Viðskipti innlent

Vinna við sölu Arion banka hafin

Haraldur Guðmundsson skrifar
Kröfuhafar Kaupþings eiga 87 prósenta hlut í bankanum á móti 13 prósenta hlut ríkisins sem Bankasýsla ríkisins fer með.
Kröfuhafar Kaupþings eiga 87 prósenta hlut í bankanum á móti 13 prósenta hlut ríkisins sem Bankasýsla ríkisins fer með.
Skilanefnd Kaupþings hefur hafið vinnu við að selja Arion banka. Unnið er að ráðningu utanaðkomandi ráðgjafa og samkvæmt frétt á vef Bloomberg hafa áhugasamir fjárfestar þegar haft samband og sýnt bankanum áhuga.

Bloomberg vitnar í Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmann sem á sæti í skilanefndinni, þar sem hann segir að undirbúningsvinna vegna sölunnar sé þegar hafin. Hann tekur þó fram að formlegt söluferli sé ekki hafið.

Kröfuhafar Kaupþings meta hlut sinn í Arion banka á um 116 milljarða króna. Þeir eiga 87 prósenta hlut í bankanum á móti 13 prósenta hlut ríkisins sem Bankasýsla ríkisins fer með. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×