Viðskipti innlent

Hagnaður VÍS tæplega 950 milljónir

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
„Rekstur félagsins gekk vel á þriðja ársfjórðungi og nam hagnaðurinn tæpum 950 milljónum króna,“ segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS í tilkynningu frá félaginu.

Í árshlutauppgjöri félagsins segir að hagnaður félagsins eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins hafi verið 2.043 milljónir samanborið við 1.746 milljóna hagnað á sama tímabili 2012.

Í uppgjörinu kemur fram að iðgjöld tímabilsins námi 12.029 milljónum en voru 12.128 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Framlegð af vátryggingarekstri nam 461 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 400 m.kr. á sama tímabili 2012. Samsett hlutfall var 97,1% á tímabilinu janúar til september samanborið við 97,4% fyrir sama tímabil 2012.

Þá námu heildareignir í lok september 47.541 milljónum samanborið við 43.452 milljónir í árslok 2012 og eigið fé félagsins nam 16.513 milljónum króna í lok september. Það var 14.470 milljóni í lok síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×