Víkingar íhuga að kæra Eyjamenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2013 12:34 Mynd/Daníel Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi. Nemanja Malovic er markahæsti leikmaður 1. deildar karla í handbolta og lykilmaður í toppliði ÍBV. Forráðamenn ÍBV sóttu hins vegar ekki um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir hann í tæka tíð og því er hann hér á landi í trássi við landslög. Hann fékk hins vegar leikheimild hjá HSÍ. Samkvæmt núgildandi reglugerð gerir HSÍ ekki kröfur um að erlendir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins þurfi dvalar- og atvinnuleyfi til að fá leikheimild með íslenskum félögum. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, sagði að þetta mál hafi ekki lagst vel í forráðamenn félagsins. ÍBV, Stjarnan og Víkingur eru í þremur efstu sætum deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í efstu deild. „Það kemur til greina að kæra Eyjamenn," sagði Haraldur. „Ég sé fyrir mér að dómstóll HSÍ muni ýta þessu máli frá en við værum þá reiðubúnir að fara með það fyrir almenna dómstóla. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að kæra en það er vilji til að láta á það reyna." „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hér eins og á fleiri stöðum. Okkur þætti það ansi súrt ef ÍBV ætlar að koma sér upp á þennan hátt." ÍBV leikur gegn Þrótti í kvöld en Víkingur mætir Stjörnunni á sama tíma. Lykti síðarnefnda leiknum með jafntefli mun ÍBV tryggja sér sæti í efstu deild með sigri á Þrótturum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti við Fréttablaðið í gær að Malovic muni spila með Eyjamönnum í kvöld. „Þetta er flókið mál sem hefur áhrif á nánast öll lið í deildinni. Þetta gæti mögulega sett úrslitakeppni 1. deildarinnar úr skorðum," sagði Haraldur. Handbolti Tengdar fréttir Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13 Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00 Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi. Nemanja Malovic er markahæsti leikmaður 1. deildar karla í handbolta og lykilmaður í toppliði ÍBV. Forráðamenn ÍBV sóttu hins vegar ekki um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir hann í tæka tíð og því er hann hér á landi í trássi við landslög. Hann fékk hins vegar leikheimild hjá HSÍ. Samkvæmt núgildandi reglugerð gerir HSÍ ekki kröfur um að erlendir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins þurfi dvalar- og atvinnuleyfi til að fá leikheimild með íslenskum félögum. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, sagði að þetta mál hafi ekki lagst vel í forráðamenn félagsins. ÍBV, Stjarnan og Víkingur eru í þremur efstu sætum deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í efstu deild. „Það kemur til greina að kæra Eyjamenn," sagði Haraldur. „Ég sé fyrir mér að dómstóll HSÍ muni ýta þessu máli frá en við værum þá reiðubúnir að fara með það fyrir almenna dómstóla. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að kæra en það er vilji til að láta á það reyna." „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hér eins og á fleiri stöðum. Okkur þætti það ansi súrt ef ÍBV ætlar að koma sér upp á þennan hátt." ÍBV leikur gegn Þrótti í kvöld en Víkingur mætir Stjörnunni á sama tíma. Lykti síðarnefnda leiknum með jafntefli mun ÍBV tryggja sér sæti í efstu deild með sigri á Þrótturum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti við Fréttablaðið í gær að Malovic muni spila með Eyjamönnum í kvöld. „Þetta er flókið mál sem hefur áhrif á nánast öll lið í deildinni. Þetta gæti mögulega sett úrslitakeppni 1. deildarinnar úr skorðum," sagði Haraldur.
Handbolti Tengdar fréttir Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13 Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00 Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13
Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00
Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni