Karolina Fund vekur alþjóðlega athygli 12. desember 2013 08:00 Ingi ásamt samstarfsmönnum sínum hjá Karolina Fund, þeim Arnari Sigurðssyni og Jónmundi Gíslasyni. Fréttablaðið/Vilhelm „Á þeim tíma sem þessi hugmynd kviknaði var ekki til svona síða í heiminum. Ég er upphafsmaður síðunnar og fékk átta í lið með mér til að stofna hana. Við byrjuðum að hugsa um hvernig væri hægt að útfæra þessa hugmynd og fyrir ári síðan opnuðum við vefsíðuna,“ segir Ingi Rafn Sigurðsson sem stendur að baki fyrstu hópfjármögnunarsíðu Íslands, Karolina Fund, ásamt Jónmundi Gíslasyni, Sævari Ólafssyni, Arnari Sigurðssyni, Brynjólfi Einari Sigmarssyni, Lárusi Lúðvíkssyni, Þórarni Jóhannssyni, Irinu Domurath og Juliu Boira. Karolina Fund fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir og er nóg í bígerð í framtíðinni. „Síðan í dag er í raun einfölduð útgáfa af því sem við stefnum á að gera. Við viljum skapa samvinnugrundvöll þar sem fólk getur sett fram hugmyndir með einföldum hætti í eins konar hugmyndabanka. Segjum sem svo að einhvern langi til að búa til heimildarmynd. Þá getur hann auglýst eftir handritshöfundi, tökumanni og svo framvegis. Þá fá allir sem skráðir eru með viðeigandi hæfileika tilkynningu og þannig tengjum við saman aðila - fólk með hugmynd og fólk með hæfileika. Þetta er hægt að sjá að hluta til á kerfinu í dag en þennan hluta getur fólk unnið áður en það fer í fjármögnunarferlið.“ Karolina Fund státar af mjög hárri velgengniprósentu og segir Ingi ástæðuna tvíþætta. „Þessa dagana hefur fjármögnun skapandi verkefna fengið byr undir báða vængi hjá almenningi, kannski út af því að það er verið að þrengja að skapandi greinum af hinu opinbera. Fyrir vikið er almenningur tilbúnari til að leggja eitthvað fram sjálfur. Hitt er að við veitum fólki persónulega þjónustu um hvernig á að leggja verkefni fram. Við greinum hve stór hópurinn er sem er líklegur til að fjármagna og hjálpum fólki við að búa til kynningaráætlun og jafnvel kynningarefni. Við göngum lengra en gengur og gerist í þessum bransa við að miðla þessari þekkingu,“ segir Ingi. Hann er ánægður með árið, enda hefur Karolina Fund vakið alþjóðlega athygli. „Miðað við hvað undirtektirnar hafa verið góðar hugsa ég að ár tvö verði stærra, fleiri verkefni og að upphæðirnar fari hækkandi. Við höfum fengið mikla athygli víða erlendis frá og verið eftirsótt á ráðstefnur út um allan heim. Við höfum farið til Finnlands, Eistlands, Póllands og Þýskalands til að kynna fyrirtækið og höfum verið boðin á hátt í tíu ráðstefnur í viðbót. Á þessum ferðalögum höfum við myndað ofboðslega góð tengsl við erlenda aðila víðs vegar að.“ Fjármögnunin á Karolina Fund fer öll fram í Evrum. „Við viljum þróast út í alþjóðlegt fyrirtæki og þetta er ekki síst hugsað til að auðvelda erlendum aðilum að taka þátt. Af þeim verkefnum sem hafa náð fjármögnun hefur tuttugu til þrjátíu prósent komið erlendis frá þannig að ég tel að þetta margborgi sig. Við erum ekki að lýsa frati á krónuna heldur bara að horfast í augu við það að erlendir aðilar eru tilbúnir til að fjárfesta. Við finnum ekki fyrir því að Íslendingar láti þetta stöðva sig,“ segir Ingi og býður alla velkomna í afmælisveislu Karolina Fund sem haldin verður á Kex Hostel í kvöld á milli klukkan 17 og 20. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Á þeim tíma sem þessi hugmynd kviknaði var ekki til svona síða í heiminum. Ég er upphafsmaður síðunnar og fékk átta í lið með mér til að stofna hana. Við byrjuðum að hugsa um hvernig væri hægt að útfæra þessa hugmynd og fyrir ári síðan opnuðum við vefsíðuna,“ segir Ingi Rafn Sigurðsson sem stendur að baki fyrstu hópfjármögnunarsíðu Íslands, Karolina Fund, ásamt Jónmundi Gíslasyni, Sævari Ólafssyni, Arnari Sigurðssyni, Brynjólfi Einari Sigmarssyni, Lárusi Lúðvíkssyni, Þórarni Jóhannssyni, Irinu Domurath og Juliu Boira. Karolina Fund fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir og er nóg í bígerð í framtíðinni. „Síðan í dag er í raun einfölduð útgáfa af því sem við stefnum á að gera. Við viljum skapa samvinnugrundvöll þar sem fólk getur sett fram hugmyndir með einföldum hætti í eins konar hugmyndabanka. Segjum sem svo að einhvern langi til að búa til heimildarmynd. Þá getur hann auglýst eftir handritshöfundi, tökumanni og svo framvegis. Þá fá allir sem skráðir eru með viðeigandi hæfileika tilkynningu og þannig tengjum við saman aðila - fólk með hugmynd og fólk með hæfileika. Þetta er hægt að sjá að hluta til á kerfinu í dag en þennan hluta getur fólk unnið áður en það fer í fjármögnunarferlið.“ Karolina Fund státar af mjög hárri velgengniprósentu og segir Ingi ástæðuna tvíþætta. „Þessa dagana hefur fjármögnun skapandi verkefna fengið byr undir báða vængi hjá almenningi, kannski út af því að það er verið að þrengja að skapandi greinum af hinu opinbera. Fyrir vikið er almenningur tilbúnari til að leggja eitthvað fram sjálfur. Hitt er að við veitum fólki persónulega þjónustu um hvernig á að leggja verkefni fram. Við greinum hve stór hópurinn er sem er líklegur til að fjármagna og hjálpum fólki við að búa til kynningaráætlun og jafnvel kynningarefni. Við göngum lengra en gengur og gerist í þessum bransa við að miðla þessari þekkingu,“ segir Ingi. Hann er ánægður með árið, enda hefur Karolina Fund vakið alþjóðlega athygli. „Miðað við hvað undirtektirnar hafa verið góðar hugsa ég að ár tvö verði stærra, fleiri verkefni og að upphæðirnar fari hækkandi. Við höfum fengið mikla athygli víða erlendis frá og verið eftirsótt á ráðstefnur út um allan heim. Við höfum farið til Finnlands, Eistlands, Póllands og Þýskalands til að kynna fyrirtækið og höfum verið boðin á hátt í tíu ráðstefnur í viðbót. Á þessum ferðalögum höfum við myndað ofboðslega góð tengsl við erlenda aðila víðs vegar að.“ Fjármögnunin á Karolina Fund fer öll fram í Evrum. „Við viljum þróast út í alþjóðlegt fyrirtæki og þetta er ekki síst hugsað til að auðvelda erlendum aðilum að taka þátt. Af þeim verkefnum sem hafa náð fjármögnun hefur tuttugu til þrjátíu prósent komið erlendis frá þannig að ég tel að þetta margborgi sig. Við erum ekki að lýsa frati á krónuna heldur bara að horfast í augu við það að erlendir aðilar eru tilbúnir til að fjárfesta. Við finnum ekki fyrir því að Íslendingar láti þetta stöðva sig,“ segir Ingi og býður alla velkomna í afmælisveislu Karolina Fund sem haldin verður á Kex Hostel í kvöld á milli klukkan 17 og 20.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira