Munnmök eru nýi góða nótt kossinn Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 10. desember 2013 06:00 Titill greinarinnar vísar í bók sem kom út í Kanada fyrir nokkru, „Oral sex is the new good night kiss“, og fjallar um áhrif klámvæðingar á kynhegðun ungmenna. Klám er kynferðislegt efni með niðurlægingu, ofbeldi og drottnun. Oftast eru karlar í drottnunarhlutverkinu – konur undirskipaðar og verða fyrir ofbeldinu og niðurlægingunni. Langmest af kynferðislegu efni á netinu er klám. Íslenskir strákar eru ca. 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Sumar stelpur horfa líka en yfirleitt ekki til kynferðislegrar örvunar, sem strákar gera. Kynhlutverkin eru skýr í kláminu, skilaboð eru send til stráka og stelpna um kynhegðun. Klámvæðingin sér svo um að gera þessi skilaboð að normi – því sem er eðlilegt. Strákar læra til hvers er ætlast af þeim og hverju þeir eiga að búast við frá stúlkum – og öfugt. Klámið er stútfullt af kvenfyrirlitningu sem síast inn í okkar daglega líf með klámvæðingunni. Klámvæðingin er fyrir ungmennin eins og sjórinn fyrir fiskana. Hefur áhrif á sjálfsmynd, væntingar til þeirra sjálfra og annarra, kynverund, hegðun, samskipti og viðhorf. Dæmi um skaðann „Af hverju leyfðir þú honum ekki bara að klára?“ spurði stúlka vinkonu sína sem hafði stigið fram og sagt að „vinur“ hennar hefði áreitt hana kynferðislega. Þetta er jú bara það sem er ætlast til af okkur – lá í orðunum. Stúlkur hafa leitað til Stígamóta eftir „kynlíf“ með kærustum sínum. Af hverju? Strákar vilja gera það sem þeir sjá í klámi. Klámið sýnir að stelpur vilji harkalegt kynlíf. Strákar hafa valdið. Stelpurnar í poppmenningunni eru alltaf kynferðislegar. Dagskipun Gonzo klámsins er að stelpur hafa þrjú göt – til að nota. Þessar myndir eru yfirfærðar á veruleikann. Enginn hefur sagt ungum mönnum annað en að klámið sé fínn leiðbeiningabæklingur um kynlíf og allt sé þar í himnalagi. Strákar eru ekki knúnir áfram af mannvonskulegri greddu heldur eru þeir ofurseldir boðskapnum úr kláminu. Að tilheyra karlaboxinu þýðir að horfa á klám. Afleiðingin getur verið að fara yfir mörk í kynlífi – sín eigin og bólfélagans. Þetta er normið. Ekkert til að tala um. Deal with it. Ef niðurlæging og ofbeldi eru altari klámsins, eru stór brjóst og rakaðar píkur nauðsynlegir skrautmunir. Brjóstastækkun er jafn sjálfsögð aðgerð og hálskirtlataka. Hver ákvað að stór brjóst væru eins nauðsynleg hverri konu og tvö eyru? Klámpíkan er hárlaus, bleik og slétt – eins og á barni. Skilaboðin? Allar píkur sköllóttar thank you very nice. En þá koma hin ólíku andlit píkna í ljós. Píkufegrunaraðgerð er lausn sumra sem ekki uppfylla klámpíkustaðalinn. Bara villikonur eru með loðna píku. Kynhegðun kvenna er ekki þeirra einkamál. Drusludómur vofir yfir ef fjöldi rekkjufélaga fer yfir leyfilegt hámark karlhannaða kynjaboxins bleika. Stúlkur eru dæmdar fyrir að gera nákvæmlega það sem ætlast er til af þeim í klámvæddum kröfum um kynhegðun. Samfélagslegur þrýstingur er öflugur. Það þarf ekki hlekki eða hótanir – hinn gagnrýnislausi félagslegi þrýstingur sér til þess að allir fari eftir alltumlykjandi ósýnilegum reglum sem allir kunna, þekkja og fara eftir til að viðhalda félagslegri stöðu. Það þarf sterk bein til að stíga út fyrir klámmenningarheiminn – nú, eða kynjafræðslu. Höfundur er kennari í kynjafræði við Borgarholtsskóla. Greinin er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar vísar í bók sem kom út í Kanada fyrir nokkru, „Oral sex is the new good night kiss“, og fjallar um áhrif klámvæðingar á kynhegðun ungmenna. Klám er kynferðislegt efni með niðurlægingu, ofbeldi og drottnun. Oftast eru karlar í drottnunarhlutverkinu – konur undirskipaðar og verða fyrir ofbeldinu og niðurlægingunni. Langmest af kynferðislegu efni á netinu er klám. Íslenskir strákar eru ca. 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Sumar stelpur horfa líka en yfirleitt ekki til kynferðislegrar örvunar, sem strákar gera. Kynhlutverkin eru skýr í kláminu, skilaboð eru send til stráka og stelpna um kynhegðun. Klámvæðingin sér svo um að gera þessi skilaboð að normi – því sem er eðlilegt. Strákar læra til hvers er ætlast af þeim og hverju þeir eiga að búast við frá stúlkum – og öfugt. Klámið er stútfullt af kvenfyrirlitningu sem síast inn í okkar daglega líf með klámvæðingunni. Klámvæðingin er fyrir ungmennin eins og sjórinn fyrir fiskana. Hefur áhrif á sjálfsmynd, væntingar til þeirra sjálfra og annarra, kynverund, hegðun, samskipti og viðhorf. Dæmi um skaðann „Af hverju leyfðir þú honum ekki bara að klára?“ spurði stúlka vinkonu sína sem hafði stigið fram og sagt að „vinur“ hennar hefði áreitt hana kynferðislega. Þetta er jú bara það sem er ætlast til af okkur – lá í orðunum. Stúlkur hafa leitað til Stígamóta eftir „kynlíf“ með kærustum sínum. Af hverju? Strákar vilja gera það sem þeir sjá í klámi. Klámið sýnir að stelpur vilji harkalegt kynlíf. Strákar hafa valdið. Stelpurnar í poppmenningunni eru alltaf kynferðislegar. Dagskipun Gonzo klámsins er að stelpur hafa þrjú göt – til að nota. Þessar myndir eru yfirfærðar á veruleikann. Enginn hefur sagt ungum mönnum annað en að klámið sé fínn leiðbeiningabæklingur um kynlíf og allt sé þar í himnalagi. Strákar eru ekki knúnir áfram af mannvonskulegri greddu heldur eru þeir ofurseldir boðskapnum úr kláminu. Að tilheyra karlaboxinu þýðir að horfa á klám. Afleiðingin getur verið að fara yfir mörk í kynlífi – sín eigin og bólfélagans. Þetta er normið. Ekkert til að tala um. Deal with it. Ef niðurlæging og ofbeldi eru altari klámsins, eru stór brjóst og rakaðar píkur nauðsynlegir skrautmunir. Brjóstastækkun er jafn sjálfsögð aðgerð og hálskirtlataka. Hver ákvað að stór brjóst væru eins nauðsynleg hverri konu og tvö eyru? Klámpíkan er hárlaus, bleik og slétt – eins og á barni. Skilaboðin? Allar píkur sköllóttar thank you very nice. En þá koma hin ólíku andlit píkna í ljós. Píkufegrunaraðgerð er lausn sumra sem ekki uppfylla klámpíkustaðalinn. Bara villikonur eru með loðna píku. Kynhegðun kvenna er ekki þeirra einkamál. Drusludómur vofir yfir ef fjöldi rekkjufélaga fer yfir leyfilegt hámark karlhannaða kynjaboxins bleika. Stúlkur eru dæmdar fyrir að gera nákvæmlega það sem ætlast er til af þeim í klámvæddum kröfum um kynhegðun. Samfélagslegur þrýstingur er öflugur. Það þarf ekki hlekki eða hótanir – hinn gagnrýnislausi félagslegi þrýstingur sér til þess að allir fari eftir alltumlykjandi ósýnilegum reglum sem allir kunna, þekkja og fara eftir til að viðhalda félagslegri stöðu. Það þarf sterk bein til að stíga út fyrir klámmenningarheiminn – nú, eða kynjafræðslu. Höfundur er kennari í kynjafræði við Borgarholtsskóla. Greinin er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi 2013.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun