forráðamenn ÍBV sóttu hins vegar ekki um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir hann í tæka tíð og því er hann hér á landi í trássi við landslög. Hann fékk hins vegar leikheimild hjá HSÍ. Samkvæmt núgildandi reglugerð gerir HSÍ ekki kröfur um að erlendir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins þurfi dvalar- og atvinnuleyfi til að fá leikheimild með íslenskum félögum. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, sagði að þetta mál hafi ekki lagst vel í forráðamenn félagsins. ÍBV, Stjarnan og Víkingur eru í þremur efstu sætum deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í efstu deild. „Það kemur til greina að kæra Eyjamenn," sagði Haraldur. „Ég sé fyrir mér að dómstóll HSÍ muni ýta þessu máli frá en við værum þá reiðubúnir að fara með það fyrir almenna dómstóla. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að kæra en það er vilji til að láta á það reyna." „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hér eins og á fleiri stöðum. Okkur þætti það ansi súrt ef ÍBV ætlar að koma sér upp á þennan hátt." ÍBV leikur gegn Þrótti í kvöld en Víkingur mætir Stjörnunni á sama tíma. Lykti síðarnefnda leiknum með jafntefli mun ÍBV tryggja sér sæti í efstu deild með sigri á Þrótturum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti við Fréttablaðið í gær að Malovic muni spila með Eyjamönnum í kvöld. „Þetta er flókið mál sem hefur áhrif á nánast öll lið í deildinni. Þetta gæti mögulega sett úrslitakeppni 1. deildarinnar úr skorðum," sagði Haraldur. Handbolti Tengdar fréttir Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13 Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00 Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi. Nemanja Malovic er markahæsti leikmaður 1. deildar karla í handbolta og lykilmaður í toppliði ÍBV. Forráðamenn ÍBV sóttu hins vegar ekki um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir hann í tæka tíð og því er hann hér á landi í trássi við landslög. Hann fékk hins vegar leikheimild hjá HSÍ. Samkvæmt núgildandi reglugerð gerir HSÍ ekki kröfur um að erlendir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins þurfi dvalar- og atvinnuleyfi til að fá leikheimild með íslenskum félögum. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, sagði að þetta mál hafi ekki lagst vel í forráðamenn félagsins. ÍBV, Stjarnan og Víkingur eru í þremur efstu sætum deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í efstu deild. „Það kemur til greina að kæra Eyjamenn," sagði Haraldur. „Ég sé fyrir mér að dómstóll HSÍ muni ýta þessu máli frá en við værum þá reiðubúnir að fara með það fyrir almenna dómstóla. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að kæra en það er vilji til að láta á það reyna." „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hér eins og á fleiri stöðum. Okkur þætti það ansi súrt ef ÍBV ætlar að koma sér upp á þennan hátt." ÍBV leikur gegn Þrótti í kvöld en Víkingur mætir Stjörnunni á sama tíma. Lykti síðarnefnda leiknum með jafntefli mun ÍBV tryggja sér sæti í efstu deild með sigri á Þrótturum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti við Fréttablaðið í gær að Malovic muni spila með Eyjamönnum í kvöld. „Þetta er flókið mál sem hefur áhrif á nánast öll lið í deildinni. Þetta gæti mögulega sett úrslitakeppni 1. deildarinnar úr skorðum," sagði Haraldur.
Handbolti Tengdar fréttir Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13 Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00 Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13
Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00
Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00