Jón Bjarnason syrgir dóttur sína: „Dekurverkefni ganga fyrir heilbrigðisþjónustunni“ Kristján Hjálmarsson skrifar 30. september 2013 09:16 Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra er ómyrkur í máli í garð stjórnvalda. „Ég man upphafið er Katrín greindist um miðjan desember 2008 eftir að hafa beðið nokkurn tíma eftir röntgenmyndun. Þrátt fyrir að brýnt væri að fara í uppskurð og fjarlægja brjóstið var starfsemi spítalans í svo miklu lágmarki vegna sparnaðar um jól og áramót og leyfa hinna fáu sérfræðinga að komið var fram undir lok janúar er skurðaðgerðin var gerð,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra í bloggfærslu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær. Tilefni færslunnar er að dóttir hans, Katrín Kolka, hefði orðið 31 árs en hún lést í byrjun árs 2011 aðeins 28 ára gömul - tveimur árum eftir að hún hafði greinst með krabbamein. Jón segir að árin tvö sem Katrín var veik leiti oft á hugann ekki síst í ljósi umræðunnar um stöðu heilbrigðiskerfisins. Allt sem hann heyri nú í fjölmiðlum kallist á við reynslu hans af því að fylgja dóttur sinni á þessum erfiða vegi og er í samræmi við ýmsar sárar spurningar sem hafa leitað á hann bæði nú og þá. Hann sé bæði búinn að vera á Alþingi og í ríkisstjórn og þekki því vel umræðuna um heilbrigðismálin þeim megin frá. „Að greinast veikur að sumri til er ekki nema fyrir frískasta fólk því tveir til þrír mánuðir geta liðið þangað til spítalinn er kominn í fullt starf á ný eftir sumarleyfin. Mér var þá ljóst að spítalinn var orðinn mjög undirmannaður enda beið dóttur minnar stöðug mannaskipti og óskipulögð viðbrögð við sjúkdómnum sem herjaði bæði með hraða og grimmd. Hver dagur er dýrmætur þegar gengið er með slíkan bráðasjúkdóm og mistök ekki aftur tekin,“ segir Jón. „Mér eru minnistæðir dagarnir og næturnar á krabbameinslegudeildinni 11 E þar sem starfsfólkið lagði fram alla sína hlýju og umhyggju þrátt fyrir mjög erfiðar vinnuaðstæður. Sumt af starfsfólkinu hafði þá þrívegis fengið uppsagnarbréf innan sama árs vegna stöðugrar hagræðingar og niðurskurðar sem aftur kallaði á mikla óvissu og álag.“ Jón rifjar það upp þegar starfsfólk spítalans leitaði dyrum og dyngjum að bestu rúmdýnunni fyrir Katrínu á deildinni en þær voru flestar gamlar, mjög slitnar og signar inn í miðjuna og hún þoldi þær alls ekki. Nýjustu dýnurnar tvær hafði starfsfólkið sjálft haft milligöngu um að útvega og fengið að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. „Mér er minnistætt þegar eina röntgentækið til að mynda höfuð og heila, áratuga gamalt var stöðugt að bila þannig oft varð frá að hverfa og fresta myndatöku. Katrín var beðin að koma snemma næsta morguns ef tækist að koma tækinu í lag svo hún yrði fyrst ef það síðan bilaði. Þessi ferill allur hefði verið mikið álag fyrir fullfrískt fólk. Hvar sem að var komið var undirmönnun, starfsfólk að koma of snemma til vinnu sem hafði veikst. Hjartahlýjan og umhyggjan starfsfólksins var þá ávalt fyrir hendi. Það var hún sem gaf traustið,“ segir Jón sem heldur lýsingum af ástandinu áfram. Jón segir það heiðarlegt af forstöðumönnum og sérfræðingum lyflækninga- og krabbameinsdeilda að lýsa því yfir þær séu orðnar svo undirmannaðar, sérfræðinga skorti svo og tækjabúnað og aðstöðu að komið sé út af brúninni. Það sé ekki lengur hægt að tryggja fullnægjandi öryggi og þjónustu við sjúklinga krabbameinsdeildarinnar. Staðan sé orðin meir en grafalvarleg. „Mér fannst raunar sú sama staða vera uppi þegar dóttir mín lá þar veik fyrir tveim árum síðan. Alla vega er ákaflega erfitt að hugsa til þess að staðan hafi í raun og veru versnað frá þeim tíma. Stjórnvöld eru hinsvegar sá aðilinn sem dregur lappirnar í skilningsleysi. Þar ganga dekurverkefni fyrir heilbrigðisþjónustu. Meir að segja leyfðu forystumenn í síðustu ríkisstjórn sér að sýna þann hroka að agnúast út í Þjóðkirkjuna og biskup fyrir að beita sér fyrir og hvetja til söfnunar fyrir Landspítalann,“ segir Jón og lýkur pistlinum á orðunum. „Það er komið að örlagastundu fyrir heilbrigðisþjónustu landsmanna.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ég man upphafið er Katrín greindist um miðjan desember 2008 eftir að hafa beðið nokkurn tíma eftir röntgenmyndun. Þrátt fyrir að brýnt væri að fara í uppskurð og fjarlægja brjóstið var starfsemi spítalans í svo miklu lágmarki vegna sparnaðar um jól og áramót og leyfa hinna fáu sérfræðinga að komið var fram undir lok janúar er skurðaðgerðin var gerð,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra í bloggfærslu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær. Tilefni færslunnar er að dóttir hans, Katrín Kolka, hefði orðið 31 árs en hún lést í byrjun árs 2011 aðeins 28 ára gömul - tveimur árum eftir að hún hafði greinst með krabbamein. Jón segir að árin tvö sem Katrín var veik leiti oft á hugann ekki síst í ljósi umræðunnar um stöðu heilbrigðiskerfisins. Allt sem hann heyri nú í fjölmiðlum kallist á við reynslu hans af því að fylgja dóttur sinni á þessum erfiða vegi og er í samræmi við ýmsar sárar spurningar sem hafa leitað á hann bæði nú og þá. Hann sé bæði búinn að vera á Alþingi og í ríkisstjórn og þekki því vel umræðuna um heilbrigðismálin þeim megin frá. „Að greinast veikur að sumri til er ekki nema fyrir frískasta fólk því tveir til þrír mánuðir geta liðið þangað til spítalinn er kominn í fullt starf á ný eftir sumarleyfin. Mér var þá ljóst að spítalinn var orðinn mjög undirmannaður enda beið dóttur minnar stöðug mannaskipti og óskipulögð viðbrögð við sjúkdómnum sem herjaði bæði með hraða og grimmd. Hver dagur er dýrmætur þegar gengið er með slíkan bráðasjúkdóm og mistök ekki aftur tekin,“ segir Jón. „Mér eru minnistæðir dagarnir og næturnar á krabbameinslegudeildinni 11 E þar sem starfsfólkið lagði fram alla sína hlýju og umhyggju þrátt fyrir mjög erfiðar vinnuaðstæður. Sumt af starfsfólkinu hafði þá þrívegis fengið uppsagnarbréf innan sama árs vegna stöðugrar hagræðingar og niðurskurðar sem aftur kallaði á mikla óvissu og álag.“ Jón rifjar það upp þegar starfsfólk spítalans leitaði dyrum og dyngjum að bestu rúmdýnunni fyrir Katrínu á deildinni en þær voru flestar gamlar, mjög slitnar og signar inn í miðjuna og hún þoldi þær alls ekki. Nýjustu dýnurnar tvær hafði starfsfólkið sjálft haft milligöngu um að útvega og fengið að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. „Mér er minnistætt þegar eina röntgentækið til að mynda höfuð og heila, áratuga gamalt var stöðugt að bila þannig oft varð frá að hverfa og fresta myndatöku. Katrín var beðin að koma snemma næsta morguns ef tækist að koma tækinu í lag svo hún yrði fyrst ef það síðan bilaði. Þessi ferill allur hefði verið mikið álag fyrir fullfrískt fólk. Hvar sem að var komið var undirmönnun, starfsfólk að koma of snemma til vinnu sem hafði veikst. Hjartahlýjan og umhyggjan starfsfólksins var þá ávalt fyrir hendi. Það var hún sem gaf traustið,“ segir Jón sem heldur lýsingum af ástandinu áfram. Jón segir það heiðarlegt af forstöðumönnum og sérfræðingum lyflækninga- og krabbameinsdeilda að lýsa því yfir þær séu orðnar svo undirmannaðar, sérfræðinga skorti svo og tækjabúnað og aðstöðu að komið sé út af brúninni. Það sé ekki lengur hægt að tryggja fullnægjandi öryggi og þjónustu við sjúklinga krabbameinsdeildarinnar. Staðan sé orðin meir en grafalvarleg. „Mér fannst raunar sú sama staða vera uppi þegar dóttir mín lá þar veik fyrir tveim árum síðan. Alla vega er ákaflega erfitt að hugsa til þess að staðan hafi í raun og veru versnað frá þeim tíma. Stjórnvöld eru hinsvegar sá aðilinn sem dregur lappirnar í skilningsleysi. Þar ganga dekurverkefni fyrir heilbrigðisþjónustu. Meir að segja leyfðu forystumenn í síðustu ríkisstjórn sér að sýna þann hroka að agnúast út í Þjóðkirkjuna og biskup fyrir að beita sér fyrir og hvetja til söfnunar fyrir Landspítalann,“ segir Jón og lýkur pistlinum á orðunum. „Það er komið að örlagastundu fyrir heilbrigðisþjónustu landsmanna.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira