Foreldrar og skemmtanahald Björn Rúnar Egilsson skrifar 28. mars 2013 06:00 Heimili og skóli – landssamtök foreldra leggja sig fram við að vera í góðum tengslum við foreldra á öllum skólastigum og veita þeim ráðgjöf, fræðslu og vettvang til samráðs og samstarfs. Nýverið héldu samtökin fund fyrir foreldra framhaldsskólanema í þeim tilgangi að þeir gætu deilt hollráðum og reynslu sín á milli. Þegar framhaldsskólana ber á góma beinist umræðan iðulega að forvarnarmálum og hvort foreldrar ættu að hafa eitthvað að segja um skemmtanahald barna sinna í tengslum við framhaldsskólaböllin. Hefðin fyrir því að foreldrar hafi beina aðkomu að slíku skemmtanahaldi er hvorki rík né löng hér á landi og þykir sumum tilhugsunin um inngrip af þeirra hálfu vera framandi eða jafnvel óviðeigandi. Þrátt fyrir það er foreldrastarf á framhaldsskólastigi að sækja í sig veðrið og í sumum skólum hafa foreldrar boðið upp á margvíslega fræðslufundi og tekið sig saman og staðið fyrir svokallaðri foreldragæslu í tengslum við stærstu viðburði félagslífsins á hverju skólaári, eins og busaballið og árshátíðir. Stjórnarmeðlimir í foreldraráði Menntaskólans í Reykjavík hafa staðið vaktina undanfarið og aðstoðað skemmtanahaldara, forvarnarfulltrúa og kennara sem koma að gæslunni við að allt fari sómasamlega fram.Viðbrigðin mikil Aðspurðir segja fulltrúar foreldraráðsins að viðbrigðin séu mikil fyrir nýnemana að hefja skólagöngu í menntaskóla; þeir komi úr vernduðu umhverfi grunnskólans og skyndilega standi þeir frammi fyrir auknu frelsi sem og freistingum. Hefð er fyrir því í skólanum að 6. bekkingar (lokaársnemar) bjóði 3. bekkingum (nýnemum) í partý fyrir busaballið þar sem áfengar veigar eru gjarnan á boðstólum. Foreldraráðið hefur í samstarfi við skólayfirvöld haft samband við foreldra og bent þeim á ábyrgð sína – að leyfa ekki eftirlitslaus partý þar sem ungmennum undir sjálfræðisaldri er boðið upp á vín. Þegar á ballið sjálft er komið felst foreldragæslan í því að taka á móti unglingunum þegar þeir koma og greiða úr því öngþveiti sem þá vill gjarnan myndast auk þess að sjá til þess að þeir fari ekki með áfengi inn á ballið. Þeim sem fyrir sakir ölvunar eru ófærir um að fara inn er komið í skjól svo þeir fari sér ekki að voða og samband er haft við foreldra. Foreldrarnir sem taka þátt i vaktinni eru síðan til taks á meðan ballinu stendur og hægt er að leita til þeirra ef eitthvað bjátar á. Fulltrúar foreldraráðsins segja að almennt sé góð samstaða um verkefnið og að þar sé náið samráð við skólastjórnendur og forvarnarfulltrúa í lykilhlutverki – annars væri þetta óvinnandi verk. Auk þess eru þeir sannfærðir um að aðkoma þeirra og annarra sem að gæslunni koma skipti máli; þeir séu að þessu til öryggis og hagsbóta fyrir börnin sín og að þeir sem tengiliðir við foreldrasamfélagið í heild sinni geti gefið foreldrum innsýn í veruleika ungs fólks sem þeir gera sér gjarnan ekki fyllilega grein fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Heimili og skóli – landssamtök foreldra leggja sig fram við að vera í góðum tengslum við foreldra á öllum skólastigum og veita þeim ráðgjöf, fræðslu og vettvang til samráðs og samstarfs. Nýverið héldu samtökin fund fyrir foreldra framhaldsskólanema í þeim tilgangi að þeir gætu deilt hollráðum og reynslu sín á milli. Þegar framhaldsskólana ber á góma beinist umræðan iðulega að forvarnarmálum og hvort foreldrar ættu að hafa eitthvað að segja um skemmtanahald barna sinna í tengslum við framhaldsskólaböllin. Hefðin fyrir því að foreldrar hafi beina aðkomu að slíku skemmtanahaldi er hvorki rík né löng hér á landi og þykir sumum tilhugsunin um inngrip af þeirra hálfu vera framandi eða jafnvel óviðeigandi. Þrátt fyrir það er foreldrastarf á framhaldsskólastigi að sækja í sig veðrið og í sumum skólum hafa foreldrar boðið upp á margvíslega fræðslufundi og tekið sig saman og staðið fyrir svokallaðri foreldragæslu í tengslum við stærstu viðburði félagslífsins á hverju skólaári, eins og busaballið og árshátíðir. Stjórnarmeðlimir í foreldraráði Menntaskólans í Reykjavík hafa staðið vaktina undanfarið og aðstoðað skemmtanahaldara, forvarnarfulltrúa og kennara sem koma að gæslunni við að allt fari sómasamlega fram.Viðbrigðin mikil Aðspurðir segja fulltrúar foreldraráðsins að viðbrigðin séu mikil fyrir nýnemana að hefja skólagöngu í menntaskóla; þeir komi úr vernduðu umhverfi grunnskólans og skyndilega standi þeir frammi fyrir auknu frelsi sem og freistingum. Hefð er fyrir því í skólanum að 6. bekkingar (lokaársnemar) bjóði 3. bekkingum (nýnemum) í partý fyrir busaballið þar sem áfengar veigar eru gjarnan á boðstólum. Foreldraráðið hefur í samstarfi við skólayfirvöld haft samband við foreldra og bent þeim á ábyrgð sína – að leyfa ekki eftirlitslaus partý þar sem ungmennum undir sjálfræðisaldri er boðið upp á vín. Þegar á ballið sjálft er komið felst foreldragæslan í því að taka á móti unglingunum þegar þeir koma og greiða úr því öngþveiti sem þá vill gjarnan myndast auk þess að sjá til þess að þeir fari ekki með áfengi inn á ballið. Þeim sem fyrir sakir ölvunar eru ófærir um að fara inn er komið í skjól svo þeir fari sér ekki að voða og samband er haft við foreldra. Foreldrarnir sem taka þátt i vaktinni eru síðan til taks á meðan ballinu stendur og hægt er að leita til þeirra ef eitthvað bjátar á. Fulltrúar foreldraráðsins segja að almennt sé góð samstaða um verkefnið og að þar sé náið samráð við skólastjórnendur og forvarnarfulltrúa í lykilhlutverki – annars væri þetta óvinnandi verk. Auk þess eru þeir sannfærðir um að aðkoma þeirra og annarra sem að gæslunni koma skipti máli; þeir séu að þessu til öryggis og hagsbóta fyrir börnin sín og að þeir sem tengiliðir við foreldrasamfélagið í heild sinni geti gefið foreldrum innsýn í veruleika ungs fólks sem þeir gera sér gjarnan ekki fyllilega grein fyrir.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar