Jón Bjarnason syrgir dóttur sína: „Dekurverkefni ganga fyrir heilbrigðisþjónustunni“ Kristján Hjálmarsson skrifar 30. september 2013 09:16 Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra er ómyrkur í máli í garð stjórnvalda. „Ég man upphafið er Katrín greindist um miðjan desember 2008 eftir að hafa beðið nokkurn tíma eftir röntgenmyndun. Þrátt fyrir að brýnt væri að fara í uppskurð og fjarlægja brjóstið var starfsemi spítalans í svo miklu lágmarki vegna sparnaðar um jól og áramót og leyfa hinna fáu sérfræðinga að komið var fram undir lok janúar er skurðaðgerðin var gerð,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra í bloggfærslu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær. Tilefni færslunnar er að dóttir hans, Katrín Kolka, hefði orðið 31 árs en hún lést í byrjun árs 2011 aðeins 28 ára gömul - tveimur árum eftir að hún hafði greinst með krabbamein. Jón segir að árin tvö sem Katrín var veik leiti oft á hugann ekki síst í ljósi umræðunnar um stöðu heilbrigðiskerfisins. Allt sem hann heyri nú í fjölmiðlum kallist á við reynslu hans af því að fylgja dóttur sinni á þessum erfiða vegi og er í samræmi við ýmsar sárar spurningar sem hafa leitað á hann bæði nú og þá. Hann sé bæði búinn að vera á Alþingi og í ríkisstjórn og þekki því vel umræðuna um heilbrigðismálin þeim megin frá. „Að greinast veikur að sumri til er ekki nema fyrir frískasta fólk því tveir til þrír mánuðir geta liðið þangað til spítalinn er kominn í fullt starf á ný eftir sumarleyfin. Mér var þá ljóst að spítalinn var orðinn mjög undirmannaður enda beið dóttur minnar stöðug mannaskipti og óskipulögð viðbrögð við sjúkdómnum sem herjaði bæði með hraða og grimmd. Hver dagur er dýrmætur þegar gengið er með slíkan bráðasjúkdóm og mistök ekki aftur tekin,“ segir Jón. „Mér eru minnistæðir dagarnir og næturnar á krabbameinslegudeildinni 11 E þar sem starfsfólkið lagði fram alla sína hlýju og umhyggju þrátt fyrir mjög erfiðar vinnuaðstæður. Sumt af starfsfólkinu hafði þá þrívegis fengið uppsagnarbréf innan sama árs vegna stöðugrar hagræðingar og niðurskurðar sem aftur kallaði á mikla óvissu og álag.“ Jón rifjar það upp þegar starfsfólk spítalans leitaði dyrum og dyngjum að bestu rúmdýnunni fyrir Katrínu á deildinni en þær voru flestar gamlar, mjög slitnar og signar inn í miðjuna og hún þoldi þær alls ekki. Nýjustu dýnurnar tvær hafði starfsfólkið sjálft haft milligöngu um að útvega og fengið að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. „Mér er minnistætt þegar eina röntgentækið til að mynda höfuð og heila, áratuga gamalt var stöðugt að bila þannig oft varð frá að hverfa og fresta myndatöku. Katrín var beðin að koma snemma næsta morguns ef tækist að koma tækinu í lag svo hún yrði fyrst ef það síðan bilaði. Þessi ferill allur hefði verið mikið álag fyrir fullfrískt fólk. Hvar sem að var komið var undirmönnun, starfsfólk að koma of snemma til vinnu sem hafði veikst. Hjartahlýjan og umhyggjan starfsfólksins var þá ávalt fyrir hendi. Það var hún sem gaf traustið,“ segir Jón sem heldur lýsingum af ástandinu áfram. Jón segir það heiðarlegt af forstöðumönnum og sérfræðingum lyflækninga- og krabbameinsdeilda að lýsa því yfir þær séu orðnar svo undirmannaðar, sérfræðinga skorti svo og tækjabúnað og aðstöðu að komið sé út af brúninni. Það sé ekki lengur hægt að tryggja fullnægjandi öryggi og þjónustu við sjúklinga krabbameinsdeildarinnar. Staðan sé orðin meir en grafalvarleg. „Mér fannst raunar sú sama staða vera uppi þegar dóttir mín lá þar veik fyrir tveim árum síðan. Alla vega er ákaflega erfitt að hugsa til þess að staðan hafi í raun og veru versnað frá þeim tíma. Stjórnvöld eru hinsvegar sá aðilinn sem dregur lappirnar í skilningsleysi. Þar ganga dekurverkefni fyrir heilbrigðisþjónustu. Meir að segja leyfðu forystumenn í síðustu ríkisstjórn sér að sýna þann hroka að agnúast út í Þjóðkirkjuna og biskup fyrir að beita sér fyrir og hvetja til söfnunar fyrir Landspítalann,“ segir Jón og lýkur pistlinum á orðunum. „Það er komið að örlagastundu fyrir heilbrigðisþjónustu landsmanna.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
„Ég man upphafið er Katrín greindist um miðjan desember 2008 eftir að hafa beðið nokkurn tíma eftir röntgenmyndun. Þrátt fyrir að brýnt væri að fara í uppskurð og fjarlægja brjóstið var starfsemi spítalans í svo miklu lágmarki vegna sparnaðar um jól og áramót og leyfa hinna fáu sérfræðinga að komið var fram undir lok janúar er skurðaðgerðin var gerð,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra í bloggfærslu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær. Tilefni færslunnar er að dóttir hans, Katrín Kolka, hefði orðið 31 árs en hún lést í byrjun árs 2011 aðeins 28 ára gömul - tveimur árum eftir að hún hafði greinst með krabbamein. Jón segir að árin tvö sem Katrín var veik leiti oft á hugann ekki síst í ljósi umræðunnar um stöðu heilbrigðiskerfisins. Allt sem hann heyri nú í fjölmiðlum kallist á við reynslu hans af því að fylgja dóttur sinni á þessum erfiða vegi og er í samræmi við ýmsar sárar spurningar sem hafa leitað á hann bæði nú og þá. Hann sé bæði búinn að vera á Alþingi og í ríkisstjórn og þekki því vel umræðuna um heilbrigðismálin þeim megin frá. „Að greinast veikur að sumri til er ekki nema fyrir frískasta fólk því tveir til þrír mánuðir geta liðið þangað til spítalinn er kominn í fullt starf á ný eftir sumarleyfin. Mér var þá ljóst að spítalinn var orðinn mjög undirmannaður enda beið dóttur minnar stöðug mannaskipti og óskipulögð viðbrögð við sjúkdómnum sem herjaði bæði með hraða og grimmd. Hver dagur er dýrmætur þegar gengið er með slíkan bráðasjúkdóm og mistök ekki aftur tekin,“ segir Jón. „Mér eru minnistæðir dagarnir og næturnar á krabbameinslegudeildinni 11 E þar sem starfsfólkið lagði fram alla sína hlýju og umhyggju þrátt fyrir mjög erfiðar vinnuaðstæður. Sumt af starfsfólkinu hafði þá þrívegis fengið uppsagnarbréf innan sama árs vegna stöðugrar hagræðingar og niðurskurðar sem aftur kallaði á mikla óvissu og álag.“ Jón rifjar það upp þegar starfsfólk spítalans leitaði dyrum og dyngjum að bestu rúmdýnunni fyrir Katrínu á deildinni en þær voru flestar gamlar, mjög slitnar og signar inn í miðjuna og hún þoldi þær alls ekki. Nýjustu dýnurnar tvær hafði starfsfólkið sjálft haft milligöngu um að útvega og fengið að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. „Mér er minnistætt þegar eina röntgentækið til að mynda höfuð og heila, áratuga gamalt var stöðugt að bila þannig oft varð frá að hverfa og fresta myndatöku. Katrín var beðin að koma snemma næsta morguns ef tækist að koma tækinu í lag svo hún yrði fyrst ef það síðan bilaði. Þessi ferill allur hefði verið mikið álag fyrir fullfrískt fólk. Hvar sem að var komið var undirmönnun, starfsfólk að koma of snemma til vinnu sem hafði veikst. Hjartahlýjan og umhyggjan starfsfólksins var þá ávalt fyrir hendi. Það var hún sem gaf traustið,“ segir Jón sem heldur lýsingum af ástandinu áfram. Jón segir það heiðarlegt af forstöðumönnum og sérfræðingum lyflækninga- og krabbameinsdeilda að lýsa því yfir þær séu orðnar svo undirmannaðar, sérfræðinga skorti svo og tækjabúnað og aðstöðu að komið sé út af brúninni. Það sé ekki lengur hægt að tryggja fullnægjandi öryggi og þjónustu við sjúklinga krabbameinsdeildarinnar. Staðan sé orðin meir en grafalvarleg. „Mér fannst raunar sú sama staða vera uppi þegar dóttir mín lá þar veik fyrir tveim árum síðan. Alla vega er ákaflega erfitt að hugsa til þess að staðan hafi í raun og veru versnað frá þeim tíma. Stjórnvöld eru hinsvegar sá aðilinn sem dregur lappirnar í skilningsleysi. Þar ganga dekurverkefni fyrir heilbrigðisþjónustu. Meir að segja leyfðu forystumenn í síðustu ríkisstjórn sér að sýna þann hroka að agnúast út í Þjóðkirkjuna og biskup fyrir að beita sér fyrir og hvetja til söfnunar fyrir Landspítalann,“ segir Jón og lýkur pistlinum á orðunum. „Það er komið að örlagastundu fyrir heilbrigðisþjónustu landsmanna.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira